Ecclestone hótar Ferrari lögsókn 22. maí 2009 11:03 Ferrari hefur hótað að hætta í Formúlu 1 á næsta ár, ef reglubreytingar verða staðfestar fyrir 2010. Mynd: Kappakstur.is Deilumálið á milli Ferrari og annara keppnisliða og FIA hefur tekið á sig nýja mynd. Bernie Ecclestone hótaði Ferrari í dag lögsókn ef þeir virða ekki samninga sem FOM, fyrirtæki Ecclestone er með og lláti af hótunum um að hætta í Formúlu 1. "Það hafa öll liði skrifað undir formlega samninga þess efnis að þau ætli að keppa í Formúlu 1 til 2012. Við virðum okkar samninga og ég ætlast til að liðin virði sína", segir Ecclestone um málið. Hann á sjónvarpsréttin í Formúlu 1 og því alvarlegt mál ef stærsta liðið dregur sig úr keppni, ef það verður rauninn. Ecclestone segir að Ferrari verði jafnvel að greiða hundruði miljóna í skaðætur ef fyrirtækið dregur sig í hlé, eins og Ferrari hefur hótað. Sameiginlegur fundur allra keppnisliða er í hádeginu um borð í snekkju Flavio Briaore, framkvæmdarstjóra Renault í höfninni í Mónakó í dag. Forráðamenn ætla síðan að funda með Max Mosley forseta FIA síðar í dag og sjá hvort hægt sé að leysa málin sem deilt er um. Forráðamenn keppnisliðanna vilja ekki tvöfalda útgáfu af keppnisreglum á næsta ári og útgjaldaþak upp 40 miljón pund á hvert lið. Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Deilumálið á milli Ferrari og annara keppnisliða og FIA hefur tekið á sig nýja mynd. Bernie Ecclestone hótaði Ferrari í dag lögsókn ef þeir virða ekki samninga sem FOM, fyrirtæki Ecclestone er með og lláti af hótunum um að hætta í Formúlu 1. "Það hafa öll liði skrifað undir formlega samninga þess efnis að þau ætli að keppa í Formúlu 1 til 2012. Við virðum okkar samninga og ég ætlast til að liðin virði sína", segir Ecclestone um málið. Hann á sjónvarpsréttin í Formúlu 1 og því alvarlegt mál ef stærsta liðið dregur sig úr keppni, ef það verður rauninn. Ecclestone segir að Ferrari verði jafnvel að greiða hundruði miljóna í skaðætur ef fyrirtækið dregur sig í hlé, eins og Ferrari hefur hótað. Sameiginlegur fundur allra keppnisliða er í hádeginu um borð í snekkju Flavio Briaore, framkvæmdarstjóra Renault í höfninni í Mónakó í dag. Forráðamenn ætla síðan að funda með Max Mosley forseta FIA síðar í dag og sjá hvort hægt sé að leysa málin sem deilt er um. Forráðamenn keppnisliðanna vilja ekki tvöfalda útgáfu af keppnisreglum á næsta ári og útgjaldaþak upp 40 miljón pund á hvert lið.
Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira