Tottenham og Bolton unnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2008 22:01 Dimitar Berbatov skoraði fyrra mark Tottenham í Prag. Nordic Photos / Getty Images Ensku liðin Tottenham og Bolton unnu bæði viðureignir sínar í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld. Tottenham hafði mikla yfirburði gegn Slavia Prag á útivelli en var engu að síður nálægt því að missa niður unnin leik í jafntefli. En Tottenham náði að innbyrða sigurinn að lokum, 2-1. Þá vann Bolton nauman sigur á Atletico Madrid, 1-0, þar sem hæst bar rauða spjaldið sem Sergio Aguero fékk í síðari hálfleik en Bolton skoraði svo strax í kjölfarið. Tottenham fékk óskabyrjun í Prag þar sem að Dimitar Berbatov skoraði með laglegu skoti strax á fjórðu mínútu. Heimamenn héldu þó haus og reyndu að sækja af fremsta megni. En agaður sóknarleikur Tottenham skilaði liðinu öðru marki áður en hálfleikurinn var liðinn. Jermaine Jenas átti þátt í fyrra markinu og lagði upp það síðara fyrir Robbie Keane sem kláraði færið af miklum sóma. Tottenham hafði þó mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðu þess vegna getað skorað fleiri mörk en þau tvö sem komu. Gestirnir höfðu áfram yfirburði í upphafi síðari hálfleiksins í Prag en mistök Radek Cerny gerði það að verkum að leikmenn Slavia komust aftur inn í leikinn. Cerny misti af fyrirgjöf og David Strihavka nýtti sér gjöfina og kom heimamönnum á blað á 69. mínútu. Berbatov fékk nokkur færi til að bæta í forystu Tottenham en heimamenn voru einnig nálægt því að jafna metin. Allt kom fyrir ekki og því niðurstaðan góður sigur Tottenham í Prag. Staðan í viðureign Bolton og Atletico Madrid var markalaus í fyrri hálfleik en bæði lið fengu þó sín færi. Leikmenn Atletico voru þó með yfirburði í síðari hálfleik allt þar til Sergio Aguero braut á Matt Taylor um miðjan síðari hálfleikinn. Aguero gerði svo eitthvað sem verðskuldaði rautt spjald. Vangaveltur voru um að hann hefði hrækt á annan aðstoðardómara leiksins. Til að bæta gráu á svart skoraði Bolton eina mark leiksins úr kjölfarið en El Hadji Diouf var þar að verki á 74. mínútu. Það reyndist eina mark leiksins og niðurstaðan afar sætur sigur Bolton á heimavelli. Úrslit annarra leikja í kvöld: Aberdeen - Bayern München 2-2 Zürich - Hamburg 1-3 Rosenborg - Fiorentina 0-1 Benfica - Nürnberg (1-0, leik ekki lokið) Evrópudeild UEFA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Ensku liðin Tottenham og Bolton unnu bæði viðureignir sínar í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld. Tottenham hafði mikla yfirburði gegn Slavia Prag á útivelli en var engu að síður nálægt því að missa niður unnin leik í jafntefli. En Tottenham náði að innbyrða sigurinn að lokum, 2-1. Þá vann Bolton nauman sigur á Atletico Madrid, 1-0, þar sem hæst bar rauða spjaldið sem Sergio Aguero fékk í síðari hálfleik en Bolton skoraði svo strax í kjölfarið. Tottenham fékk óskabyrjun í Prag þar sem að Dimitar Berbatov skoraði með laglegu skoti strax á fjórðu mínútu. Heimamenn héldu þó haus og reyndu að sækja af fremsta megni. En agaður sóknarleikur Tottenham skilaði liðinu öðru marki áður en hálfleikurinn var liðinn. Jermaine Jenas átti þátt í fyrra markinu og lagði upp það síðara fyrir Robbie Keane sem kláraði færið af miklum sóma. Tottenham hafði þó mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðu þess vegna getað skorað fleiri mörk en þau tvö sem komu. Gestirnir höfðu áfram yfirburði í upphafi síðari hálfleiksins í Prag en mistök Radek Cerny gerði það að verkum að leikmenn Slavia komust aftur inn í leikinn. Cerny misti af fyrirgjöf og David Strihavka nýtti sér gjöfina og kom heimamönnum á blað á 69. mínútu. Berbatov fékk nokkur færi til að bæta í forystu Tottenham en heimamenn voru einnig nálægt því að jafna metin. Allt kom fyrir ekki og því niðurstaðan góður sigur Tottenham í Prag. Staðan í viðureign Bolton og Atletico Madrid var markalaus í fyrri hálfleik en bæði lið fengu þó sín færi. Leikmenn Atletico voru þó með yfirburði í síðari hálfleik allt þar til Sergio Aguero braut á Matt Taylor um miðjan síðari hálfleikinn. Aguero gerði svo eitthvað sem verðskuldaði rautt spjald. Vangaveltur voru um að hann hefði hrækt á annan aðstoðardómara leiksins. Til að bæta gráu á svart skoraði Bolton eina mark leiksins úr kjölfarið en El Hadji Diouf var þar að verki á 74. mínútu. Það reyndist eina mark leiksins og niðurstaðan afar sætur sigur Bolton á heimavelli. Úrslit annarra leikja í kvöld: Aberdeen - Bayern München 2-2 Zürich - Hamburg 1-3 Rosenborg - Fiorentina 0-1 Benfica - Nürnberg (1-0, leik ekki lokið)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira