Sony býst við minni hagnaði 23. október 2008 09:31 Hamingjusamir viðskiptavinir í Tókýó með leikjatölvuna PlayStation 3. Mynd/AP Japanski hátækniframleiðandinn Sony reiknar með rúmlega helmingi minni hagnaði á árinu en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sterkt jen, samdráttur og verðstríð við helstu keppinauta skýra niðurfærsluna. Samkvæmt nýbirtum áætlunum er reiknað með því að rekstrarhagnaður verði 200 milljarðar jena, jafnvirði 240 milljarða íslenskra króna, á yfirstandandi rekstrarári, sem lýkur í mars á næsta ári. Þá er reiknað með því að heildarhagnaður ársins nemi 150 milljörðum jena í stað 240. Fyrri spá hljóðaði upp á 470 milljarða jena. Erfitt rekstrarumhverfi hefur þegar sett strik í bækur Sony en fyrirtækið hagnaðist um 21 milljarð jena á þriðja ársfjórðungi samanborið við 73,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Sony er ekki eitt á báti en mikil styrking jensins gagnvart helstu gjaldmiðlum og og samdráttur í helstu viðskiptalöndum Japans hefur komið niður á japönskum útflutningsfyrirtækjum. Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Japanski hátækniframleiðandinn Sony reiknar með rúmlega helmingi minni hagnaði á árinu en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sterkt jen, samdráttur og verðstríð við helstu keppinauta skýra niðurfærsluna. Samkvæmt nýbirtum áætlunum er reiknað með því að rekstrarhagnaður verði 200 milljarðar jena, jafnvirði 240 milljarða íslenskra króna, á yfirstandandi rekstrarári, sem lýkur í mars á næsta ári. Þá er reiknað með því að heildarhagnaður ársins nemi 150 milljörðum jena í stað 240. Fyrri spá hljóðaði upp á 470 milljarða jena. Erfitt rekstrarumhverfi hefur þegar sett strik í bækur Sony en fyrirtækið hagnaðist um 21 milljarð jena á þriðja ársfjórðungi samanborið við 73,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Sony er ekki eitt á báti en mikil styrking jensins gagnvart helstu gjaldmiðlum og og samdráttur í helstu viðskiptalöndum Japans hefur komið niður á japönskum útflutningsfyrirtækjum.
Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira