Íslenskt Væpát í Argentínu Jakob Bjarnar skrifar 15. ágúst 2009 15:00 Væpát þátturinn vinsæli. „Við munum auglýsa eftir þátttakendum auk þess sem við sérveljum nokkra," segir Pálmi Guðmundsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Það stendur mikið til á Stöð 2 sem horfir nú fram á risavaxið verkefni sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Tekist hafa samningar við rétthafa hinna vinsælu sjónvarpsþátta „Wipeout" - sem áhorfendur Stöðvar 2 þekkja svo vel - um gerð íslenskrar útgáfu þessara þátta. Fyrir þá sem ekki þekkja ganga þættirnir út á eins konar vatns-leðju-þrautakóng í nokkrum umferðum og detta keppendur út þar til einn stendur eftir sem vatns-þrautakóngur. Tökur fara fram í byrjun október og verða þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 fljótlega eftir áramót. Ekki verður ráðist í að smíða umgjörð eða þrautabraut hér heldur á að fljúga með þátttakendur til Buenos Aires í Argentínu. Þar er að finna heimsins stærstu þrautabraut. Þarna eru bandarísku og bresku þættirnir teknir upp. Og sá íslenski. „Aldrei áður hefur íslensk sjónvarpsstöð fengið að taka upp þáttaröð í erlendri sviðsmynd. Þessir þættir hafa farið sigurgöngu um heiminn þó hugmyndin að þeim sé ekki nema eins og hálfs árs gömul," segir Pálmi. Þátttakendur verða hundrað og tuttugu talsins og verður auglýst eftir þeim sérstaklega í lok þessa mánaðar og sitja umsækjendur meðal áskrifenda Stöðvar 2 fyrir. Má búast við því að handagangur verði í öskjunni því þeir fá flug sér að kostnaðarlausu sem og gistingu og uppihald í Buenos Aires. Auk þess verða nokkrir þátttakenda sérvaldir meðal þekktra Íslendinga og Pálmi segir að leitað verði til fólks úr pólitík, skemmtibransanum, íþróttamanna og kynlegra kvista sem og hins almenna borgara. Spurður um kostnað segir Pálmi hann verulegan, á því sé engin launung, en samt sé það svo að talsvert ódýrara sé að vinna þættina úti í Argentínu og flytja mannskapinn út en smíða leikmyndina hér heima. „Við byggjum loftbrú milli Keflavíkur og Buenos Aires," segir Pálmi. Í þáttunum leika kynnar stórt hlutverk og er ekki búið að ganga frá neinu í þeim efnum. Verið var að ganga frá samningum og nú er verið að skipa í hlutverk. En eftir því sem Fréttablaðið kemst næst stendur valið á milli þeirra tveggja dúetta sem Stöð 2 hefur reitt sig hvað helst á að undanförnu: Sveppa & Audda eða Simma & Jóa. Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Við munum auglýsa eftir þátttakendum auk þess sem við sérveljum nokkra," segir Pálmi Guðmundsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Það stendur mikið til á Stöð 2 sem horfir nú fram á risavaxið verkefni sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Tekist hafa samningar við rétthafa hinna vinsælu sjónvarpsþátta „Wipeout" - sem áhorfendur Stöðvar 2 þekkja svo vel - um gerð íslenskrar útgáfu þessara þátta. Fyrir þá sem ekki þekkja ganga þættirnir út á eins konar vatns-leðju-þrautakóng í nokkrum umferðum og detta keppendur út þar til einn stendur eftir sem vatns-þrautakóngur. Tökur fara fram í byrjun október og verða þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 fljótlega eftir áramót. Ekki verður ráðist í að smíða umgjörð eða þrautabraut hér heldur á að fljúga með þátttakendur til Buenos Aires í Argentínu. Þar er að finna heimsins stærstu þrautabraut. Þarna eru bandarísku og bresku þættirnir teknir upp. Og sá íslenski. „Aldrei áður hefur íslensk sjónvarpsstöð fengið að taka upp þáttaröð í erlendri sviðsmynd. Þessir þættir hafa farið sigurgöngu um heiminn þó hugmyndin að þeim sé ekki nema eins og hálfs árs gömul," segir Pálmi. Þátttakendur verða hundrað og tuttugu talsins og verður auglýst eftir þeim sérstaklega í lok þessa mánaðar og sitja umsækjendur meðal áskrifenda Stöðvar 2 fyrir. Má búast við því að handagangur verði í öskjunni því þeir fá flug sér að kostnaðarlausu sem og gistingu og uppihald í Buenos Aires. Auk þess verða nokkrir þátttakenda sérvaldir meðal þekktra Íslendinga og Pálmi segir að leitað verði til fólks úr pólitík, skemmtibransanum, íþróttamanna og kynlegra kvista sem og hins almenna borgara. Spurður um kostnað segir Pálmi hann verulegan, á því sé engin launung, en samt sé það svo að talsvert ódýrara sé að vinna þættina úti í Argentínu og flytja mannskapinn út en smíða leikmyndina hér heima. „Við byggjum loftbrú milli Keflavíkur og Buenos Aires," segir Pálmi. Í þáttunum leika kynnar stórt hlutverk og er ekki búið að ganga frá neinu í þeim efnum. Verið var að ganga frá samningum og nú er verið að skipa í hlutverk. En eftir því sem Fréttablaðið kemst næst stendur valið á milli þeirra tveggja dúetta sem Stöð 2 hefur reitt sig hvað helst á að undanförnu: Sveppa & Audda eða Simma & Jóa.
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein