Vér alvörukapítalistar! Þráinn Bertelsson skrifar 23. júní 2008 07:00 Alvörukapítalisti lítur á samkeppni sem óhjákvæmilegan hlut. Ekki sérlega geðslegan en óumflýjanlegan. Ef maður stendur sig betur en keppinautarnir þá er það gott. Ef ekki þá á maður ekkert erindi í samkeppnisgreinar, ekki fremur en öllum er gefið að hafa áhuga eða taka þátt í keppnisíþróttum. Alvörukapítalisti gefur dauðann og djöfulinn í fyrirgreiðslu frá ríkinu og framleiðir eitthvað sem almenningur vill kaupa. Rétt er að taka það fram að lífið sjálft kenndi mér kapítalisma - mér hefur aldrei dottið í hug að réttlætið eigi lögheimili á markaðstorginu. Pilsfaldakapítalistinn er hins vegar hugleysingi sem talar digurbarkalega til að leyna því að hann óttast samkeppni. Hann reiðir sig á fyrirgreiðslu frá ríkinu gegnum pólitísk tengsl, skyldleika, tengdir eða undirlægjuhátt (samanber tárvotar blaðagreinar um að ekki megi láta skyldleika barna valdapólitíkusa við foreldra sína verða afkvæmunum fjötur um fót á teppalagðri framabraut hjá hinu opinbera). Ríki er í eðli sínu fjöldasamtök og eðli og tilgangur fjöldasamtaka er að hugsa um hagsmuni heildarinnar - en ekki að koma sér upp dekurdýrum sem þykjast vera að keppa við hvert annað á dúnmjúkum markaði með ríkisábyrgð samanbrotna undir flösusjampóinu og rakspíra með Boss- eða Beckhamslykt. Vér alvörukapítalistar erum eins og flær sem lifa á hundi. Hundurinn er þjóðin og ríkisstjórn og Alþingi eru hundahirðar og hundahreinsunarmenn. Við ætlumst ekki til annars en hundurinn haldi áfram að tóra svo að við getum haldið áfram að sjúga úr honum okkar næringu samkvæmt lögmálum náttúrunnar. Pilsfaldaliðið vill láta ríkið geyma hundinn í búri til að sjúga úr honum blóðið til að vökva sérvaldar flær af hægri síðunni svo að þær þurfi ekkert að hafa fyrir lífinu. Alvörukapítalistar eins og Warren Buffett (og ég) teljum hins vegar að flærnar eigi að bjarga sér sjálfar og best sé að hundurinn hlaupi um frjáls svo lengi sem hann bítur engan. Líka að hann ráði því sjálfur hvort eða hvenær hann klórar af sér þær flærnar sem bíta sárast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Alvörukapítalisti lítur á samkeppni sem óhjákvæmilegan hlut. Ekki sérlega geðslegan en óumflýjanlegan. Ef maður stendur sig betur en keppinautarnir þá er það gott. Ef ekki þá á maður ekkert erindi í samkeppnisgreinar, ekki fremur en öllum er gefið að hafa áhuga eða taka þátt í keppnisíþróttum. Alvörukapítalisti gefur dauðann og djöfulinn í fyrirgreiðslu frá ríkinu og framleiðir eitthvað sem almenningur vill kaupa. Rétt er að taka það fram að lífið sjálft kenndi mér kapítalisma - mér hefur aldrei dottið í hug að réttlætið eigi lögheimili á markaðstorginu. Pilsfaldakapítalistinn er hins vegar hugleysingi sem talar digurbarkalega til að leyna því að hann óttast samkeppni. Hann reiðir sig á fyrirgreiðslu frá ríkinu gegnum pólitísk tengsl, skyldleika, tengdir eða undirlægjuhátt (samanber tárvotar blaðagreinar um að ekki megi láta skyldleika barna valdapólitíkusa við foreldra sína verða afkvæmunum fjötur um fót á teppalagðri framabraut hjá hinu opinbera). Ríki er í eðli sínu fjöldasamtök og eðli og tilgangur fjöldasamtaka er að hugsa um hagsmuni heildarinnar - en ekki að koma sér upp dekurdýrum sem þykjast vera að keppa við hvert annað á dúnmjúkum markaði með ríkisábyrgð samanbrotna undir flösusjampóinu og rakspíra með Boss- eða Beckhamslykt. Vér alvörukapítalistar erum eins og flær sem lifa á hundi. Hundurinn er þjóðin og ríkisstjórn og Alþingi eru hundahirðar og hundahreinsunarmenn. Við ætlumst ekki til annars en hundurinn haldi áfram að tóra svo að við getum haldið áfram að sjúga úr honum okkar næringu samkvæmt lögmálum náttúrunnar. Pilsfaldaliðið vill láta ríkið geyma hundinn í búri til að sjúga úr honum blóðið til að vökva sérvaldar flær af hægri síðunni svo að þær þurfi ekkert að hafa fyrir lífinu. Alvörukapítalistar eins og Warren Buffett (og ég) teljum hins vegar að flærnar eigi að bjarga sér sjálfar og best sé að hundurinn hlaupi um frjáls svo lengi sem hann bítur engan. Líka að hann ráði því sjálfur hvort eða hvenær hann klórar af sér þær flærnar sem bíta sárast.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun