19. öldin fremur en framtíðin Jón Kaldal skrifar 26. júlí 2008 06:00 Athyglisverð staða er komin upp í tengslum við byggingaáform Listaháskóla Íslands við Laugaveg. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri kann ekki að meta vinningstillögu samkeppni um nýbyggingu fyrir skólann og talar engum tæpitungum um hver verða afdrif hennar innan skipulagskerfis borgarinnar. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær sagðist hann ekki styðja tillöguna í óbreyttri mynd. Í Fréttablaðinu í dag tekur hann enn afdráttarlausar til orða og segir alveg ljóst að skipulagsráð muni ekki samþykkja tillöguna. Samkvæmt borgarstjóra er afstaða meirihlutans skýr: Listaháskólinn mun ekki, eins og stendur til, flytja starfsemina árið 2011 í þá byggingu sem sést á teikningum vinningstillögunnar, þá hina sömu og menntamálaráðherra hefur kallað „mikinn sigur fyrir íslenska arkitekta og íslenska byggingarlist". Formaður skipulagsráðs, Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og arftaki Ólafs í embætti borgarstjóra, hefur ekki opinberað sína skoðun á tillögunni. Eftir eindregin orð Ólafs er ekki þörf á því. Borgarstjóri hefur tekið af henni ómakið og upplýst um stefnu meirihlutans í málinu. Engu máli skiptir þótt tillagan sé ekki einu sinni komin til meðferðar hjá skipulagsráði. Borgarstjóri er búinn að leggja línuna. Hann segir að tillagan verði ekki samþykkt þar. Borgarstjórnarmeirihlutinn vill aðra útfærslu. Hann veit betur en dómnefndin sem var skipuð fólki frá Listaháskólanum, fasteignaþróunarfélaginu Samson Properties, menntamálaráðuneytinu og Arkitektafélagi Íslands. Sem sagt, betur en fulltrúar þeirra sem eiga að vinna í húsinu, þeirra sem ætla að reisa það, borga fyrir það og fagfólk í arkitektúr. Og á hverju skyldi stranda? Borgarstjóri vill standa vörð um 19. aldar götumynd Laugavegar, sem vissulega er virðingarvert sjónarmið, ef götumyndin væri ekki svona skelfileg einmitt á þessum reit sem markast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu. Þetta svæði hefur um árabil verið einn vesælasti blettur miðbæjarins, sama frá hvaða sjónarhorni er horft til þess. Eina húsið á reitnum sem Húsafriðunarnefnd ríkisins vill að verði verndað er Laugavegur 41 og samkvæmt vinningstillögunni stendur það áfram. Reyndar í útfærslu sem er frá árinu 1983, þegar byggt var verulega við það. Koma Listaháskólans væri mesta framfaraskref fyrir Laugaveginn í áratugi. Tillaga Páls Hjaltasonar og félaga hjá +Arkitektum er stássleg og áræðin eins og er við hæfi fyrir þá starfsemi sem byggingin á að hýsa. Það eru ekki oft reist hús í Reykjavík sem setja afgerandi svip á borgina og lyfta umhverfi sínu á hærra plan. Hér er komin tillaga að einu slíku. Það verður núverandi meirihluta til ævarandi háðungar ef honum tekst að klúðra þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Athyglisverð staða er komin upp í tengslum við byggingaáform Listaháskóla Íslands við Laugaveg. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri kann ekki að meta vinningstillögu samkeppni um nýbyggingu fyrir skólann og talar engum tæpitungum um hver verða afdrif hennar innan skipulagskerfis borgarinnar. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær sagðist hann ekki styðja tillöguna í óbreyttri mynd. Í Fréttablaðinu í dag tekur hann enn afdráttarlausar til orða og segir alveg ljóst að skipulagsráð muni ekki samþykkja tillöguna. Samkvæmt borgarstjóra er afstaða meirihlutans skýr: Listaháskólinn mun ekki, eins og stendur til, flytja starfsemina árið 2011 í þá byggingu sem sést á teikningum vinningstillögunnar, þá hina sömu og menntamálaráðherra hefur kallað „mikinn sigur fyrir íslenska arkitekta og íslenska byggingarlist". Formaður skipulagsráðs, Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og arftaki Ólafs í embætti borgarstjóra, hefur ekki opinberað sína skoðun á tillögunni. Eftir eindregin orð Ólafs er ekki þörf á því. Borgarstjóri hefur tekið af henni ómakið og upplýst um stefnu meirihlutans í málinu. Engu máli skiptir þótt tillagan sé ekki einu sinni komin til meðferðar hjá skipulagsráði. Borgarstjóri er búinn að leggja línuna. Hann segir að tillagan verði ekki samþykkt þar. Borgarstjórnarmeirihlutinn vill aðra útfærslu. Hann veit betur en dómnefndin sem var skipuð fólki frá Listaháskólanum, fasteignaþróunarfélaginu Samson Properties, menntamálaráðuneytinu og Arkitektafélagi Íslands. Sem sagt, betur en fulltrúar þeirra sem eiga að vinna í húsinu, þeirra sem ætla að reisa það, borga fyrir það og fagfólk í arkitektúr. Og á hverju skyldi stranda? Borgarstjóri vill standa vörð um 19. aldar götumynd Laugavegar, sem vissulega er virðingarvert sjónarmið, ef götumyndin væri ekki svona skelfileg einmitt á þessum reit sem markast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu. Þetta svæði hefur um árabil verið einn vesælasti blettur miðbæjarins, sama frá hvaða sjónarhorni er horft til þess. Eina húsið á reitnum sem Húsafriðunarnefnd ríkisins vill að verði verndað er Laugavegur 41 og samkvæmt vinningstillögunni stendur það áfram. Reyndar í útfærslu sem er frá árinu 1983, þegar byggt var verulega við það. Koma Listaháskólans væri mesta framfaraskref fyrir Laugaveginn í áratugi. Tillaga Páls Hjaltasonar og félaga hjá +Arkitektum er stássleg og áræðin eins og er við hæfi fyrir þá starfsemi sem byggingin á að hýsa. Það eru ekki oft reist hús í Reykjavík sem setja afgerandi svip á borgina og lyfta umhverfi sínu á hærra plan. Hér er komin tillaga að einu slíku. Það verður núverandi meirihluta til ævarandi háðungar ef honum tekst að klúðra þessu máli.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun