John Malkovich ætlar að gera heimildarmynd um ólöglega innflytjendur í Bandaríkjunum. Þegar hann frétti af þeim fjölda barna sem komast þannig til Bandaríkjanna ákvað hann að láta til skarar skríða.
Myndin, sem nefnist Triple Crossing, fjallar um mannlegu hliðina á þessu vandasama málefni. Fyrirtækið Canana Films mun framleiða myndina en það er í eigu mexíkósku leikaranna Diego Luna og Gael Garcia Bernal.
Malkovich er um þessar mundir í Mexíkó þar sem hann leikstýrir leikritinu The Good Canary þar sem Luna fer einmitt með aðalhlutverkið.