NBA í nótt: Ótrúlegur leikur í Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2008 09:45 Peja Stojakovic bregður á leik eftir að hafa tryggt New Orleans sigur í nótt. Nordic Photos / Getty Images Phoenix hélt upp á komu Shaquille O'Neal með því að bjóða upp ótrúlegan leik gegn New Orleans í nótt. Leikurinn verður sýndur á Sýn annað kvöld. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var tvíframlengdur og skoraði Peja Stojakovic, leikmaður New Orleans, sigurkörfu leiksins um leið og lokaflautið gall með skoti rétt innan þriggja stiga línunnar, í nánast ómögulegri stöðu. Þetta var þriðji sigur New Orleans á Phoenix í jafn mörgum leikjum á tímabilinu en hann var mjög tæpur í þetta sinn. New Orlenas var með átta stiga forystu í hálfleik, 63-55, en þurftu samt engu að síður að jafna metin í lok leiksins. Stojakovic var þar að verki. Chris Paul fékk svo tækifæri til að skora sigurkörfu New Orleans í blálokin en hann missti marks. Það var svo Steve Nash sem tryggði Phoenix seinni framlenginguna með þriggja stiga jöfnunarskoti þegar átta sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Leandro Brabosa var svo nýbúinn að jafna metin fyrir Phoenix í seinni framlengingunni þegar að Stojakovic tryggði New Orleans sigur sem fyrr segir. Chris Paul var með 42 stig fyrir New Orleans, Stojakovic 26 stig og Jannero Pargo 22 stig. David West var með 21 stig og þrettán fráköst. Steve Nash var stigahæstur leikmanna Phoenix með 32 stig auk þess sem hann gaf tólf stoðsendingar. Hann tapaði að vísu tíu boltum í leiknum. Amare Stoudamire var með 26 stig og 20 fráköst og þeir Boris Diaw og Barbosa með 22 stig hver. Atlanta vann sinn þriðja sigur í röð í nótt með góðum sigri á LA Lakers, 98-95. Joe Johnson skoraði úr fjórum vítaköstum á síðustu 23 sekúndum leiksins. Hann var stigahæstur með 28 stig en þeir Pau Gasol og Kobe Bryant náðu sér hvorugur almennilega á strik. Gasol hitti úr fimm af fjórtán skotum í leiknum og Bryant úr fjórum af sextán. Lamar Odom var stigahæstur leikmanna Lakers með nítján stig og Derek Fisher skoraði sautján stig. Dallas vann Milwaukee, 107-96, og náði Dirk Nowitzky sinni fyrstu þrefaldri tvennu á ferlinum í NBA-deildinni með því að skora 29 stig, taka tíu fráköst og gefa tólf stoðsendingar. Orlando vann auðveldan sigur á New Jersey, 100-84, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum tólfta leik af síðustu fjórtán. Dwight Howard skoraði 21 stig fyrir Orlando og tók þrettán fráköst. San Antonio vann sigur á Washington, 85-77. Tim Duncan skoraði 23 stig fyrir San Antonio, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Miami Heat tapaði sínum 20 leik af síðustu 21 í nótt. Í þetta sinn fyrir Detroit, 100-95. Indiana og New York höfðu samanlagt tapað þrettán leikjum í röð þegar liðin mættust í nótt. Svo fór að Indiana vann, 103-100, og tapaði New York þar með sínum sjöunda leik í röð. Úrslit annarra leikja: Boston Celtics - LA Clippers 111-100 Denver Nuggets - Utah Jazz 115-118 Sacramento Kings - Seattle Supersonics 92-105Portland Trail Blazers - Chicago Bulls 100-97 NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Phoenix hélt upp á komu Shaquille O'Neal með því að bjóða upp ótrúlegan leik gegn New Orleans í nótt. Leikurinn verður sýndur á Sýn annað kvöld. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var tvíframlengdur og skoraði Peja Stojakovic, leikmaður New Orleans, sigurkörfu leiksins um leið og lokaflautið gall með skoti rétt innan þriggja stiga línunnar, í nánast ómögulegri stöðu. Þetta var þriðji sigur New Orleans á Phoenix í jafn mörgum leikjum á tímabilinu en hann var mjög tæpur í þetta sinn. New Orlenas var með átta stiga forystu í hálfleik, 63-55, en þurftu samt engu að síður að jafna metin í lok leiksins. Stojakovic var þar að verki. Chris Paul fékk svo tækifæri til að skora sigurkörfu New Orleans í blálokin en hann missti marks. Það var svo Steve Nash sem tryggði Phoenix seinni framlenginguna með þriggja stiga jöfnunarskoti þegar átta sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Leandro Brabosa var svo nýbúinn að jafna metin fyrir Phoenix í seinni framlengingunni þegar að Stojakovic tryggði New Orleans sigur sem fyrr segir. Chris Paul var með 42 stig fyrir New Orleans, Stojakovic 26 stig og Jannero Pargo 22 stig. David West var með 21 stig og þrettán fráköst. Steve Nash var stigahæstur leikmanna Phoenix með 32 stig auk þess sem hann gaf tólf stoðsendingar. Hann tapaði að vísu tíu boltum í leiknum. Amare Stoudamire var með 26 stig og 20 fráköst og þeir Boris Diaw og Barbosa með 22 stig hver. Atlanta vann sinn þriðja sigur í röð í nótt með góðum sigri á LA Lakers, 98-95. Joe Johnson skoraði úr fjórum vítaköstum á síðustu 23 sekúndum leiksins. Hann var stigahæstur með 28 stig en þeir Pau Gasol og Kobe Bryant náðu sér hvorugur almennilega á strik. Gasol hitti úr fimm af fjórtán skotum í leiknum og Bryant úr fjórum af sextán. Lamar Odom var stigahæstur leikmanna Lakers með nítján stig og Derek Fisher skoraði sautján stig. Dallas vann Milwaukee, 107-96, og náði Dirk Nowitzky sinni fyrstu þrefaldri tvennu á ferlinum í NBA-deildinni með því að skora 29 stig, taka tíu fráköst og gefa tólf stoðsendingar. Orlando vann auðveldan sigur á New Jersey, 100-84, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum tólfta leik af síðustu fjórtán. Dwight Howard skoraði 21 stig fyrir Orlando og tók þrettán fráköst. San Antonio vann sigur á Washington, 85-77. Tim Duncan skoraði 23 stig fyrir San Antonio, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Miami Heat tapaði sínum 20 leik af síðustu 21 í nótt. Í þetta sinn fyrir Detroit, 100-95. Indiana og New York höfðu samanlagt tapað þrettán leikjum í röð þegar liðin mættust í nótt. Svo fór að Indiana vann, 103-100, og tapaði New York þar með sínum sjöunda leik í röð. Úrslit annarra leikja: Boston Celtics - LA Clippers 111-100 Denver Nuggets - Utah Jazz 115-118 Sacramento Kings - Seattle Supersonics 92-105Portland Trail Blazers - Chicago Bulls 100-97
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira