Hriplek vörn varð Börsungum að falli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. mars 2008 21:18 Leikmenn Valencia fagna einu marka sinna í kvöld. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn er Valencia vann verðskuldaðan sigur á Barcelona, 3-2, í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar. Eiður átti mjög fínan leik í liði Börsunga og var einn fárra í liðinu sem komst sæmilega vel frá sínu. Það var fyrst og fremst mikill klunnaskapur í varnarleik liðsins sem varð því að falli í dag. Fyrsta mark Valencia var reyndar glæsilegt en fyriliði liðsins, Ruben Baraja, átti þá fast skot utan vítateigs sem söng efst í markhorninu fær. Skiptu engu þó hann væri umvafinn varnarmönnum Barcelona. Markið kom á 17. mínútu en gestirnir voru engu að síður meira með boltann. Það gekk þó heldur illa að byggja upp almennilegar sóknir en þess í stað beittu heimamenn stórhættulegum skyndisóknum. Táningurinn Juan Mata bætti svo við öðru marki skömmu áður en hálfleikurinn var flautaður af. Eftir mikinn darraðadans þar sem þeir Puyol, Milito og Toure féllu nánast hver um annan barst boltinn á Mata sem kláraði færið örugglega. Svipaða sögu var að segja af síðari hálfleiknum en meira líf færðist í sóknarleik Börsunga eftir að Toure fór af velli og Thierry Henry kom inn á í hans stað. Sylvinho kom einnig inn á fyrir Abidal og það var samvinna varamannanna sem skilaði fyrra marki Börsunga. Sylvinho gaf þá laglega sendingu sem Henry skallaði í stöngina og inn. En sjónvarpsmennirnir spænsku voru varla búnir að endursýna markið þegar að Valencia skoraði öðru sinni og endurheimti þar með tveggja marka forskot sitt. David Silva átti þá sendingu frá hægri sem barst á Mata sem náði að koma honum í markið þó svo að varnarmenn Börsunga voru ágætlega staðsettir fyrir framan markið. Samuel Eto'o átt alls ekki góðan dag en hann skoraði þó annað mark Börsunga þegar um tíu míntútur voru til leiksloka. Hann fékk þá boltann á vítateigslínunni og náði að klára færið vel. Börsungar reyndu hvað þeir gátu til að skora jöfnunarmarkið og þar með tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn en allt kom fyrir ekki. Valencia mætir Getafe í úrslitum spænsku bikarkeppninnar. Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn er Valencia vann verðskuldaðan sigur á Barcelona, 3-2, í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar. Eiður átti mjög fínan leik í liði Börsunga og var einn fárra í liðinu sem komst sæmilega vel frá sínu. Það var fyrst og fremst mikill klunnaskapur í varnarleik liðsins sem varð því að falli í dag. Fyrsta mark Valencia var reyndar glæsilegt en fyriliði liðsins, Ruben Baraja, átti þá fast skot utan vítateigs sem söng efst í markhorninu fær. Skiptu engu þó hann væri umvafinn varnarmönnum Barcelona. Markið kom á 17. mínútu en gestirnir voru engu að síður meira með boltann. Það gekk þó heldur illa að byggja upp almennilegar sóknir en þess í stað beittu heimamenn stórhættulegum skyndisóknum. Táningurinn Juan Mata bætti svo við öðru marki skömmu áður en hálfleikurinn var flautaður af. Eftir mikinn darraðadans þar sem þeir Puyol, Milito og Toure féllu nánast hver um annan barst boltinn á Mata sem kláraði færið örugglega. Svipaða sögu var að segja af síðari hálfleiknum en meira líf færðist í sóknarleik Börsunga eftir að Toure fór af velli og Thierry Henry kom inn á í hans stað. Sylvinho kom einnig inn á fyrir Abidal og það var samvinna varamannanna sem skilaði fyrra marki Börsunga. Sylvinho gaf þá laglega sendingu sem Henry skallaði í stöngina og inn. En sjónvarpsmennirnir spænsku voru varla búnir að endursýna markið þegar að Valencia skoraði öðru sinni og endurheimti þar með tveggja marka forskot sitt. David Silva átti þá sendingu frá hægri sem barst á Mata sem náði að koma honum í markið þó svo að varnarmenn Börsunga voru ágætlega staðsettir fyrir framan markið. Samuel Eto'o átt alls ekki góðan dag en hann skoraði þó annað mark Börsunga þegar um tíu míntútur voru til leiksloka. Hann fékk þá boltann á vítateigslínunni og náði að klára færið vel. Börsungar reyndu hvað þeir gátu til að skora jöfnunarmarkið og þar með tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn en allt kom fyrir ekki. Valencia mætir Getafe í úrslitum spænsku bikarkeppninnar.
Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira