Hagsmunir starfsfólks teknir fram yfir hagsmuni eigenda 10. júní 2009 00:01 Í meðalári verða til átján til 27 þúsund störf og jafn mörg glatast, segir einn eigenda Kaffitárs og fyrrverandi aðstoðarhagstofustjóri. Hann segir mikilvægt að vernda störf í niðursveiflu. Mynd/Rósa „Það er mikilvægt fyrir okkur að halda fyrirtækjum gangandi ef rekstrargrundvöllur er fyrir hendi," segir Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, fyrrverandi aðstoðarhagstofustjóri og einn eigenda Kaffitárs. Eiríkur hélt erindi um uppbyggingu Kaffitárs á málþingi Viðskiptaráðs en það var í fyrsta sinn í nítján ára sögu fyrirtækisins sem hann gerir slíkt. Það kom til af því einu að eiginkona hans Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, var á heimleið frá Gvatemala og gat það ekki. Eiríkur skrifaði nýverið grein um mikilvægi þess að halda lífi í fyrirtækjum í þeim tilgangi einum að vernda störf. Í greininni, sem hann skrifaði í félagi við Gylfa Dalmann, segir að þótt stór hluti starfa sé lagður niður á hverju ári komi ný í þeirra stað án inngripa stjórnvalda eða sérstakra aðgerða. Á miklum uppgangstímum og í harkalegri niðursveiflu, líkt og nú, verði óvenjumikil endurnýjun á vinnumarkaði. Hins vegar taki mun lengri tíma að skapa ný störf með stofnun fyrirtækja en að halda fyrirtækjum á lífi og skapa störf innan þeirra. Í mikilli niðursveiflu þegar gjaldþrot fjölda fyrirtækja blasir við skipti máli að halda lífvænlegum fyrirtækjum gangandi til að koma í veg fyrir enn meira atvinnuleysi og enn dýpri niðursveiflu sem getur endað í langvarandi kreppu. Eiríkur segir að ekki megi ruglað saman sérhagsmunum eigenda fyrirtækjanna, sem hafi tapað áhættufénu sem þeir lögðu til rekstursins, og hagsmunum starfsmanna - jafnvel almennings. „Almennt séð í atvinnulífinu er rekstrarreikningur fyrirtækja í góðu lagi. Þótt eigendurnir hafi glatað öllu sínu geta fyrirtækin lifað áfram undir nýjum eigendum. Þannig refsar markaðurinn þeim sem taka of mikla áhættu. Áhættan felst hins vegar í því að búa til ný störf frá grunni," segir hann og bendir á að þeir Gylfi áætli að á bilinu átján til 27 þúsund störf verði til í meðalári. Jafn mörg glatast á sama tíma. Endurnýjunin sé því mikil. Áhættan í slíkri endurnýjun er hins vegar sú að laun í nýjum fyrirtækjum eru iðulega lægri en í fyrirtækjum sem enn eru á lífi og því ekki eins verðmæt. Svo kunni að fara að frumkvöðlar, stofnendur fyrirtækjanna, verði að taka á sig kjaraskerðingu, jafnvel vinna launalaust í einhvern tíma til að koma „barni" sínu yfir erfiðasta hjallann. „Ef maður rekur fyrirtæki þar sem hægt er að einbeita sér að kjarnarekstrinum þá vegnar manni betur en ef maður starfar í þannig umhverfi að stöðugt þarf að glíma við erfiðan ytri ramma, svo sem kvöðina að sýna fram á að stjórn fyrirtækisins er með hreint sakavottorð" segir Eiríkur sem í erindi sínu á föstudag fjallaði um allar þær hindranir og freistingar sem þau Aðalheiður stóðu frammi fyrir á fyrstu árum rekstrarins - og gera enn. Undir smásjánni Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
„Það er mikilvægt fyrir okkur að halda fyrirtækjum gangandi ef rekstrargrundvöllur er fyrir hendi," segir Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, fyrrverandi aðstoðarhagstofustjóri og einn eigenda Kaffitárs. Eiríkur hélt erindi um uppbyggingu Kaffitárs á málþingi Viðskiptaráðs en það var í fyrsta sinn í nítján ára sögu fyrirtækisins sem hann gerir slíkt. Það kom til af því einu að eiginkona hans Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, var á heimleið frá Gvatemala og gat það ekki. Eiríkur skrifaði nýverið grein um mikilvægi þess að halda lífi í fyrirtækjum í þeim tilgangi einum að vernda störf. Í greininni, sem hann skrifaði í félagi við Gylfa Dalmann, segir að þótt stór hluti starfa sé lagður niður á hverju ári komi ný í þeirra stað án inngripa stjórnvalda eða sérstakra aðgerða. Á miklum uppgangstímum og í harkalegri niðursveiflu, líkt og nú, verði óvenjumikil endurnýjun á vinnumarkaði. Hins vegar taki mun lengri tíma að skapa ný störf með stofnun fyrirtækja en að halda fyrirtækjum á lífi og skapa störf innan þeirra. Í mikilli niðursveiflu þegar gjaldþrot fjölda fyrirtækja blasir við skipti máli að halda lífvænlegum fyrirtækjum gangandi til að koma í veg fyrir enn meira atvinnuleysi og enn dýpri niðursveiflu sem getur endað í langvarandi kreppu. Eiríkur segir að ekki megi ruglað saman sérhagsmunum eigenda fyrirtækjanna, sem hafi tapað áhættufénu sem þeir lögðu til rekstursins, og hagsmunum starfsmanna - jafnvel almennings. „Almennt séð í atvinnulífinu er rekstrarreikningur fyrirtækja í góðu lagi. Þótt eigendurnir hafi glatað öllu sínu geta fyrirtækin lifað áfram undir nýjum eigendum. Þannig refsar markaðurinn þeim sem taka of mikla áhættu. Áhættan felst hins vegar í því að búa til ný störf frá grunni," segir hann og bendir á að þeir Gylfi áætli að á bilinu átján til 27 þúsund störf verði til í meðalári. Jafn mörg glatast á sama tíma. Endurnýjunin sé því mikil. Áhættan í slíkri endurnýjun er hins vegar sú að laun í nýjum fyrirtækjum eru iðulega lægri en í fyrirtækjum sem enn eru á lífi og því ekki eins verðmæt. Svo kunni að fara að frumkvöðlar, stofnendur fyrirtækjanna, verði að taka á sig kjaraskerðingu, jafnvel vinna launalaust í einhvern tíma til að koma „barni" sínu yfir erfiðasta hjallann. „Ef maður rekur fyrirtæki þar sem hægt er að einbeita sér að kjarnarekstrinum þá vegnar manni betur en ef maður starfar í þannig umhverfi að stöðugt þarf að glíma við erfiðan ytri ramma, svo sem kvöðina að sýna fram á að stjórn fyrirtækisins er með hreint sakavottorð" segir Eiríkur sem í erindi sínu á föstudag fjallaði um allar þær hindranir og freistingar sem þau Aðalheiður stóðu frammi fyrir á fyrstu árum rekstrarins - og gera enn.
Undir smásjánni Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira