Framtíð á bláþræði 16. júlí 2008 00:01 fyrsta forsíða nyhedsavisen Fríblaðið kom út í fyrsta sinn 6. október 2006. Mikil ólga hefur umleikið danska fríblaðið Nyhedsavisen að undanförnu. Áður óþekkt skuldabréf í eigu Stoða Invest upp á 4 milljarða íslenskra króna setti strik í reikninginn við endurfjármögnun blaðsins sem nú stendur yfir. Skuldabréfið fékk Stoðir Invest fyrir að færa meirihlutaeign í félaginu bak við Nyhedsavisen til Morten Lund. Morten Lund, aðaleigandi blaðsins, hefur leitað leiða til að fá nýtt fjármagn inn í reksturinn en uppi eru raddir um að ekki hafi náðst samkomulag milli hans og Stoða Invest hvernig best sé að standa að því. Það þarf um tvo milljarða til að hægt sé að halda rekstrinum áfram. Vitað er til þess að hann hafi átt í viðræðum við Lars Seier Christensen, eiganda Saxo Bank, um aðkomu að endurfjármögnun blaðsins. Í Berlingske Tidende fyrir helgi kom fram að fjórir af sex stjórnarmönnum í 365 Media Scandinavia, útgáfufélagi Nyhedsavisen, hótuðu að segja af sér ef framtíð blaðsins yrði ekki tryggð í nánustu framtíð. Vandræði fríblaðsins eru fleiri, en skattayfirvöld eru með kröfu upp á rúmlega 100 milljónir kr. vegna ógreidds virðisaukaskatts. Einnig hafa eftirlitsstofnanir hótað að leysa útgáfuna upp ef ársreikningi síðasta árs verði ekki skilað fyrir 21. júlí. Morten Lund hefur sett upp áætlun fyrir hugsanlega fjárfesta þar sem gert er ráð fyrir að mánaðarlegar auglýsingatekjur muni vaxa frá tæpum 200 milljónum króna í tæpar 600 milljónir. Mánaðarlegur dreifingarkostnaður þarf einnig að lækka um 50–100 milljónir um leið og upplagið á að aukast um 65.000 eintök. Með þessum hætti á Nyhedsavisen að skila rúmum milljarði í hagnað fyrir árið 2009. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort blaðið muni koma út að nýju eftir sumarfrí en Morten Nissen Nielsen, forstjóri Nyhedsavisen, fullyrti við Börsen um síðustu helgi að svo væri. Morten Lund vildi ekki tjá sig um málið þegar Markaðurinn hafði samband við hann. - ghh Héðan og þaðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Mikil ólga hefur umleikið danska fríblaðið Nyhedsavisen að undanförnu. Áður óþekkt skuldabréf í eigu Stoða Invest upp á 4 milljarða íslenskra króna setti strik í reikninginn við endurfjármögnun blaðsins sem nú stendur yfir. Skuldabréfið fékk Stoðir Invest fyrir að færa meirihlutaeign í félaginu bak við Nyhedsavisen til Morten Lund. Morten Lund, aðaleigandi blaðsins, hefur leitað leiða til að fá nýtt fjármagn inn í reksturinn en uppi eru raddir um að ekki hafi náðst samkomulag milli hans og Stoða Invest hvernig best sé að standa að því. Það þarf um tvo milljarða til að hægt sé að halda rekstrinum áfram. Vitað er til þess að hann hafi átt í viðræðum við Lars Seier Christensen, eiganda Saxo Bank, um aðkomu að endurfjármögnun blaðsins. Í Berlingske Tidende fyrir helgi kom fram að fjórir af sex stjórnarmönnum í 365 Media Scandinavia, útgáfufélagi Nyhedsavisen, hótuðu að segja af sér ef framtíð blaðsins yrði ekki tryggð í nánustu framtíð. Vandræði fríblaðsins eru fleiri, en skattayfirvöld eru með kröfu upp á rúmlega 100 milljónir kr. vegna ógreidds virðisaukaskatts. Einnig hafa eftirlitsstofnanir hótað að leysa útgáfuna upp ef ársreikningi síðasta árs verði ekki skilað fyrir 21. júlí. Morten Lund hefur sett upp áætlun fyrir hugsanlega fjárfesta þar sem gert er ráð fyrir að mánaðarlegar auglýsingatekjur muni vaxa frá tæpum 200 milljónum króna í tæpar 600 milljónir. Mánaðarlegur dreifingarkostnaður þarf einnig að lækka um 50–100 milljónir um leið og upplagið á að aukast um 65.000 eintök. Með þessum hætti á Nyhedsavisen að skila rúmum milljarði í hagnað fyrir árið 2009. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort blaðið muni koma út að nýju eftir sumarfrí en Morten Nissen Nielsen, forstjóri Nyhedsavisen, fullyrti við Börsen um síðustu helgi að svo væri. Morten Lund vildi ekki tjá sig um málið þegar Markaðurinn hafði samband við hann. - ghh
Héðan og þaðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira