Cynic Guru spilar í Bretlandi 2. október 2008 04:00 Roland Hartwell er fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hann syngur, semur og spilar á gítar í Cynic Guru. Aðrir hljómsveitarmeðlimir eru Ólafur Hólm trommari, Einar Jóhannsson gítarleikari og Richard Korn bassaleikari. „Við spilum í London og Guildford og endum í gamalli kirkju í Manchester á sunnudagskvöldið,“ segir Roland Hartwell um tónleikaferðalg hljómsveitar sinnar, Cynic Guru, sem hélt af stað til Bretlands í gær. Hljómsveitin hefur verið á plötusamningi hjá útgáfufyrirtækinu Fat Northerner Records frá því 2005 og er nú að fara á sitt annað tónleikaferðalag í Bretlandi í tilefni af útgáfu samnefndarar plötu hljómsveitarinnar. „Iceland, platan okkar sem kom út árið 2005, var svona popp/rokk plata, en þegar við komumst á samning úti var ákveðið að taka út popplögin. Ég samdi því nýtt efni, en við höldum þremur lögum á væntanlegu plötunni og þar á meðal er lagið Drugs sem er fyrsta smáskífan,“ útskýrir Roland, en Barði Jóhannsson leikstýrði tónlistarmyndabandi við lagið, sem komst í toppsæti vinsældarlista útvarpsstöðvarinnar X-ins. „Við verðum úti í viku og hápunktur ferðarinnar verður án efa í Sacred trinity-kirkjunni í Manchester á sunnudaginn. Þar spilum við á Un-convention sem er eins konar ráðstefna fyrir sjálfstæða tónlistarmenn og útgefendur. Ég hef margoft spilað á fiðlu í kirkjum við ýmis tækifæri en aldrei með rokkhljómsveit svo það verður skemmtileg reynsla,“ segir Roland og hlær. Spurður hvað taki við hjá hljómsveitinni að ferðalaginu loknu, segist hann vera að leggja lokahönd á aðra plötu. „Við erum að klára nýja plötu fyrir íslenskan markað sem er væntanleg eftir jól og við stefnum á að spila meira hérlendis því við höfum gert lítið af því að undanförnu,“ segir Roland að lokum. - ag Mest lesið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við spilum í London og Guildford og endum í gamalli kirkju í Manchester á sunnudagskvöldið,“ segir Roland Hartwell um tónleikaferðalg hljómsveitar sinnar, Cynic Guru, sem hélt af stað til Bretlands í gær. Hljómsveitin hefur verið á plötusamningi hjá útgáfufyrirtækinu Fat Northerner Records frá því 2005 og er nú að fara á sitt annað tónleikaferðalag í Bretlandi í tilefni af útgáfu samnefndarar plötu hljómsveitarinnar. „Iceland, platan okkar sem kom út árið 2005, var svona popp/rokk plata, en þegar við komumst á samning úti var ákveðið að taka út popplögin. Ég samdi því nýtt efni, en við höldum þremur lögum á væntanlegu plötunni og þar á meðal er lagið Drugs sem er fyrsta smáskífan,“ útskýrir Roland, en Barði Jóhannsson leikstýrði tónlistarmyndabandi við lagið, sem komst í toppsæti vinsældarlista útvarpsstöðvarinnar X-ins. „Við verðum úti í viku og hápunktur ferðarinnar verður án efa í Sacred trinity-kirkjunni í Manchester á sunnudaginn. Þar spilum við á Un-convention sem er eins konar ráðstefna fyrir sjálfstæða tónlistarmenn og útgefendur. Ég hef margoft spilað á fiðlu í kirkjum við ýmis tækifæri en aldrei með rokkhljómsveit svo það verður skemmtileg reynsla,“ segir Roland og hlær. Spurður hvað taki við hjá hljómsveitinni að ferðalaginu loknu, segist hann vera að leggja lokahönd á aðra plötu. „Við erum að klára nýja plötu fyrir íslenskan markað sem er væntanleg eftir jól og við stefnum á að spila meira hérlendis því við höfum gert lítið af því að undanförnu,“ segir Roland að lokum. - ag
Mest lesið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira