Þarf að beita lögþvingun? Ögmundur Jónasson skrifar 6. september 2008 00:01 Talsvert er um liðið síðan farið var að ræða um að lög og reglur yrðu settar um upplýsingaskyldu þingmanna og ráðherra. Kröfur þessa efnis hafa ágerst eftir því sem fólk hefur orðið þess áskynja að hugtakið einkavinavæðing var ekki fundið upp að ástæðulausu. Hagsmuna- og eignatengsl á milli fyrirtækja og einstaklinga sem hagnast á einkavæðingu annars vegar, og síðan stjórnmálamanna sem með slíkt véla hins vegar, eru mjög raunveruleg. Þetta þekkjum við frá einkavæðingu ríkisbankanna sérstaklega og hið sama dúkkar upp nú þegar heilbrigðiskerfið er komið inn á færiband einkavæðingar. Um þetta þurfa fjölmiðlar að vera meðvitaðir og upplýsa almenning. Frumskyldan hvílir hins vegar hjá viðkomandi þingmönnum og ráðherrum. Að sjálfsögðu ber þeim að upplýsa um öll þau eigna- og hagsmunatengsl sem máli geta skipt. Einfaldasta leiðin er að sett verði lög hvað þetta varðar og hefur þingflokkur VG verið þess mjög fylgjandi að svo verði gert. Hið sama hefur heyrst frá þingflokki Samfylkingarinnar. Einn grundvallarmunur er þó á þessum tveimur þingflokkum. Þingmenn VG ákváðu að bíða ekki eftir því að þeir yrðu lögþvingaðir til þessarar upplýsingagjafar. Að eigin frumkvæði birtu þeir á heimasíðu flokksins allar upplýsingar um tekjur sínar, eignir og hagsmunatengsl. Hafa þessar upplýsingar legið fyrir opinberlega um nokkurt árabil. Hvað Samfylkinguna áhrærir þá hefur hún mikið talað um þörf á lögum sem þvingi þingmenn til sagna. En lengra nær það ekki. Getur verið að beita þurfi Samfylkinguna lögþvingun til að gera það sem hún galar um á torgum að hún vilji gera? Hvers vegna ekki að finna samræmi í orðum og athöfnum? Auðvitað eiga allir sem eru slíkri upplýsingagjöf samþykkir að stíga skrefið fyrir sjálfa sig þegar í stað og undanbragðalaust og þá láta hina sitja uppi með skömmina takist ekki að ná samstöðu á Alþingi um lögbundnar reglur um hagsmunatengsl þingmanna. Ef hins vegar dæma skal af opinberum yfirlýsingum um þetta efni þá er fyrir þessu meirihluti á Alþingi. Nema menn kannski tali af kokhreysti vegna þess að þeir viti að þeir þurfi ekki að standa við orð sín? Svona einsog með eftirlaunalögin. Höfundur er formaður þingflokks VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Talsvert er um liðið síðan farið var að ræða um að lög og reglur yrðu settar um upplýsingaskyldu þingmanna og ráðherra. Kröfur þessa efnis hafa ágerst eftir því sem fólk hefur orðið þess áskynja að hugtakið einkavinavæðing var ekki fundið upp að ástæðulausu. Hagsmuna- og eignatengsl á milli fyrirtækja og einstaklinga sem hagnast á einkavæðingu annars vegar, og síðan stjórnmálamanna sem með slíkt véla hins vegar, eru mjög raunveruleg. Þetta þekkjum við frá einkavæðingu ríkisbankanna sérstaklega og hið sama dúkkar upp nú þegar heilbrigðiskerfið er komið inn á færiband einkavæðingar. Um þetta þurfa fjölmiðlar að vera meðvitaðir og upplýsa almenning. Frumskyldan hvílir hins vegar hjá viðkomandi þingmönnum og ráðherrum. Að sjálfsögðu ber þeim að upplýsa um öll þau eigna- og hagsmunatengsl sem máli geta skipt. Einfaldasta leiðin er að sett verði lög hvað þetta varðar og hefur þingflokkur VG verið þess mjög fylgjandi að svo verði gert. Hið sama hefur heyrst frá þingflokki Samfylkingarinnar. Einn grundvallarmunur er þó á þessum tveimur þingflokkum. Þingmenn VG ákváðu að bíða ekki eftir því að þeir yrðu lögþvingaðir til þessarar upplýsingagjafar. Að eigin frumkvæði birtu þeir á heimasíðu flokksins allar upplýsingar um tekjur sínar, eignir og hagsmunatengsl. Hafa þessar upplýsingar legið fyrir opinberlega um nokkurt árabil. Hvað Samfylkinguna áhrærir þá hefur hún mikið talað um þörf á lögum sem þvingi þingmenn til sagna. En lengra nær það ekki. Getur verið að beita þurfi Samfylkinguna lögþvingun til að gera það sem hún galar um á torgum að hún vilji gera? Hvers vegna ekki að finna samræmi í orðum og athöfnum? Auðvitað eiga allir sem eru slíkri upplýsingagjöf samþykkir að stíga skrefið fyrir sjálfa sig þegar í stað og undanbragðalaust og þá láta hina sitja uppi með skömmina takist ekki að ná samstöðu á Alþingi um lögbundnar reglur um hagsmunatengsl þingmanna. Ef hins vegar dæma skal af opinberum yfirlýsingum um þetta efni þá er fyrir þessu meirihluti á Alþingi. Nema menn kannski tali af kokhreysti vegna þess að þeir viti að þeir þurfi ekki að standa við orð sín? Svona einsog með eftirlaunalögin. Höfundur er formaður þingflokks VG.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun