Bretar í sjokki vegna kappakstursslyss 21. júlí 2009 09:08 Henry og faðir hans John Surtees. mynd: kappakstur.is Breskir áhugamenn um kappakstur og ökumenn í ýmsum mótaröðum í kappakstri Í Bretlandi eru í sjokki vegna dauðaslyss Henry Surtees á sunnudaginn. Hann lést eftir að dekk úr öðrum bíl sem keyrði á vegg lenti í höfði hans í miðri keppni. Henry ók í Formúlu 3 keppni á Brands Hatch þegar óhappið varð á sunnudaginn. Hann ók í Formúlu 3 í fyrra og vann eitt mót, en í þeirri mótaröð varð Jamie Alguersuari meistari í fyrra. Hann var nýlega ráðinn Formúlu 1 ökumaður Torro Rosso og keppir í Ungverjalandi um næstu helgi. "Ég kynntist Henry þegar ég ók með Carlin Motorsport í fyrra. Þessi helgi átti að vera gleðigjafi vegna ráðningar minnar til Torro Rosso, en það hvílir skuggi yfir mínum málum vegna slyssins", sagði Alguersuari. "Við sem ökumenn vitum að það er áhætta í kappakstri og hætta á dauðaslysi, en hún er fremur lítil. Ég sendi Surtees fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur og mun gera mitt besta í Ungverjalandi um helgina til að heiðra minningu Henrys." Henry þótti líklegur kandídat fyrir Formúlu 1 í framtíðinni, en faðir hans John Surtees varð heimsmeistari 1964 og hefur stutt feril sonar síns með ráði og dáð. Sjá meira um óhappið Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Breskir áhugamenn um kappakstur og ökumenn í ýmsum mótaröðum í kappakstri Í Bretlandi eru í sjokki vegna dauðaslyss Henry Surtees á sunnudaginn. Hann lést eftir að dekk úr öðrum bíl sem keyrði á vegg lenti í höfði hans í miðri keppni. Henry ók í Formúlu 3 keppni á Brands Hatch þegar óhappið varð á sunnudaginn. Hann ók í Formúlu 3 í fyrra og vann eitt mót, en í þeirri mótaröð varð Jamie Alguersuari meistari í fyrra. Hann var nýlega ráðinn Formúlu 1 ökumaður Torro Rosso og keppir í Ungverjalandi um næstu helgi. "Ég kynntist Henry þegar ég ók með Carlin Motorsport í fyrra. Þessi helgi átti að vera gleðigjafi vegna ráðningar minnar til Torro Rosso, en það hvílir skuggi yfir mínum málum vegna slyssins", sagði Alguersuari. "Við sem ökumenn vitum að það er áhætta í kappakstri og hætta á dauðaslysi, en hún er fremur lítil. Ég sendi Surtees fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur og mun gera mitt besta í Ungverjalandi um helgina til að heiðra minningu Henrys." Henry þótti líklegur kandídat fyrir Formúlu 1 í framtíðinni, en faðir hans John Surtees varð heimsmeistari 1964 og hefur stutt feril sonar síns með ráði og dáð. Sjá meira um óhappið
Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira