Friðlaus í Færeyjum Hallgrímur Helgason skrifar 9. febrúar 2008 14:13 Íslendingar eru friðlaus þjóð og eiga því erfitt með að friða hús. Reykjavík er ennþá borg innréttinganna. Sumir barir í bænum breyta um nafn og stíl á hálfs árs fresti. Mér datt í hug að skiltafyrirtækin gætu framleitt séríslensk flettiskilti til notkunar yfir dyrum verslana og skemmtistaða. Þannig mætti spara stórfé. Nýr eigandi þyrfti ekki annað en fletta fram nýja nafninu á barnum á sama gamla skiltinu. Kannski væri líka hægt að hanna innréttingar sem snúa mætti við með einu handtaki og búmm: Rex er orðinn Tex-Mex. Hið eylenska óþol gerir okkur ólík grönnum okkar. Skandínavinn er stabílli týpa en jeppaglaður Frónbúinn sem alltaf er til í að skilja við konuna, krakkann og karríerinn og sigla á VISAkortinu einu saman niður Níl og Rín og opna svo nuddbar í Amsterdam. Nuddbar sem breytist í karaoke kaffihús eftir þrjá mánuði og sæbar eftir sjö. Íslendingar eru menn framtíðar en ekki fortíðar. Fyrir nokkrum árum dvaldi ég í Færeyjum yfir ansi langa helgi. Færeyingar eiga að heita frændur okkar en eitthvað virðist vanta upp á skyldleikann. Spurning um að fara fram á DNA-próf. Þessir þokuvönu brattabúar eru íhaldssamir í meira lagi og leyfa sér enga ævintýramennsku að hætti granna sinna, njálgverjanna í norðri. Í Færeyjum eru öll ný hús byggð með gamla góða laginu og dans þeirra og matarvenjur fylgja aldagömlum hefðum. Fyrir vikið er byggðin fögur að sjá, yndislegur heildarsvipur á borg og bæ, torfþök og tjullerí. Yfir að líta er Þórshöfn eins og dansleikur frá nítjándu öld, þar sem hvert hús stendur stillt á sínum þjóðbúningi, og bíður þess að dansinn hefjist. Undantekningin er hin rammíslenska Bónus-verslun, sem rekin er í glænýrri og ljómandi ljótri byggingu sem félli faglega inn í hvaða smiðjuhverfi okkar sem væri. Samt sem áður leið mér hvergi betur en þar. Þegar maður var orðinn þreyttur á samræmdri fegurð fortíðar var unaðslegt að koma í Bónus í Þórshöfn og svala heimþránni á bragðlausum Bónusdjús blönduðum í sviplausri skemmu í Kópavogi. Þá loks skildi maður það sem Andy heitinn Warhol sagði á sínum tíma: „Fallegasti staðurinn í Róm er McDonalds". Að fljúga heim var eins og að sleppa burt af risavöxnu minjasafni. Það er áhugavert að líta við á slíkri stofnun en að búa þar er ekki fyrir Íslending. Að svífa inn yfir víðfeðmt land okkar eftir dagana í þröngeyjum var eins og að koma til Ameríku; vítt til veggja og langt til fjalla, og allir til í allt. Frelsi! (En fortíðarhyggju Færeyinga fylgir afturhald í menningu og þröngsýni í þjóðmálum. Þetta er þjóð sem á eftir að koma út úr skápnum, þeirri miklu danasmíð. Í samanburðinum er Ísland nýjungasjúk og hátæknivædd hommaparadís.) Mér var hugsað til þessa alls í umræðunni um Laugavegshúsin. Ég hef sveiflast út og suður í spursmálinu: verndun götumyndar eða nútímaleg uppbygging. Þetta er auðvitað klassískt efamál. Þegar Neró ruddi kofabyggðinni burt úr miðborg Rómar ráku húsafriðunarsinnar upp ramakvein, vildu vernda það sem keisarinn taldi heilsuspillandi húsnæði. Þegar ný Róm var risin var hún svo glæsileg og vel heppnuð að enginn sá eftir gömlu bárujárnskoppunum. En við erum auðvitað engir Rómverjar. Og þó Davíð komist líklega næst því að hafa verið okkar Neró var hann aldrei jafn stórtækur, og átti heldur ekki arkitektana í að reisa Róm norðursins. Og þar liggur húshundurinn grafinn. Við getum aldrei treyst því að eitthvað stórfenglegt komi í stað gömlu kofanna. Lengi vildi ég láta af rómantík og gera Laugaveginn að fjögurra hæða Striki frá Hlemmi að Lækjartorgi, en í seinni tíð er ég farinn að efast. Konum nærri mér eru gömlu húsin kær og segja þau sér-reykvísk. Við eigum ekki að herma eftir öðrum heldur þora að vera við sjálf. En hvernig erum við „við sjálf"? Í því yndislega Grjótaþorpi líður mér alltaf eins og ég sé ekki í Reykjavík, eins og það sé bara eitthvert svindl í gangi. Íslendingurinn í mér fær samviskubit. Þetta er hreinlega of fallegt. Óþolið heimtar meiri óreiðu. En þegar komið er niður á Ingólfstorg er maður kominn heim. Til Íslands. Þar sem öllu ægir saman: gamalt og nýtt, ljótt og sætt. Steinhús, timburhús, Thorvaldsensfélag og hjólabretti. Óreiðan er okkar stíll. Hún endurspeglar kraftinn sem býr í þjóðarsálinni. Færeyjar eru sjálfar jafn áferðarfallegar og húsin sem þar standa. Ísland er hrjóstrugt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Íslendingar eru friðlaus þjóð og eiga því erfitt með að friða hús. Reykjavík er ennþá borg innréttinganna. Sumir barir í bænum breyta um nafn og stíl á hálfs árs fresti. Mér datt í hug að skiltafyrirtækin gætu framleitt séríslensk flettiskilti til notkunar yfir dyrum verslana og skemmtistaða. Þannig mætti spara stórfé. Nýr eigandi þyrfti ekki annað en fletta fram nýja nafninu á barnum á sama gamla skiltinu. Kannski væri líka hægt að hanna innréttingar sem snúa mætti við með einu handtaki og búmm: Rex er orðinn Tex-Mex. Hið eylenska óþol gerir okkur ólík grönnum okkar. Skandínavinn er stabílli týpa en jeppaglaður Frónbúinn sem alltaf er til í að skilja við konuna, krakkann og karríerinn og sigla á VISAkortinu einu saman niður Níl og Rín og opna svo nuddbar í Amsterdam. Nuddbar sem breytist í karaoke kaffihús eftir þrjá mánuði og sæbar eftir sjö. Íslendingar eru menn framtíðar en ekki fortíðar. Fyrir nokkrum árum dvaldi ég í Færeyjum yfir ansi langa helgi. Færeyingar eiga að heita frændur okkar en eitthvað virðist vanta upp á skyldleikann. Spurning um að fara fram á DNA-próf. Þessir þokuvönu brattabúar eru íhaldssamir í meira lagi og leyfa sér enga ævintýramennsku að hætti granna sinna, njálgverjanna í norðri. Í Færeyjum eru öll ný hús byggð með gamla góða laginu og dans þeirra og matarvenjur fylgja aldagömlum hefðum. Fyrir vikið er byggðin fögur að sjá, yndislegur heildarsvipur á borg og bæ, torfþök og tjullerí. Yfir að líta er Þórshöfn eins og dansleikur frá nítjándu öld, þar sem hvert hús stendur stillt á sínum þjóðbúningi, og bíður þess að dansinn hefjist. Undantekningin er hin rammíslenska Bónus-verslun, sem rekin er í glænýrri og ljómandi ljótri byggingu sem félli faglega inn í hvaða smiðjuhverfi okkar sem væri. Samt sem áður leið mér hvergi betur en þar. Þegar maður var orðinn þreyttur á samræmdri fegurð fortíðar var unaðslegt að koma í Bónus í Þórshöfn og svala heimþránni á bragðlausum Bónusdjús blönduðum í sviplausri skemmu í Kópavogi. Þá loks skildi maður það sem Andy heitinn Warhol sagði á sínum tíma: „Fallegasti staðurinn í Róm er McDonalds". Að fljúga heim var eins og að sleppa burt af risavöxnu minjasafni. Það er áhugavert að líta við á slíkri stofnun en að búa þar er ekki fyrir Íslending. Að svífa inn yfir víðfeðmt land okkar eftir dagana í þröngeyjum var eins og að koma til Ameríku; vítt til veggja og langt til fjalla, og allir til í allt. Frelsi! (En fortíðarhyggju Færeyinga fylgir afturhald í menningu og þröngsýni í þjóðmálum. Þetta er þjóð sem á eftir að koma út úr skápnum, þeirri miklu danasmíð. Í samanburðinum er Ísland nýjungasjúk og hátæknivædd hommaparadís.) Mér var hugsað til þessa alls í umræðunni um Laugavegshúsin. Ég hef sveiflast út og suður í spursmálinu: verndun götumyndar eða nútímaleg uppbygging. Þetta er auðvitað klassískt efamál. Þegar Neró ruddi kofabyggðinni burt úr miðborg Rómar ráku húsafriðunarsinnar upp ramakvein, vildu vernda það sem keisarinn taldi heilsuspillandi húsnæði. Þegar ný Róm var risin var hún svo glæsileg og vel heppnuð að enginn sá eftir gömlu bárujárnskoppunum. En við erum auðvitað engir Rómverjar. Og þó Davíð komist líklega næst því að hafa verið okkar Neró var hann aldrei jafn stórtækur, og átti heldur ekki arkitektana í að reisa Róm norðursins. Og þar liggur húshundurinn grafinn. Við getum aldrei treyst því að eitthvað stórfenglegt komi í stað gömlu kofanna. Lengi vildi ég láta af rómantík og gera Laugaveginn að fjögurra hæða Striki frá Hlemmi að Lækjartorgi, en í seinni tíð er ég farinn að efast. Konum nærri mér eru gömlu húsin kær og segja þau sér-reykvísk. Við eigum ekki að herma eftir öðrum heldur þora að vera við sjálf. En hvernig erum við „við sjálf"? Í því yndislega Grjótaþorpi líður mér alltaf eins og ég sé ekki í Reykjavík, eins og það sé bara eitthvert svindl í gangi. Íslendingurinn í mér fær samviskubit. Þetta er hreinlega of fallegt. Óþolið heimtar meiri óreiðu. En þegar komið er niður á Ingólfstorg er maður kominn heim. Til Íslands. Þar sem öllu ægir saman: gamalt og nýtt, ljótt og sætt. Steinhús, timburhús, Thorvaldsensfélag og hjólabretti. Óreiðan er okkar stíll. Hún endurspeglar kraftinn sem býr í þjóðarsálinni. Færeyjar eru sjálfar jafn áferðarfallegar og húsin sem þar standa. Ísland er hrjóstrugt.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun