Víst voru þeir sviknir Guðni Ágústsson skrifar 6. júní 2008 00:01 Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, sendi mér tóninn í laugardagsblaðinu. Hrannar vænir mig um að fara með ósannindi og lætur að því liggja að slíkt leggi ég í vana minn. Sem betur fer bý ég við þá gæfu að fáir væna mig um það sem stjórnmálamann að fara með ósannindi eða hafa rangt við. Samfylkingin vissi hins vegar fyrir síðustu kosningar að samningur er samningur og við hann á að standa. Ég fór í minni eldhúsdagsræðu yfir þær fullyrðingar sem fulltrúar bæði aldraðra og öryrkja lögðu fyrir félagsmálanefnd Alþingis. Það sem enn fremur staðfestir brot ríkisstjórnarinnar á svonefndu Ásmundarsamkomulagi er það að Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það svo að það vanti átta til tíu þúsund krónur í umslög aldraðra og öryrkja um hver mánaðamót, eða um 3,6 milljarða á ári. Ég minnti þar Samfylkinguna á að ASÍ kann að reikna og hef engan heyrt vefengja það og alls ekki Samfylkinguna. Enda fór svo í utandagskrárumræðu á Alþingi, sem ég átti við forsætisráðherra, að þeir Helgi Hjörvar alþingismaður og Ellert Schram viðurkenndu að í þessu máli væri brotalöm. Ég hvet þig, ágæti Hrannar, til þess að þið Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra eigið fund með ASÍ, þar sem kæmu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, Helgi Hjálmarsson, formaður LEB, og Margrét Marteinsdóttir, formaður FEB. Gott væri einnig að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri á fundinn. Ekkert af þessu fólki tilheyrir því miður Framsóknarflokknum en þetta fólk myndi staðfesta allt það sem ég sagði um svikin á Ásmundarsamkomulaginu. Ágæti Hrannar. Lokaorð greinar þinnar um afrek Samfylkingarinnar á fyrsta ári hennar í ríkisstjórn ber vott um hroka og eru í ætt við áttatíu prósent vitleysuna hennar Ingibjargar Sólrúnar sem henti Geir H. Haarde að éta upp eftir henni. Lægstu laun á vinnumarkaði hækkuðu um 18 þúsund krónur í samningum í vetur en bætur almannatrygginga aðeins um 8-10 þúsund krónur í kjölfarið. Lífeyrisþegar telja þess vegna í dag að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi svikið sig um kjarabætur og á ný valið sér annað viðmið til að spara peninga. Ég læt svo fylgja hér með hvert ríkisstjórnin getur sótt mörg önnur atriði sem koma öldruðum og öryrkjum til bóta. Þær niðurstöður sem við framsóknarmenn ásamt sjálfstæðismönnum staðfestum hinn 19. júlí 2006 í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík í lok starfs Ásmundarnefndarinnar voru eftirfarandi: Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga. Einföldun bótakerfisins með fækkun og sameiningu bótaflokka. Lækkun skerðingar bóta vegna tekna maka. Lækkun skerðingar bóta vegna annarra tekna bótaþega. Tekið verði upp frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega. Hækkun vasapeninga. Starfslok verði sveigjanleg þannig að lífeyrisgreiðslur hækki við frestun á töku lífeyris. Heimaþjónusta verði stóraukin og áhersla færð frá stofnanaþjónustu. Fjármagn sem nú gengur til reksturs stofnana úr Framkvæmdasjóði aldraðra gangi til uppbyggingar öldrunarstofnana. Verulega aukið fjármagn til framkvæmda og reksturs til átaks vegna biðlista eftir hjúkrunarrými. Aukin áhersla verði lögð á fullnægjandi framboð þjónustu- og öryggisíbúða. Ég bið svo Hrannar B. Arnarsson að spara stóru orðin og bera ekki á mig ósannindi. Ég skal glaður, ef félagsmálaráðherra kýs svo, vera gestur á þessum morgunfundi þar sem þetta fólk sem ég hef nefnt hér mun bæði reikna út sinn skerta hlut og segja satt.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, sendi mér tóninn í laugardagsblaðinu. Hrannar vænir mig um að fara með ósannindi og lætur að því liggja að slíkt leggi ég í vana minn. Sem betur fer bý ég við þá gæfu að fáir væna mig um það sem stjórnmálamann að fara með ósannindi eða hafa rangt við. Samfylkingin vissi hins vegar fyrir síðustu kosningar að samningur er samningur og við hann á að standa. Ég fór í minni eldhúsdagsræðu yfir þær fullyrðingar sem fulltrúar bæði aldraðra og öryrkja lögðu fyrir félagsmálanefnd Alþingis. Það sem enn fremur staðfestir brot ríkisstjórnarinnar á svonefndu Ásmundarsamkomulagi er það að Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það svo að það vanti átta til tíu þúsund krónur í umslög aldraðra og öryrkja um hver mánaðamót, eða um 3,6 milljarða á ári. Ég minnti þar Samfylkinguna á að ASÍ kann að reikna og hef engan heyrt vefengja það og alls ekki Samfylkinguna. Enda fór svo í utandagskrárumræðu á Alþingi, sem ég átti við forsætisráðherra, að þeir Helgi Hjörvar alþingismaður og Ellert Schram viðurkenndu að í þessu máli væri brotalöm. Ég hvet þig, ágæti Hrannar, til þess að þið Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra eigið fund með ASÍ, þar sem kæmu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, Helgi Hjálmarsson, formaður LEB, og Margrét Marteinsdóttir, formaður FEB. Gott væri einnig að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri á fundinn. Ekkert af þessu fólki tilheyrir því miður Framsóknarflokknum en þetta fólk myndi staðfesta allt það sem ég sagði um svikin á Ásmundarsamkomulaginu. Ágæti Hrannar. Lokaorð greinar þinnar um afrek Samfylkingarinnar á fyrsta ári hennar í ríkisstjórn ber vott um hroka og eru í ætt við áttatíu prósent vitleysuna hennar Ingibjargar Sólrúnar sem henti Geir H. Haarde að éta upp eftir henni. Lægstu laun á vinnumarkaði hækkuðu um 18 þúsund krónur í samningum í vetur en bætur almannatrygginga aðeins um 8-10 þúsund krónur í kjölfarið. Lífeyrisþegar telja þess vegna í dag að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi svikið sig um kjarabætur og á ný valið sér annað viðmið til að spara peninga. Ég læt svo fylgja hér með hvert ríkisstjórnin getur sótt mörg önnur atriði sem koma öldruðum og öryrkjum til bóta. Þær niðurstöður sem við framsóknarmenn ásamt sjálfstæðismönnum staðfestum hinn 19. júlí 2006 í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík í lok starfs Ásmundarnefndarinnar voru eftirfarandi: Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga. Einföldun bótakerfisins með fækkun og sameiningu bótaflokka. Lækkun skerðingar bóta vegna tekna maka. Lækkun skerðingar bóta vegna annarra tekna bótaþega. Tekið verði upp frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega. Hækkun vasapeninga. Starfslok verði sveigjanleg þannig að lífeyrisgreiðslur hækki við frestun á töku lífeyris. Heimaþjónusta verði stóraukin og áhersla færð frá stofnanaþjónustu. Fjármagn sem nú gengur til reksturs stofnana úr Framkvæmdasjóði aldraðra gangi til uppbyggingar öldrunarstofnana. Verulega aukið fjármagn til framkvæmda og reksturs til átaks vegna biðlista eftir hjúkrunarrými. Aukin áhersla verði lögð á fullnægjandi framboð þjónustu- og öryggisíbúða. Ég bið svo Hrannar B. Arnarsson að spara stóru orðin og bera ekki á mig ósannindi. Ég skal glaður, ef félagsmálaráðherra kýs svo, vera gestur á þessum morgunfundi þar sem þetta fólk sem ég hef nefnt hér mun bæði reikna út sinn skerta hlut og segja satt.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun