Velski hnefaleikarinn Joe Calzaghe hefur ákveðið að afsala sér WBC titlinum í millivigt til að fá tækifæri til að mæta Roy Jones jr í bardaga um léttvigtartitilinn síðar á árinu.
Sagt er að þeir Calzaghe og Jones muni berjast þann 20. september, en það hefur enn ekki verið staðfest.
Calzaghe hefur ekki tapað í 45 bardögum á ferlinum en hætt er við að bardagi hans við Jones yrði hans síðasti á ferlinum.
Jones er fyrrum meistari í fjórum þyngdarflokkum, en átti góða endurkomu í síðasta bardaga sínum og sýndi að hann er hvergi nærri dauður úr öllum æðum.