Vildi að við færum til sjóðsins í sumar 17. október 2008 00:01 Frá fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) í byrjun þessarar viku. Í skýrslu sem unnin var síðasta vor og sumar fyrir Landsbankann segir prófessor við London School of Economics að stjórnvöld þyrftu að semja við sjóðinn um aðstoð áður en í óefni væri komið. Nordicphotos/AFP „Ísland horfist í augu við hugsanlega og líklega óþarfa fjármála- og efnahagskreppu,“ segir í inngangsorðum skýrslu Willems Buiter, prófessors við London School of Economics, sem kynnt var í þröngum hópi manna hér á landi 11. júlí. Ástæðan, segir Buiter, er sú að Ísland á sinn eigin gjaldmiðil og stærð bankanna er meiri en þjóðarbúið ræður við. Seðlabankinn hefði aldrei getað þjónað íslensku bönkunum sem lánveitandi til þrautavara. Skýrslan kom aldrei fyrir almenningssjónir, en þar segir í helstu niðurstöðum að Ísland þurfi að gerast aðili að evrusvæðinu, ellegar að bankarnir fari annað. Enn fremur segir í niðurstöðum skýrslunnar að til skemmri tíma þurfi íslensku bankarnir að bregðast við hættulegri stöðu sinni með því að útvega dótturfélögum sínum á erlendri grundu lán frá viðkomandi seðlabönkum. Einnig þurfi stjórnvöld að nálgast tilfallandi aðgang að töluverðu magni af erlendum gjaldeyri. Það mætti gera með lánalínum við erlenda seðlabanka eða semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um tilfallandi aðgang að fé. Einnig mætti setja ýmislegt að veði fyrir markaðsfjármögnun. Veð gætu verið eignir Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og kröfur á framtíðartekjur af jarðhita og vatnsafli. Skýrslan var unnin að beiðni Landsbankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það Landsbankamenn sjálfir sem ákváðu að skýrslan yrði ekki birt opinberlega. Einn heimildarmanna blaðsins innan bankans, segir að upplýsingar í skýrslunni hefðu getað gert vonda stöðu verri. Mikilvægast hafi verið talið að reyna að vinna að lausn þeirra vandamála sem tíunduð séu í skýrslunni. Þá er bent á að ýmsir hafi fengið kynningu á skýrslunni og því hefði efni hennar átt að vera þeim ljóst sem fjalla um efnahagsmál hérlendis. Enginn sem Fréttablaðið hefur náð tali af segir að nokkuð nýtt hafi í raun komið fram í skýrslu Buiters og bent er á að hún sé unnin úr opinberum gögnum. Samt vill enginn viðurkenna opinberlega að hafa sótt kynningu á skýrslunni í sumar. Blaðið hefur heimildir fyrir því að þar hafi verið um 20 manns, þar á meðal starfsmenn viðskipta- og fjármálaráðuneytis og Seðlabanka. [email protected] Markaðir Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Ísland horfist í augu við hugsanlega og líklega óþarfa fjármála- og efnahagskreppu,“ segir í inngangsorðum skýrslu Willems Buiter, prófessors við London School of Economics, sem kynnt var í þröngum hópi manna hér á landi 11. júlí. Ástæðan, segir Buiter, er sú að Ísland á sinn eigin gjaldmiðil og stærð bankanna er meiri en þjóðarbúið ræður við. Seðlabankinn hefði aldrei getað þjónað íslensku bönkunum sem lánveitandi til þrautavara. Skýrslan kom aldrei fyrir almenningssjónir, en þar segir í helstu niðurstöðum að Ísland þurfi að gerast aðili að evrusvæðinu, ellegar að bankarnir fari annað. Enn fremur segir í niðurstöðum skýrslunnar að til skemmri tíma þurfi íslensku bankarnir að bregðast við hættulegri stöðu sinni með því að útvega dótturfélögum sínum á erlendri grundu lán frá viðkomandi seðlabönkum. Einnig þurfi stjórnvöld að nálgast tilfallandi aðgang að töluverðu magni af erlendum gjaldeyri. Það mætti gera með lánalínum við erlenda seðlabanka eða semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um tilfallandi aðgang að fé. Einnig mætti setja ýmislegt að veði fyrir markaðsfjármögnun. Veð gætu verið eignir Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og kröfur á framtíðartekjur af jarðhita og vatnsafli. Skýrslan var unnin að beiðni Landsbankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það Landsbankamenn sjálfir sem ákváðu að skýrslan yrði ekki birt opinberlega. Einn heimildarmanna blaðsins innan bankans, segir að upplýsingar í skýrslunni hefðu getað gert vonda stöðu verri. Mikilvægast hafi verið talið að reyna að vinna að lausn þeirra vandamála sem tíunduð séu í skýrslunni. Þá er bent á að ýmsir hafi fengið kynningu á skýrslunni og því hefði efni hennar átt að vera þeim ljóst sem fjalla um efnahagsmál hérlendis. Enginn sem Fréttablaðið hefur náð tali af segir að nokkuð nýtt hafi í raun komið fram í skýrslu Buiters og bent er á að hún sé unnin úr opinberum gögnum. Samt vill enginn viðurkenna opinberlega að hafa sótt kynningu á skýrslunni í sumar. Blaðið hefur heimildir fyrir því að þar hafi verið um 20 manns, þar á meðal starfsmenn viðskipta- og fjármálaráðuneytis og Seðlabanka. [email protected]
Markaðir Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira