Bandaríkjadalur fór rétt í þessu í 87,1 íslenskar krónur og hefur ekki verið dýrari síðan snemma í nóvember árið 2002. Hann hefur styrkst um 40 prósent gagnvart krónu frá áramótum.
Nokkrir þættir liggja að baki styrkingunni, svo sem styrking dalsins gagnvart helstu myntum og veiking krónunnar. Gengisvísitalan hefur lækkað um 0,8 prósent í dag og stendur í tæpum 163 stigum.
Evra kostar nú rúmar 123 krónur, eitt breskt pund 153,6 krónur og ein dönsk króna 16,6 íslenskar krónur.