Dagur eftir þennan dag 19. nóvember 2008 06:00 Á laugardaginn sótti ég fund í Iðnó um framtíðina og labbaði út á Austurvöll þar á eftir til að skynja mótmælin og hug hins almenna borgara. Enda þótt ég sitji á þingi, deili ég áhyggjum og kvíða með öllu því fólki, sem vill fá svör og viðbrögð gagnvart því sem við blasir. Að því leyti erum við öll á sama báti og það eykur á óvissuna að heyra og lesa látlaust neikvæðar fréttir og frásagnir af erfiðleikum og áföllum. Stjórnvöldum og alþingi til málsbóta og afsökunar má segja, að biðstaðan og óvissan hefur undanfarnar vikur stafað af þeim drætti sem orðið hefur á aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Áætlunin sem að baki því samstarfi felst hefur ekki mátt koma fram og gert ríkisstjórninni erfitt fyrir að taka af skarið. Nú er þeirri óvissubið vonandi lokið. Nú er hægt að leggja spilin á borðið. Icesave-málið var óhjákvæmilegt að leysa, enda hefði að öðrum kosti blasað við að Íslendingar einangruðust, lokað yrði á líflínur og lánalínur og þjóðin hyrfi aftur til lífskjara, sem líkja mætti við móðuharðindin. Við hefðum getað gleymt aðild að Evrópusambandinu og raunar öllum alþjóðlegum samskiptum. Flóknara var það dæmi ekki. Nú er lán frá IMF og öðrum í sjónmáli. Það er fyrsta skrefið. Næsta skref er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru. Sjálfstæðisflokkurinn hefur loksins opnað á þá leið og hefur flýtt landsfundi sínum til að taka þá ákvörðun. Ef það fer ekki eftir getur Sjálfstæðisflokkurinn átt sig. Þá dæmir hann sig úr leik. Raunar held ég að niðurstaða sjálfstæðismanna sé sjálfskrifuð. Þeir munu mæla með aðildarumsókn að ESB og einmitt með vísan til þeirrar forskriftar sem nú þegar liggur fyrir af þeirra hálfu, teldi ég vel samræmanlegt og eðlilegt að strax á morgun snúi íslensk stjórnvöld sér til Evrópusambandsins og hefji alvöruviðræður um þá skilmála og kosti sem í boði eru fyrir Ísland, ef og þegar til aðildar kemur. Það mun hjálpa Sjálfstæðisflokknum til að taka afstöðu og flýta sömuleiðis fyrir þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að Íslendingar og Sjálfstæðisflokkurinn geti gert upp hug sinn. Viðræður við ESB strax nú fyrir áramótin munu flýta öllu ferlinu. Það flýtir enn fremur fyrir kosningum, bæði að því er varðar stjórnarskrárbreytingar sem aðild að ESB kallar á, svo og kosningum til nýs Alþingis, sem þannig sækir umboð og traust til þjóðarinnar um endurreisn íslensks samfélags. Ég held að allir séu sammála um að endurreisn samfélagins getur ekki átt sér stað nema þjóðinni sé gefinn kostur á að veita komandi stjórnvöldum umboð til að takast á við að reisa landið úr rústunum. Kosningar eru af þeim sökum sjálfgefnar á fyrri hluta næsta árs. Það kemur síðan af sjálfu sér að í kjölfarið á breyttri peningastefnu mun verða skipt um persónur og leikendur í lykilstöðum. Í raun og veru verður ekki aðeins kosið um valdastöður, heldur fyrst og fremst um það þjóðfélag sem við viljum að taki við. Þar hef ég þá trú og sannfæringu að hugsjónir jafnaðarmanna um velferð, opið og gegnsætt samfélag, samhug og félagsleg gildi muni verða kjósendum að leiðarljósi. Allt er þetta í farvatninu. Vonin og trúin á bjartari framtíð á að halda okkur við efnið. Stjórnmálamenn eiga að slíðra sverðin, fjölmiðlar eiga að sýna fram á jákvæða þróun og við þurfum að gefa þjóðinni, almenningi og okkur sjálfum, sem nú sitjum á þingi, kraft og áræði til að takast á við vandann. Við erum ekki á neinum vonarvöl. Við eigum mat og rafmagn, heitt vatn og húsaskjól. Og við eigum hvert annað. Blásum lífi í fólkið, blásum lífi í vonina og viðspyrnuna. Þetta verður eflaust erfiður vetur. En það kemur dagur eftir þennan dag. Það birtir upp um síðir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn sótti ég fund í Iðnó um framtíðina og labbaði út á Austurvöll þar á eftir til að skynja mótmælin og hug hins almenna borgara. Enda þótt ég sitji á þingi, deili ég áhyggjum og kvíða með öllu því fólki, sem vill fá svör og viðbrögð gagnvart því sem við blasir. Að því leyti erum við öll á sama báti og það eykur á óvissuna að heyra og lesa látlaust neikvæðar fréttir og frásagnir af erfiðleikum og áföllum. Stjórnvöldum og alþingi til málsbóta og afsökunar má segja, að biðstaðan og óvissan hefur undanfarnar vikur stafað af þeim drætti sem orðið hefur á aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Áætlunin sem að baki því samstarfi felst hefur ekki mátt koma fram og gert ríkisstjórninni erfitt fyrir að taka af skarið. Nú er þeirri óvissubið vonandi lokið. Nú er hægt að leggja spilin á borðið. Icesave-málið var óhjákvæmilegt að leysa, enda hefði að öðrum kosti blasað við að Íslendingar einangruðust, lokað yrði á líflínur og lánalínur og þjóðin hyrfi aftur til lífskjara, sem líkja mætti við móðuharðindin. Við hefðum getað gleymt aðild að Evrópusambandinu og raunar öllum alþjóðlegum samskiptum. Flóknara var það dæmi ekki. Nú er lán frá IMF og öðrum í sjónmáli. Það er fyrsta skrefið. Næsta skref er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru. Sjálfstæðisflokkurinn hefur loksins opnað á þá leið og hefur flýtt landsfundi sínum til að taka þá ákvörðun. Ef það fer ekki eftir getur Sjálfstæðisflokkurinn átt sig. Þá dæmir hann sig úr leik. Raunar held ég að niðurstaða sjálfstæðismanna sé sjálfskrifuð. Þeir munu mæla með aðildarumsókn að ESB og einmitt með vísan til þeirrar forskriftar sem nú þegar liggur fyrir af þeirra hálfu, teldi ég vel samræmanlegt og eðlilegt að strax á morgun snúi íslensk stjórnvöld sér til Evrópusambandsins og hefji alvöruviðræður um þá skilmála og kosti sem í boði eru fyrir Ísland, ef og þegar til aðildar kemur. Það mun hjálpa Sjálfstæðisflokknum til að taka afstöðu og flýta sömuleiðis fyrir þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að Íslendingar og Sjálfstæðisflokkurinn geti gert upp hug sinn. Viðræður við ESB strax nú fyrir áramótin munu flýta öllu ferlinu. Það flýtir enn fremur fyrir kosningum, bæði að því er varðar stjórnarskrárbreytingar sem aðild að ESB kallar á, svo og kosningum til nýs Alþingis, sem þannig sækir umboð og traust til þjóðarinnar um endurreisn íslensks samfélags. Ég held að allir séu sammála um að endurreisn samfélagins getur ekki átt sér stað nema þjóðinni sé gefinn kostur á að veita komandi stjórnvöldum umboð til að takast á við að reisa landið úr rústunum. Kosningar eru af þeim sökum sjálfgefnar á fyrri hluta næsta árs. Það kemur síðan af sjálfu sér að í kjölfarið á breyttri peningastefnu mun verða skipt um persónur og leikendur í lykilstöðum. Í raun og veru verður ekki aðeins kosið um valdastöður, heldur fyrst og fremst um það þjóðfélag sem við viljum að taki við. Þar hef ég þá trú og sannfæringu að hugsjónir jafnaðarmanna um velferð, opið og gegnsætt samfélag, samhug og félagsleg gildi muni verða kjósendum að leiðarljósi. Allt er þetta í farvatninu. Vonin og trúin á bjartari framtíð á að halda okkur við efnið. Stjórnmálamenn eiga að slíðra sverðin, fjölmiðlar eiga að sýna fram á jákvæða þróun og við þurfum að gefa þjóðinni, almenningi og okkur sjálfum, sem nú sitjum á þingi, kraft og áræði til að takast á við vandann. Við erum ekki á neinum vonarvöl. Við eigum mat og rafmagn, heitt vatn og húsaskjól. Og við eigum hvert annað. Blásum lífi í fólkið, blásum lífi í vonina og viðspyrnuna. Þetta verður eflaust erfiður vetur. En það kemur dagur eftir þennan dag. Það birtir upp um síðir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun