Gengi hlutabréfa í Flögu rauk upp um 2,7 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Kaupþingi, sem fór upp um tæpt 1,1 prósent. Gengi Glitnis, SPRON og Straums hækkaði sömuleiðis en undir einu prósent.
Engin hreyfing var á öðrum hlutabréfum á fyrstu mínútunum.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,54 prósent í byrjun dags og stendur hún í 5.254 stigum.