Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lovísa Arnardóttir skrifar 6. apríl 2025 16:00 Fjölskyldan hélt upp á jólin á Bahamas. Aðsend Ilmur Eir Sæmundsdóttir og Haraldur Örn Harðarson keyptu fyrir þremur árum draumaeignina sína sem þau sáu fyrir að eldast í með börnunum sínum tveimur. Í maí eiga vextirnir á láninu að losna og í staðinn fyrir að taka það á sig seldu þau parhúsið og eru á leið til Asíu með börnin sín tvö í óákveðinn tíma. „Við keyptum fyrir þremur árum 180 fermetra parhús. Vextirnir voru geggjaðir þannig þetta átti bara að vera okkar framtíðareign. Við erum búin að vera með lánið á föstum vöxtum en í maí áttu vextirnir að losna. Við reiknuðum dæmið aftur og aftur og bara fengum það ekki til að ganga upp. Við sáum að ef við ætluðum að lifa, ekki bara lifa fyrir næsta launaseðil, þá langaði okkur að breyta til.“ „Við ákváðum því að selja húsið okkar og kaupa minni íbúð í fjölbýli nærri skóla krakkanna. Við settum svo íbúðina á leigu og ætlum að fara til Asíu í eitt ár með krakkana.“ Ilmur segist hafa verið með þessa hugmynd í maganum allt frá því að börnin þeirra tvö fæddust. Hrafntýr Örn er fimm ára í dag og Valkyrja María sex ára. „Loksins stökk Haraldur um borð. Það hefur aldrei verið hentug tímasetning fyrr en núna. En nú eru vextirnir eru að hækka og ég er í tímabundnu starfi og við sáum að ef við ætluðum að gera þetta einhvern tímann, þá væri best að stökkva núna.“ Ilmur segir fjölskylduna hafa fengið smjörþefinn af ferðalögum á Bahamas um jólin og það hafi hjálpað í ákvarðanatökunni. Aðsend Ilmur er sjálf að klára tímabundin samning hjá Sýn og Haraldur er í sjálfstæðum rekstri og því var tímasetningin tilvalin. Hún segir fjölskylduna miða við að ferðast í það minnsta í eitt ár. Þau byrja í Japan og ætla svo að sjá til. Heimsækja heimaland Pokémon og Hello Kitty „Þeim líst vel á þetta, en kannski átta sig ekki almennilega á því hversu langur tími þetta er. Við höfum sagt þeim að við ætlum að fara til heimalands Pokémon og Hello Kitty og höfum sýnt þeim myndir frá því að við sjálf ferðuðumst til Asíu áður en þau fæddust.“ Ilmur og Haraldur hafa tvisvar ferðast til Asíu og hafa ferðast um nær alla álfuna saman, til Kína, Filippseyja, Malasíu, Laos, Taílandi, Víetnam, Indónesíu og Singapore. Krakkarnir nutu sín vel á Bahamas og eru spennt að fara til Asíu. Aðsend Hún gerir ekki ráð fyrir því að þau Haraldur þurfi að vinna meðan á ferðinni stendur. Þau fái leigutekjur til að greiða fyrir nýju íbúðina og svo eigi þau pening sem þau fengu eftir söluna. Það eigi að duga þeim til að geta sleppt við vinnu. „Við erum dálítið að verðlauna okkur fyrir að hafa verið dugleg að greiða af láninu okkar og hafa verið sniðug í íbúðakaupum. Við tökum þannig fjármagn út til að leyfa okkur að lifa í núinu og að þurfa ekki að hugsa um pening og vinnu. Við ætlum að njóta með krökkunum okkar, sinna heimakennslu og reyna að núllstilla okkur. Að hætta að vera í íslenska hamstrahjólinu.“ Ilmur á von á því að þetta verði meiriháttar skóli fyrir þau öll. „Þetta verður örugglega mjög skrítið. Fólk segir við okkur að þetta verði spennandi og geggjað en auðvitað verður þetta líka áskorun. Að vera saman allan þennan tíma og að sinna heimanámi krakkanna. Strákurinn ætti að vera að byrja í skóla í haust þannig við erum í raun að fara að kenna honum á skólalífið, að lesa og skrifa.“ Spennt að verja tíma með börnunum Á sama tíma segir hún börnin spennt fyrir því að taka fyrsta og annan bekk með foreldra sína sem kennarana sína. Ilmur gerir þó alveg ráð fyrir því að börnin fari líka á námskeið í alþjóðlegum skólum. „Á Balí stefnum við til dæmis á að fara á sex vikna námskeið þar sem börnin eru með foreldrum sínum á námskeiði. Þar er verið að kenna um landbúnað, arkitektúr með leir, hugleiðslu og þakklæti. Það er aðeins öðruvísi skólamáti. Það er mikið af fjölskyldum hvaðanæva úr heiminum sem hittast þarna.“ Valkyrja María með svínunum á Bahamas um jólin. Aðsend Spurð hvort hún hafi áhyggjur af því að vera án stuðningsnets segir Ilmur það ekki stórt áhyggjuefni eins og er. „Þau eru enn það lítil að við viljum reyna að njóta með þeim á meðan þau nenna að njóta með okkur. Þau verða unglingar eftir korter og munu ekkert nenna að hanga með okkur. Eitt tvö ár þar sem við fáum ekki pössun skiptir okkur ekki máli.“ Hún á þó ekki von á því að fá aldrei pössun. Fjölskyldumeðlimir sjái fyrir sér að heimsækja þau á ferðalaginu og til dæmis ætli móðir hennar að heimsækja þau í Taílandi um jólin og þau að hitta frænku hennar í Tókýó þar sem þau byrja ferðalagið. „Við verðum ekkert alveg ein.“ Passa gæludýr og stunda húsaskipti Ilmur segir alveg óákveðið hversu lengi þau ætla að dvelja í Japan eða hvert þau fara síðan. „Við ætlum bara að leyfa því að ráðast. Sjá hvernig okkur líður og krökkunum og meta það þannig. Við fylgjumst vel með heimasíðunni Trusted House Sitter þar sem fólk biður um pössun gæludýra fyrir ókeypis gistingu. Svo höfum við stundað húsaskipti og sjáum fram á að geta gert það gegn því að fólk eigi inni hjá okkur gistingu á Íslandi þegar við komum aftur heim.“ Það verða eflaust fleiri tækifærin í Asíu til að taka svona myndir. Aðsend Fjölskyldan stefnir á að fljúga út til Japan í byrjun júní. Þangað til nýta þau tímann í að pakka og flokka það sem þau eiga því þau ætla aðeins að taka með sér tvo 60 lítra bakpoka í ferðalagið. „Ég er ekki búin að þora að pakka í hann enn en þetta fær mann til hugsa extra vel um þær flíkur sem maður pakkar niður, hvort maður sé raunverulega að fara að nota þær.“ Fyrir börnin verða þau með iPad til að kenna þeim á og sjá svo fram á að geta komist í prentara ef þörf er á. Allt dót krakkanna verður eftir heima. „Við erum búin að selja og gefa stóran hluta af því sem við eigum og setja restina í geymslu. Þetta fær mann auðvitað til að taka vel til og meta hvað maður þarf raunverulega að eiga.“ „Maður er að geyma einhver föt því kannski kemst maður í þau en svo líða tíu ár og það hefur ekki enn gerst. Við erum þannig búin að taka vel til og erum að reyna að geyma sem minnst.“ Geta alltaf komið aftur heim Hún segir þau vera að reyna að gera þetta á sem skynsamlegasta máta. Ef eitthvað komi upp á geti þau alltaf komið aftur heim og eigi öryggi í íbúðinni sinni í Hafnarfirði. „Eða ef við fáum nóg. Þá getum við alltaf komið heim.“ En af hverju Asía? „Það er ódýrt og svo ólíkt Íslandi, dýralífið og menningin, maturinn. Það er svo margt sem okkur finnst skemmtilegt í Asíu og hver veit nema við förum eitthvað annað,“ segir hún og nefnir Suður-Afríku og Ástralíu. „Við látum þetta spilast.“ Ilmur Eir gerir ráð fyrir að segja frá ferðalaginu og ævintýrum fjölskyldunnar á Instagram. Japan Íslendingar erlendis Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Sjá meira
„Við keyptum fyrir þremur árum 180 fermetra parhús. Vextirnir voru geggjaðir þannig þetta átti bara að vera okkar framtíðareign. Við erum búin að vera með lánið á föstum vöxtum en í maí áttu vextirnir að losna. Við reiknuðum dæmið aftur og aftur og bara fengum það ekki til að ganga upp. Við sáum að ef við ætluðum að lifa, ekki bara lifa fyrir næsta launaseðil, þá langaði okkur að breyta til.“ „Við ákváðum því að selja húsið okkar og kaupa minni íbúð í fjölbýli nærri skóla krakkanna. Við settum svo íbúðina á leigu og ætlum að fara til Asíu í eitt ár með krakkana.“ Ilmur segist hafa verið með þessa hugmynd í maganum allt frá því að börnin þeirra tvö fæddust. Hrafntýr Örn er fimm ára í dag og Valkyrja María sex ára. „Loksins stökk Haraldur um borð. Það hefur aldrei verið hentug tímasetning fyrr en núna. En nú eru vextirnir eru að hækka og ég er í tímabundnu starfi og við sáum að ef við ætluðum að gera þetta einhvern tímann, þá væri best að stökkva núna.“ Ilmur segir fjölskylduna hafa fengið smjörþefinn af ferðalögum á Bahamas um jólin og það hafi hjálpað í ákvarðanatökunni. Aðsend Ilmur er sjálf að klára tímabundin samning hjá Sýn og Haraldur er í sjálfstæðum rekstri og því var tímasetningin tilvalin. Hún segir fjölskylduna miða við að ferðast í það minnsta í eitt ár. Þau byrja í Japan og ætla svo að sjá til. Heimsækja heimaland Pokémon og Hello Kitty „Þeim líst vel á þetta, en kannski átta sig ekki almennilega á því hversu langur tími þetta er. Við höfum sagt þeim að við ætlum að fara til heimalands Pokémon og Hello Kitty og höfum sýnt þeim myndir frá því að við sjálf ferðuðumst til Asíu áður en þau fæddust.“ Ilmur og Haraldur hafa tvisvar ferðast til Asíu og hafa ferðast um nær alla álfuna saman, til Kína, Filippseyja, Malasíu, Laos, Taílandi, Víetnam, Indónesíu og Singapore. Krakkarnir nutu sín vel á Bahamas og eru spennt að fara til Asíu. Aðsend Hún gerir ekki ráð fyrir því að þau Haraldur þurfi að vinna meðan á ferðinni stendur. Þau fái leigutekjur til að greiða fyrir nýju íbúðina og svo eigi þau pening sem þau fengu eftir söluna. Það eigi að duga þeim til að geta sleppt við vinnu. „Við erum dálítið að verðlauna okkur fyrir að hafa verið dugleg að greiða af láninu okkar og hafa verið sniðug í íbúðakaupum. Við tökum þannig fjármagn út til að leyfa okkur að lifa í núinu og að þurfa ekki að hugsa um pening og vinnu. Við ætlum að njóta með krökkunum okkar, sinna heimakennslu og reyna að núllstilla okkur. Að hætta að vera í íslenska hamstrahjólinu.“ Ilmur á von á því að þetta verði meiriháttar skóli fyrir þau öll. „Þetta verður örugglega mjög skrítið. Fólk segir við okkur að þetta verði spennandi og geggjað en auðvitað verður þetta líka áskorun. Að vera saman allan þennan tíma og að sinna heimanámi krakkanna. Strákurinn ætti að vera að byrja í skóla í haust þannig við erum í raun að fara að kenna honum á skólalífið, að lesa og skrifa.“ Spennt að verja tíma með börnunum Á sama tíma segir hún börnin spennt fyrir því að taka fyrsta og annan bekk með foreldra sína sem kennarana sína. Ilmur gerir þó alveg ráð fyrir því að börnin fari líka á námskeið í alþjóðlegum skólum. „Á Balí stefnum við til dæmis á að fara á sex vikna námskeið þar sem börnin eru með foreldrum sínum á námskeiði. Þar er verið að kenna um landbúnað, arkitektúr með leir, hugleiðslu og þakklæti. Það er aðeins öðruvísi skólamáti. Það er mikið af fjölskyldum hvaðanæva úr heiminum sem hittast þarna.“ Valkyrja María með svínunum á Bahamas um jólin. Aðsend Spurð hvort hún hafi áhyggjur af því að vera án stuðningsnets segir Ilmur það ekki stórt áhyggjuefni eins og er. „Þau eru enn það lítil að við viljum reyna að njóta með þeim á meðan þau nenna að njóta með okkur. Þau verða unglingar eftir korter og munu ekkert nenna að hanga með okkur. Eitt tvö ár þar sem við fáum ekki pössun skiptir okkur ekki máli.“ Hún á þó ekki von á því að fá aldrei pössun. Fjölskyldumeðlimir sjái fyrir sér að heimsækja þau á ferðalaginu og til dæmis ætli móðir hennar að heimsækja þau í Taílandi um jólin og þau að hitta frænku hennar í Tókýó þar sem þau byrja ferðalagið. „Við verðum ekkert alveg ein.“ Passa gæludýr og stunda húsaskipti Ilmur segir alveg óákveðið hversu lengi þau ætla að dvelja í Japan eða hvert þau fara síðan. „Við ætlum bara að leyfa því að ráðast. Sjá hvernig okkur líður og krökkunum og meta það þannig. Við fylgjumst vel með heimasíðunni Trusted House Sitter þar sem fólk biður um pössun gæludýra fyrir ókeypis gistingu. Svo höfum við stundað húsaskipti og sjáum fram á að geta gert það gegn því að fólk eigi inni hjá okkur gistingu á Íslandi þegar við komum aftur heim.“ Það verða eflaust fleiri tækifærin í Asíu til að taka svona myndir. Aðsend Fjölskyldan stefnir á að fljúga út til Japan í byrjun júní. Þangað til nýta þau tímann í að pakka og flokka það sem þau eiga því þau ætla aðeins að taka með sér tvo 60 lítra bakpoka í ferðalagið. „Ég er ekki búin að þora að pakka í hann enn en þetta fær mann til hugsa extra vel um þær flíkur sem maður pakkar niður, hvort maður sé raunverulega að fara að nota þær.“ Fyrir börnin verða þau með iPad til að kenna þeim á og sjá svo fram á að geta komist í prentara ef þörf er á. Allt dót krakkanna verður eftir heima. „Við erum búin að selja og gefa stóran hluta af því sem við eigum og setja restina í geymslu. Þetta fær mann auðvitað til að taka vel til og meta hvað maður þarf raunverulega að eiga.“ „Maður er að geyma einhver föt því kannski kemst maður í þau en svo líða tíu ár og það hefur ekki enn gerst. Við erum þannig búin að taka vel til og erum að reyna að geyma sem minnst.“ Geta alltaf komið aftur heim Hún segir þau vera að reyna að gera þetta á sem skynsamlegasta máta. Ef eitthvað komi upp á geti þau alltaf komið aftur heim og eigi öryggi í íbúðinni sinni í Hafnarfirði. „Eða ef við fáum nóg. Þá getum við alltaf komið heim.“ En af hverju Asía? „Það er ódýrt og svo ólíkt Íslandi, dýralífið og menningin, maturinn. Það er svo margt sem okkur finnst skemmtilegt í Asíu og hver veit nema við förum eitthvað annað,“ segir hún og nefnir Suður-Afríku og Ástralíu. „Við látum þetta spilast.“ Ilmur Eir gerir ráð fyrir að segja frá ferðalaginu og ævintýrum fjölskyldunnar á Instagram.
Japan Íslendingar erlendis Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Sjá meira