Fullkominn kreppubíll 19. júlí 2008 06:00 Ingimar náði að láta Blönduóslögguna taka sig fyrir of hraðan akstur þó Smart-bíllinn sé bara með 42 hestafla vél. mynd/Heiða.is Margir vildu vera í sporum Ingimars Björns Davíðssonar starfsmanns Menningarmiðstöðvarinnar Listagils á Akureyri þegar hann kaupir eldsneyti á bílinn sinn. „Ég er enginn bílakarl,“ tekur Ingimar fram í upphafi spjalls. „Ég vil bara komast frá A til B á nógu hagkvæman máta og það hefur tekist á þessum bíl í rúmt ár.“ Ökutækið sem um ræðir er tveggja sæta blæjubíll sem heitir Smart for two. Eigandinn fræðir mig um að slíkir bílar séu framleiddir af Chryshler-samsteypunni og hafi komið fram á sjónarsviðið í kringum aldamótin. „Þetta var hugmynd sem unnin var í samstarfi Mercedes og Swatch-úrafyrirtækisins sem gerði „flikk flakk“-barnaúrin. Hugmyndin var að gera lítinn og sparneytinn nútímaborgarbíl sem rúmaði tvær manneskjur og kassa af bjór. Það væri ekkert meira sem þyrfti. Ég var búinn að sjá þessa bíla erlendis og hreifst strax af þeim. Svo þegar ég sá þennan á Bifreiðasölunni þá slengdi ég mér á hann og hann hefur gengið eins og klukka. Hann gengur fyrir dísilolíu og eyðir svona þremur til fjórum lítrum í innanbæjarakstri. Ég kemst af með sex til sjö þúsund á mánuði í eldsneyti þannig að þetta er hinn fullkomni kreppubíll.“ Ingimar Björn telur um 20-30 Smart bíla á landinu og segir þá flutta inn af einstaklingum. „Það er ekkert umboð fyrir þessa bíla hér en bæði Hekla og Ræsir geta þjónustað þá. Fyrirtækið úti vill ekki selja þá hér nema sett verði upp Smart-miðstöð,“ upplýsir hann. Einu sinni kveðst Ingimar hafa lent í smá vandræðum. „Ég var austur á Mývatni þegar sprakk á bílnum en það fengust engin nógu lítil dekk á Norðurlandi svo ég varð að fá dekk sent með flugi úr Reykjavík og láta skutla því austur.“ Vélin í Smartinum er 42 hestöfl en hann er svo léttur að Ingimar segir kraftinn nægja. „Mér hefur að minnsta kosti tekist að láta Blönduóslögguna taka mig fyrir of hraðan akstur,“ segir hann hlæjandi að lokum. [email protected] Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Margir vildu vera í sporum Ingimars Björns Davíðssonar starfsmanns Menningarmiðstöðvarinnar Listagils á Akureyri þegar hann kaupir eldsneyti á bílinn sinn. „Ég er enginn bílakarl,“ tekur Ingimar fram í upphafi spjalls. „Ég vil bara komast frá A til B á nógu hagkvæman máta og það hefur tekist á þessum bíl í rúmt ár.“ Ökutækið sem um ræðir er tveggja sæta blæjubíll sem heitir Smart for two. Eigandinn fræðir mig um að slíkir bílar séu framleiddir af Chryshler-samsteypunni og hafi komið fram á sjónarsviðið í kringum aldamótin. „Þetta var hugmynd sem unnin var í samstarfi Mercedes og Swatch-úrafyrirtækisins sem gerði „flikk flakk“-barnaúrin. Hugmyndin var að gera lítinn og sparneytinn nútímaborgarbíl sem rúmaði tvær manneskjur og kassa af bjór. Það væri ekkert meira sem þyrfti. Ég var búinn að sjá þessa bíla erlendis og hreifst strax af þeim. Svo þegar ég sá þennan á Bifreiðasölunni þá slengdi ég mér á hann og hann hefur gengið eins og klukka. Hann gengur fyrir dísilolíu og eyðir svona þremur til fjórum lítrum í innanbæjarakstri. Ég kemst af með sex til sjö þúsund á mánuði í eldsneyti þannig að þetta er hinn fullkomni kreppubíll.“ Ingimar Björn telur um 20-30 Smart bíla á landinu og segir þá flutta inn af einstaklingum. „Það er ekkert umboð fyrir þessa bíla hér en bæði Hekla og Ræsir geta þjónustað þá. Fyrirtækið úti vill ekki selja þá hér nema sett verði upp Smart-miðstöð,“ upplýsir hann. Einu sinni kveðst Ingimar hafa lent í smá vandræðum. „Ég var austur á Mývatni þegar sprakk á bílnum en það fengust engin nógu lítil dekk á Norðurlandi svo ég varð að fá dekk sent með flugi úr Reykjavík og láta skutla því austur.“ Vélin í Smartinum er 42 hestöfl en hann er svo léttur að Ingimar segir kraftinn nægja. „Mér hefur að minnsta kosti tekist að láta Blönduóslögguna taka mig fyrir of hraðan akstur,“ segir hann hlæjandi að lokum. [email protected]
Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið