Af sprotum sprettur ný framtíð 22. október 2008 00:01 Björk Guðmundsdóttir. Forsvarsmenn Hugsprettu telja að um 250 manns hafi setið fyrirlestra um sjálfstæða sköpun í Háskólabíói um síðustu helgi. Björk vann að því bæði laugardag og sunnudag að leggja grunninn að atvinnuskapandi verkefnum. Mynd/HAG „Það er fullt af tækifærum," segir dr. Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks, nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins. Hann mælir með því að fólk hætti að horfa til fortíðar, brjóti baksýnisspegilinn og gefi í fram á veg. Hann segir ekkert að óttast. Klak ásamt frumkvöðlasetrinu Innovit stóðu saman að ráðstefnunni Hugspretta landnám nýrra hugmynda á laugardag í félagi við stúdentafélög Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst, Listaháskólans og Keilis á Keflavíkurflugvelli. Markmiðið var að fá ungt fólk til að snúa bökum saman og vinna að stefnumótun fyrir framtíð Íslands og sjá eigin tækifæri til nýsköpunar. Ráðstefnan átti sér skamman aðdraganda. „Við ákváðum þetta með viku fyrirvara," segir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Innovit. Menn hafi ákveðið að nýta tímann vel, keyra hugmyndina áfram af fullum krafti og fá jákvæðan innblástur inn í annars neikvæða umræðu eftir þrot bankanna í byrjun mánaðar sem virðist hafa fært landið inn í nýja og næsta óþekkta tíma fyrir marga. Hvert stefnir leiðir tíminn svo í ljós. „Þótt við séum að fara í gegnum erfiðleika núna, þá stöndum við sterk ef horft er lengra fram í tímann," segir Andri. Tiltölulega ódýr og einföld leið var farin til að auglýsa ráðstefnuna. Síða var sett upp á samfélagsvefnum Facebook og á vefsíðum aðildarfélaga. Þar skráði fólk sig til þátttöku. Í boði var snakk og kex, kaffi og með því ásamt kraumandi hugmyndafljóti. Innovit, sem stofnað var af háskólanemendum í fyrra, er nýsköpunar- og frumkvöðlasetur fyrir fólk með viðskiptahugmyndir en áherslan er lögð á viðskiptatækifæri sem spretta úr starfi íslenskra háskóla. Nokkur af helstu útflutningsfyrirtækjum landsins í dag urðu einmitt til upp úr verkefnum í Háskóla Íslands en voru tekin lengra. Stoðfyrirtækið Össur og matvælavinnsluvélaframleiðandinn Marel Food Systems eru dæmi um slíkt. Baklandið traustAndri þakkar fyrir sig „Þótt við séum að fara í gegnum erfiðleika núna, þá stöndum við sterk til lengri tíma litið,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Innovit.Andri og Eyþór segja báðir fjármagn skorta til sprotafyrirtækja hér á landi, ekki síst á fyrstu stigum. Þar stöndum við frændum okkar á Norðurlöndunum og víðar að baki. Andri bendir á að í nágrannalöndunum, svo sem í Danmörku og Skotlandi, setji einkafjárfestar og stjórnvöld oft á laggirnar sameiginlegan vettvang þar sem hvor um sig leggi fram lágar en jafn háar upphæðir til sprotafyrirtækja. Með þessu móti fái mörg ung sprotafyrirtæki tækifæri til að komast upp af byrjunarstiginu og vaxa frekar. „Þetta lag hefur alltaf vantað á Íslandi," segir Andri. Þetta er gömul saga, sem hollt er að hamra á. Sprotafyrirtæki sem komin eru á legg geta þó fetað ýmsa stigu í leit að fjármögnun. Innovit leiðir háskólanema eða þá sem nýútskrifaðir eru áfram auk þess sem Klak blæs til Sprotaþings tvisvar á ári og leiðir þar saman fyrirtæki og fjárfesta, sem luma á réttum leiðarvísum um krókastiguna. Auk þessa starfrækir Klak Viðskiptasmiðju, námsbraut á háskólastigi, í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn og í Lundi í Svíþjóð. Markmið námsins er að nemendur stofni fyrirtæki og hefji rekstur þess á námstímanum. Þá býr Nýsköpunarmiðstöð Íslands yfir sérfræðingum sem geta stutt við bakið á sprotamönnum og fólki sem lumar á góðum hugmyndum. Á öllum stöðum geta sprotafyrirtæki fengið þak yfir starfsemina tímabundið á meðan grunnvinnan fer fram auk þess að byggja upp tengslanet, sem er einn af mikilvægustu þáttum sprotageirans. Þekking deyr aldreiHugmyndir á blaði Niðurstöður af hugmyndavinnu þátttakenda Hugsprettu voru hengdar upp á vegg þegar vinnuhóparnir höfðu lokið sér af. Hér er lítið brot af þeim.Spurður um áhættuna sem felist í stofnun sprotafyrirtækis, sem oft eigi erfitt uppdráttar, jafnvel heyri sögunni til innan fárra ára, segir Andri ekkert að óttast. „Þekking hverfur aldrei með einu sprotafyrirtæki heldur flyst hún á milli með starfsmönnunum," segir hann. Dæmin eru mýmörg en hugbúnaðarfyrirtækið Oz, sem Guðjón Már Guðjónsson, einn þátttakenda á Hugsprettu, er þekktasta dæmið um slíkt. Margir fyrrverandi starfsmenn Oz hafa stofnað sprotafyrirtæki hér heima og erlendis á síðustu árum. Þekktast þeirra í dag er tölvuleikjafyrirtækið CCP en önnur eru Hex, Trackwell, sprotafyrirtækið Gogoyoko og fleiri til. Fræ verða tækifæriForsvarsmenn Hugsprettu telja að um 250 manns úr ýmsum greinum háskólakimans hafi setið fyrirlestra fyrri hluta ráðstefnunnar og hlýtt á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, Björk Guðmundsdóttur söngkonu, Magnús Scheving, stofnanda Latabæjar og Íþróttaálf, Guðjón Má Guðjónsson, raðfrumkvöðul sem stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Oz á sínum tíma, og fleiri. Guðjón gagnrýndi vaxtarhug stórfyrirtækja síðustu ár og tók Björk sem dæmi. Vissulega gætu fyrirtæki eflst með vexti. En varla dytti Björk í hug að kaupa bresku hljómsveitina Radiohead næst þegar hún stefndi að því að gera plötu. Í gagnrýninni fólst svo sem að fyrirtæki líta gjarnan yfirtöku á keppinautum sem nýsköpun. Með því móti sneiði þau gjarnan hjá því að þurfa að hugsa heldur taki þau yfir fyrirtæki, sem sjái um slíkt. Nýsköpun Bjarkar liggi hins vegar hjá henni sjálfri. Hún gæti ekki keypt sér forskot. Að erindum loknum gafst þátttakendum kostur á að setjast í fjölmarga vinnuhópa þar sem nýjar og ferskar hugmyndir um gjaldeyrisskapandi atvinnu voru ræddar í þaula. Fólk úr listageiranum settist þar niður með verkfræðifólki og öðrum úr skyldum og ótengdum greinum undir handleiðslu kennara og nemenda úr háskólunum sem aðild áttu að verkefninu. Þar suðu hóparnir saman nýjungar sem rötuðu á hugmyndavegg Hugsprettu að verkinu loknu. Ætla má að hundrað manns hafi tekið þátt í vinnuhópunum. Stefnt er að því að sumar af hugmyndunum verði unnið áfram með á öðrum vettvangi og er verið að móta hann nú um stundir. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Tengdar fréttir Þekking fjármálafólksins virkjuð „Bankarnir tóku allt besta fólkið. Nú verðum við að virkja þá sem missa vinnuna og koma í veg fyrir að það fari úr landi,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. 22. október 2008 00:01 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
„Það er fullt af tækifærum," segir dr. Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks, nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins. Hann mælir með því að fólk hætti að horfa til fortíðar, brjóti baksýnisspegilinn og gefi í fram á veg. Hann segir ekkert að óttast. Klak ásamt frumkvöðlasetrinu Innovit stóðu saman að ráðstefnunni Hugspretta landnám nýrra hugmynda á laugardag í félagi við stúdentafélög Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst, Listaháskólans og Keilis á Keflavíkurflugvelli. Markmiðið var að fá ungt fólk til að snúa bökum saman og vinna að stefnumótun fyrir framtíð Íslands og sjá eigin tækifæri til nýsköpunar. Ráðstefnan átti sér skamman aðdraganda. „Við ákváðum þetta með viku fyrirvara," segir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Innovit. Menn hafi ákveðið að nýta tímann vel, keyra hugmyndina áfram af fullum krafti og fá jákvæðan innblástur inn í annars neikvæða umræðu eftir þrot bankanna í byrjun mánaðar sem virðist hafa fært landið inn í nýja og næsta óþekkta tíma fyrir marga. Hvert stefnir leiðir tíminn svo í ljós. „Þótt við séum að fara í gegnum erfiðleika núna, þá stöndum við sterk ef horft er lengra fram í tímann," segir Andri. Tiltölulega ódýr og einföld leið var farin til að auglýsa ráðstefnuna. Síða var sett upp á samfélagsvefnum Facebook og á vefsíðum aðildarfélaga. Þar skráði fólk sig til þátttöku. Í boði var snakk og kex, kaffi og með því ásamt kraumandi hugmyndafljóti. Innovit, sem stofnað var af háskólanemendum í fyrra, er nýsköpunar- og frumkvöðlasetur fyrir fólk með viðskiptahugmyndir en áherslan er lögð á viðskiptatækifæri sem spretta úr starfi íslenskra háskóla. Nokkur af helstu útflutningsfyrirtækjum landsins í dag urðu einmitt til upp úr verkefnum í Háskóla Íslands en voru tekin lengra. Stoðfyrirtækið Össur og matvælavinnsluvélaframleiðandinn Marel Food Systems eru dæmi um slíkt. Baklandið traustAndri þakkar fyrir sig „Þótt við séum að fara í gegnum erfiðleika núna, þá stöndum við sterk til lengri tíma litið,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Innovit.Andri og Eyþór segja báðir fjármagn skorta til sprotafyrirtækja hér á landi, ekki síst á fyrstu stigum. Þar stöndum við frændum okkar á Norðurlöndunum og víðar að baki. Andri bendir á að í nágrannalöndunum, svo sem í Danmörku og Skotlandi, setji einkafjárfestar og stjórnvöld oft á laggirnar sameiginlegan vettvang þar sem hvor um sig leggi fram lágar en jafn háar upphæðir til sprotafyrirtækja. Með þessu móti fái mörg ung sprotafyrirtæki tækifæri til að komast upp af byrjunarstiginu og vaxa frekar. „Þetta lag hefur alltaf vantað á Íslandi," segir Andri. Þetta er gömul saga, sem hollt er að hamra á. Sprotafyrirtæki sem komin eru á legg geta þó fetað ýmsa stigu í leit að fjármögnun. Innovit leiðir háskólanema eða þá sem nýútskrifaðir eru áfram auk þess sem Klak blæs til Sprotaþings tvisvar á ári og leiðir þar saman fyrirtæki og fjárfesta, sem luma á réttum leiðarvísum um krókastiguna. Auk þessa starfrækir Klak Viðskiptasmiðju, námsbraut á háskólastigi, í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn og í Lundi í Svíþjóð. Markmið námsins er að nemendur stofni fyrirtæki og hefji rekstur þess á námstímanum. Þá býr Nýsköpunarmiðstöð Íslands yfir sérfræðingum sem geta stutt við bakið á sprotamönnum og fólki sem lumar á góðum hugmyndum. Á öllum stöðum geta sprotafyrirtæki fengið þak yfir starfsemina tímabundið á meðan grunnvinnan fer fram auk þess að byggja upp tengslanet, sem er einn af mikilvægustu þáttum sprotageirans. Þekking deyr aldreiHugmyndir á blaði Niðurstöður af hugmyndavinnu þátttakenda Hugsprettu voru hengdar upp á vegg þegar vinnuhóparnir höfðu lokið sér af. Hér er lítið brot af þeim.Spurður um áhættuna sem felist í stofnun sprotafyrirtækis, sem oft eigi erfitt uppdráttar, jafnvel heyri sögunni til innan fárra ára, segir Andri ekkert að óttast. „Þekking hverfur aldrei með einu sprotafyrirtæki heldur flyst hún á milli með starfsmönnunum," segir hann. Dæmin eru mýmörg en hugbúnaðarfyrirtækið Oz, sem Guðjón Már Guðjónsson, einn þátttakenda á Hugsprettu, er þekktasta dæmið um slíkt. Margir fyrrverandi starfsmenn Oz hafa stofnað sprotafyrirtæki hér heima og erlendis á síðustu árum. Þekktast þeirra í dag er tölvuleikjafyrirtækið CCP en önnur eru Hex, Trackwell, sprotafyrirtækið Gogoyoko og fleiri til. Fræ verða tækifæriForsvarsmenn Hugsprettu telja að um 250 manns úr ýmsum greinum háskólakimans hafi setið fyrirlestra fyrri hluta ráðstefnunnar og hlýtt á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, Björk Guðmundsdóttur söngkonu, Magnús Scheving, stofnanda Latabæjar og Íþróttaálf, Guðjón Má Guðjónsson, raðfrumkvöðul sem stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Oz á sínum tíma, og fleiri. Guðjón gagnrýndi vaxtarhug stórfyrirtækja síðustu ár og tók Björk sem dæmi. Vissulega gætu fyrirtæki eflst með vexti. En varla dytti Björk í hug að kaupa bresku hljómsveitina Radiohead næst þegar hún stefndi að því að gera plötu. Í gagnrýninni fólst svo sem að fyrirtæki líta gjarnan yfirtöku á keppinautum sem nýsköpun. Með því móti sneiði þau gjarnan hjá því að þurfa að hugsa heldur taki þau yfir fyrirtæki, sem sjái um slíkt. Nýsköpun Bjarkar liggi hins vegar hjá henni sjálfri. Hún gæti ekki keypt sér forskot. Að erindum loknum gafst þátttakendum kostur á að setjast í fjölmarga vinnuhópa þar sem nýjar og ferskar hugmyndir um gjaldeyrisskapandi atvinnu voru ræddar í þaula. Fólk úr listageiranum settist þar niður með verkfræðifólki og öðrum úr skyldum og ótengdum greinum undir handleiðslu kennara og nemenda úr háskólunum sem aðild áttu að verkefninu. Þar suðu hóparnir saman nýjungar sem rötuðu á hugmyndavegg Hugsprettu að verkinu loknu. Ætla má að hundrað manns hafi tekið þátt í vinnuhópunum. Stefnt er að því að sumar af hugmyndunum verði unnið áfram með á öðrum vettvangi og er verið að móta hann nú um stundir.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Tengdar fréttir Þekking fjármálafólksins virkjuð „Bankarnir tóku allt besta fólkið. Nú verðum við að virkja þá sem missa vinnuna og koma í veg fyrir að það fari úr landi,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. 22. október 2008 00:01 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Þekking fjármálafólksins virkjuð „Bankarnir tóku allt besta fólkið. Nú verðum við að virkja þá sem missa vinnuna og koma í veg fyrir að það fari úr landi,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. 22. október 2008 00:01