Lyftistöng fyrir mannlífið Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 6. ágúst 2008 06:00 Hin einkennilega borgarstjórn hefur nú getið af sér deilur þar sem ýmsir spekingar viðra miklar skoðanir á straumum og stefnum í arkitektúr í fortíð og framtíð. Sumir vilja absólút sjá nýja tillögu um Listaháskóla Íslands við Laugaveg verða óbreytta að veruleika. Telja að sérviskuleg hugmynd borgarstjóra um nítjándu aldar götumynd sé í besta falli rómantísk en í versta falli óígrunduð og eigi enga stoð í skynsemi eða raunveruleika. Dýrar lóðir þurfi auðvitað að nýta sem best og fermetrafjöldi bárujárnskofanna beri ekki þann arð sem þarf. Undirliggjandi er hugsanlega að ákvarðanir skammtímamanns skuli eiga sér stuttan líftíma. Aðrir kunna ekki jafnvel að meta nútímalegt útlit fyrirhugaðs húss en vilja endilega finna lausn á málinu. Það hlýtur að vera hægt að mjatla þessu einhvern veginn, rífa minna, fela nýbygginguna bak við gömlu húsin eða eitthvað. Skoðanaskiptin snúast þannig mest um útlit byggingarinnar. Hvort hún eigi að falla inn í umhverfið sem fyrir er eða gefa tóninn fyrir framtíðina. Eiginlega gleymdist svolítið að ræða hvort yfirhöfuð er pláss á þessum stað fyrir heilan háskóla. Við skipulag lóðarinnar var mjög horft til þess fjörs sem sjálfur listaháskólinn myndi færa miðborginni. Aðalatriðið er að tilkoma skólans þarna niðri í bæ verði svo mikil viðbót við mannlífið, lyftistöng fyrir menninguna og gott ef ekki bara ný lífæð fyrir miðborgina. Fyrirfram alveg borðleggjandi. Engin spurningarmerki þar. En þótt skólinn hafi lengi verið staðsettur meðal annars í Skipholtinu og Laugarnesinu þá hefur iðandi mannlíf víða blómstrað betur en á þeim slóðum. Með fullri virðingu. Þessi svarthvíta umræða rúmar varla skoðun um að ef til vill væri best að bakka aðeins með þetta allt saman. Þó ekki til að láta þessa ágætu stofnun Listaháskóla Íslands þjást lengur heldur þvert á móti til að hún eignist þann besta samastað sem hún á sannarlega skilið að fá. Hús sem fyllir út í svigrúm sitt í ýmsum skilningi er varla sú umgjörð sem hentugust er sköpunarvinnu sem umfram allt þarfnast svigrúms til að dafna. Jafnvel þótt það kunni í fljótu bragði að hljóma vel að staðsetja listaháskóla á miðjum Laugaveginum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hin einkennilega borgarstjórn hefur nú getið af sér deilur þar sem ýmsir spekingar viðra miklar skoðanir á straumum og stefnum í arkitektúr í fortíð og framtíð. Sumir vilja absólút sjá nýja tillögu um Listaháskóla Íslands við Laugaveg verða óbreytta að veruleika. Telja að sérviskuleg hugmynd borgarstjóra um nítjándu aldar götumynd sé í besta falli rómantísk en í versta falli óígrunduð og eigi enga stoð í skynsemi eða raunveruleika. Dýrar lóðir þurfi auðvitað að nýta sem best og fermetrafjöldi bárujárnskofanna beri ekki þann arð sem þarf. Undirliggjandi er hugsanlega að ákvarðanir skammtímamanns skuli eiga sér stuttan líftíma. Aðrir kunna ekki jafnvel að meta nútímalegt útlit fyrirhugaðs húss en vilja endilega finna lausn á málinu. Það hlýtur að vera hægt að mjatla þessu einhvern veginn, rífa minna, fela nýbygginguna bak við gömlu húsin eða eitthvað. Skoðanaskiptin snúast þannig mest um útlit byggingarinnar. Hvort hún eigi að falla inn í umhverfið sem fyrir er eða gefa tóninn fyrir framtíðina. Eiginlega gleymdist svolítið að ræða hvort yfirhöfuð er pláss á þessum stað fyrir heilan háskóla. Við skipulag lóðarinnar var mjög horft til þess fjörs sem sjálfur listaháskólinn myndi færa miðborginni. Aðalatriðið er að tilkoma skólans þarna niðri í bæ verði svo mikil viðbót við mannlífið, lyftistöng fyrir menninguna og gott ef ekki bara ný lífæð fyrir miðborgina. Fyrirfram alveg borðleggjandi. Engin spurningarmerki þar. En þótt skólinn hafi lengi verið staðsettur meðal annars í Skipholtinu og Laugarnesinu þá hefur iðandi mannlíf víða blómstrað betur en á þeim slóðum. Með fullri virðingu. Þessi svarthvíta umræða rúmar varla skoðun um að ef til vill væri best að bakka aðeins með þetta allt saman. Þó ekki til að láta þessa ágætu stofnun Listaháskóla Íslands þjást lengur heldur þvert á móti til að hún eignist þann besta samastað sem hún á sannarlega skilið að fá. Hús sem fyllir út í svigrúm sitt í ýmsum skilningi er varla sú umgjörð sem hentugust er sköpunarvinnu sem umfram allt þarfnast svigrúms til að dafna. Jafnvel þótt það kunni í fljótu bragði að hljóma vel að staðsetja listaháskóla á miðjum Laugaveginum.