Fyrsta tap KR í úrslitakeppninni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. apríl 2009 19:11 Brenton Birmingham skoraði 28 stig fyrir Grindavík og var afar öflugur. Nordic Photos / Getty Images KR tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í úrslitakeppni Iceland Express deild karla er liðið tapaði í Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn, 100-88. Leikurinn var afar góð skemmtun. KR byrjaði betur en Grindavík náði með góðum spretti yfirhöndinni í lok fyrsta leikhluta og lét forystuna aldrei af hendi eftir það, þó svo að oft hafi verið mjótt á mununum.Næsti leikur liðanna verður á fimmtudaginn, skírdag, í DHL-höllinni.Leik lokið: Grindavík - KR 100-88 Frábær leikur að baki. Fyrir hlutlausa körfuboltaunnendur eru gríðargóðar fréttir að fá minnst fjóra leiki í rimmu þessara tveggja frábæru liða.Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 28 (8 fráköst, 6 stoðsendingar) Nick Bradford 14 Þorleifur Ólafsson 14 (11 fráköst) Helgi Jónas Guðfinsson 12 Guðlaugur Eyjólfsson 11 Páll Kristinsson 10 Páll Axel Vilbergsson 7 Arnar Freyr Jónsson 4Stig KR: Jason Dourisseau 22 (15 fráköst) Helgi Már Magnússon 21 (10 fráköst) Jón Arnór Stefánsson 16 (12 stoðsendingar, 7 fráköst) Jakob Sigurðarson 11 Fannar Ólafsson 8 Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3 Brynjar Þór Björnsson 3 Skarphéðinn Ingason 2 Darri Hilmarsson 24. leikhluti: Grindavík - KR 100-88 (0:14 eftir) Brenton nýtir síðara vítið og Brynjar misnotar skot fyrir KR í næstu sókn. Brenton aftur á vítalínuna og setur bæði niður. Þetta er búið.4. leikhluti: Grindavík - KR 97-88 (0:23 eftir) Páll Axel fer á vítalínuna og setur bæði niður. Munurinn orðinn tólf stig sem er líklega of mikið fyrir KR. En Dourisseau setur niður þrist og heldur lífi í leiknum fyrir KR.4. leikhluti: Grindavík - KR 95-85 (0:33 eftir) Misnotuð vítaskot hjá Grindavík en ruðningur í næstu sókn KR. Spennan er gríðarleg og sekúndurnar eru gríðarlega lengi að líða. Jón Arnór brýtur svo nokkuð illa á Arnari sem setur bæði niður fyrir Grindavík, sem vinnur boltann strax aftur. Mikill hiti í mönnum og Nick Bradford er brjálaður. Leikhlé.4. leikhluti: Grindavík - KR 93-85 (0:58 eftir) Skarphéðinn á vítalínuna og hann nýtir bæði fyrir KR. Arnar Freyr á línuna hinum megin og hann skorar sín fyrstu stig í leiknum - sem er ótrúlegt þar sem Arnar hefur átt mjög góðan leik. Jón Arnór keyrir svo upp að körfu, setur niður skot og fiskar villu. Nýtir ekki vítið.4. leikhluti: Grindavík - KR 91-81 (1:11 eftir) Jón Arnór á vítalínuna en nýtir bara annað skotið. Jason var í frákastinu en Páll Axel hafði betur og brotið á honum. Hann nýtir bæði vítin. Munurinn tíu stig.4. leikhluti: Grindavík - KR 89-80 (1:25 eftir) Jakob með þrist. Þorleifur með þrist hinum megin. Jakob með enn annan þrist. Þetta eru allt þristar!4. leikhluti: Grindavík - KR 86-74 (2:24 eftir) Grindavík vinnur boltann eftir mikinn klaufagang í sókn KR. Brenton setti niður þrist. Helgi svaraði með öðrum þristi en þá kom Páll Axel með enn annan þrist fyrir Grindavík. Ótrúlegur gangur í þessum leik. Fannar út með fimm villur.4. leikhluti: Grindavík - KR 80-71 (3:37 eftir) KR vinnur boltann. Jón Arnór með sína elleftu stoðsendingu í leiknum er hann gefur glæsilega sendingu á Jason sem treður. Þorleifur svarar hinum megin en hann hefur átt stórgóðan leik, sér í lagi eftir að Helgi Jónas fór meiddur af velli fyrr í leiknum.4. leikhluti: Grindavík - KR 78-69 (4:36 eftir) Grindavík kemst níu stigum yfir og vinnur svo frákast eftir að síðara vítið hjá Þorleifi klikkar. Tíminn er að hlaupa frá KR-ingum en þetta er svo sem fljótt að breytast.4. leikhluti: Grindavík - KR 75-69 (5:45 eftir) Páll Kristinsson farinn af velli með fimm villur. Tveir aðrir Grindvíkingar með fjórar villur - Arnar Freyr og Guðlaugur. Fannar með fjórar villur hjá KR.4. leikhluti: Grindavík - KR 73-66 (7:55 eftir) Nú er Grindavík að skjóta sig í gang. Fyrst Þorleifur með þrist og svo Brenton. KR tekur leikhlé.4. leikhluti: Grindavík - KR 67-66 Brynjar setur niður þrist og munurinn aðeins eitt stig. Grindavík virðist ekki vera að spila vel undir þessari pressu frá KR-ingum þessar mínúturnar. 3. leikhluta lokið: Grindavík - KR 67-63 Tvær sekúndur eftir og KR með boltann í innkasti. Jsaon fær hann og setur niður góða körfu. Munurinn því einungis fjögur stig en fyrir mjög stuttu síðan var munurinn tíu stig.3. leikhluti: Grindavík - KR 67-61 Arnar Freyr dæmdur brotlegur er Jason Dourasseau fellur í gólfið. Óíþróttamannsleg villa, Jason setur niður bæði vítin og KR fær boltann aftur.3. leikhluti: Grindavík - KR 65-55 Guðlaugur setur niður þrist úr vonlausri stöðu þegar skotklukkan var að renna út. Tíu stiga munur. Guðlaugur búinn að vera öflugur og er með ellefu stig.3. leikhluti: Grindavík - KR 62-55 KR-ingar ekki að spila sinn besta leik þessa stundina. Jason Dourisseau er hins vegar búinn að vera magnaður í þessum leik og gefur ekkert eftir. Grindavík refsar grimmt fyrir mistök KR-inga í leiknum og hefur tekið sjö stiga forystu í leiknum.3. leikhluti: Grindavík - KR 54-48 Síðari hálfleikur hefur farið rólega af stað. Lítið skorað en mikil barátta í teignum. Menn enn að jafna sig eftir rosalegan fyrri hálfleik og ef til vill að hvíla kraftana fyrir lokasprettinn.3. leikhluti: Grindavík - KR 50-43 Grindavík með fyrstu körfuna í síðari hálfleik.Fyrri hálfleikur: Grindavík - KR 48-43 Ótrúlegur fyrri hálfleikur að baki. KR bætti varnarleikinn sinn undir lokin og það dró saman með liðunum eftir að Grindavík komst í átta stiga forystu. En ótrúlegir taktar, afar umdeild dómgæsla og gríðarlegur hraði hefur einkennt þennan leik.Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 12 Helgi Jónas Guðfinsson 9 Guðlaugur Eyjólfsson 8 Páll Kristinsson 7 Nick Bradford 6 Þorleifur Ólafsson 6Stig KR: Helgi Már Magnússon11 Jón Arnór Stefánsson 10 Jason Dourisseau 9 (10 fráköst) Fannar Ólafsson 8 Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3 Darri Hilmarsson 22. leikhluti: Grindavík - KR 37-34 Grindavík hefur verið að síga hægt og rólega fram úr. Liðið hefur verið að spila öflugan varnarleik og KR neyðst að taka erfið skot.2. leikhluti: Grindavík - KR 28-28 Þorleifur setti þrist í upphafi leikhlutans fyrir Grindavík en Jón Arnór svaraði með með öðrum þristi. Nick Bradford hvíldur en hann hefur látið mikið til sín taka í leiknum til þessa.1. leikhluta lokið: Grindavík - KR 25-21 Gæsahúð. Fyrst stelur Brenton boltanum og treður glæsilega líkt og Jason í fyrstu körfu leiksins. Svo vinnur Grindavík boltann þegar lítið er eftir. Brenton bíður fyrir utan, tekur þristinn með mann í sér á lokasekúndunum og setur hann niður. 11-2 sprettur hjá heimamönnum. Hreint ótrúlegum fyrsta leikhluta er lokið. Þvílíkur leikur.1. leikhluti: Grindavík - KR 14-19 Ótrúleg tilþrif. Glæsileg sending hjá Jóni Arnóri á Fannar sem treður með stæl. Jón Arnór stelur svo boltanum af Grindavík í næstu sókn heimamanna.1. leikhluti: Grindavík - KR 12-17 Mikil og flott tilþrif í upphafi leiks. KR komst í 11-4 með þrist frá Helga Má en Brenton svaraði fyrir Grindavík með körfu og villu þar sem hann setti vítið einnig niður. KR er í smá villuvandræðum. Aðeins fimm mínútur liðnar og Jakob og Fannar strax komnir með tvær villur hvor. Jón Arnór eina.1. leikhluti: Grindavík - KR 4-6 Fyrstu stig Grindavíkur koma eftir rúmar tvær mínútur. Það er búinn að vera mikill hraði í leiknum en hörkuvarnarleik líka.1. leikhluti: Grindavík - KR 0-2KR vann uppkastið en misnotaði fyrsta skot leiksins. Jason Dourisseau stal svo boltanum í fyrstu sókn Grindavíkur, hljóp upp völlinn og tróð með tilþrifun. Góð byrjun á leiknum.19.11 Velkomin til leiksEftir fáeinar mínútur hefst leikur Grindavíkur og KR. Þetta er lykilleikur í einvíginu enda verður verkefnið illráðanlegt ef KR kemst í 2-0 í kvöld og getur þar af leiðandi orðið meistari á heimavelli á skírdag.Það er því að miklu að keppa fyrir heimamenn sem munu væntanlega leggja allt í sölurnar í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira
KR tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í úrslitakeppni Iceland Express deild karla er liðið tapaði í Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn, 100-88. Leikurinn var afar góð skemmtun. KR byrjaði betur en Grindavík náði með góðum spretti yfirhöndinni í lok fyrsta leikhluta og lét forystuna aldrei af hendi eftir það, þó svo að oft hafi verið mjótt á mununum.Næsti leikur liðanna verður á fimmtudaginn, skírdag, í DHL-höllinni.Leik lokið: Grindavík - KR 100-88 Frábær leikur að baki. Fyrir hlutlausa körfuboltaunnendur eru gríðargóðar fréttir að fá minnst fjóra leiki í rimmu þessara tveggja frábæru liða.Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 28 (8 fráköst, 6 stoðsendingar) Nick Bradford 14 Þorleifur Ólafsson 14 (11 fráköst) Helgi Jónas Guðfinsson 12 Guðlaugur Eyjólfsson 11 Páll Kristinsson 10 Páll Axel Vilbergsson 7 Arnar Freyr Jónsson 4Stig KR: Jason Dourisseau 22 (15 fráköst) Helgi Már Magnússon 21 (10 fráköst) Jón Arnór Stefánsson 16 (12 stoðsendingar, 7 fráköst) Jakob Sigurðarson 11 Fannar Ólafsson 8 Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3 Brynjar Þór Björnsson 3 Skarphéðinn Ingason 2 Darri Hilmarsson 24. leikhluti: Grindavík - KR 100-88 (0:14 eftir) Brenton nýtir síðara vítið og Brynjar misnotar skot fyrir KR í næstu sókn. Brenton aftur á vítalínuna og setur bæði niður. Þetta er búið.4. leikhluti: Grindavík - KR 97-88 (0:23 eftir) Páll Axel fer á vítalínuna og setur bæði niður. Munurinn orðinn tólf stig sem er líklega of mikið fyrir KR. En Dourisseau setur niður þrist og heldur lífi í leiknum fyrir KR.4. leikhluti: Grindavík - KR 95-85 (0:33 eftir) Misnotuð vítaskot hjá Grindavík en ruðningur í næstu sókn KR. Spennan er gríðarleg og sekúndurnar eru gríðarlega lengi að líða. Jón Arnór brýtur svo nokkuð illa á Arnari sem setur bæði niður fyrir Grindavík, sem vinnur boltann strax aftur. Mikill hiti í mönnum og Nick Bradford er brjálaður. Leikhlé.4. leikhluti: Grindavík - KR 93-85 (0:58 eftir) Skarphéðinn á vítalínuna og hann nýtir bæði fyrir KR. Arnar Freyr á línuna hinum megin og hann skorar sín fyrstu stig í leiknum - sem er ótrúlegt þar sem Arnar hefur átt mjög góðan leik. Jón Arnór keyrir svo upp að körfu, setur niður skot og fiskar villu. Nýtir ekki vítið.4. leikhluti: Grindavík - KR 91-81 (1:11 eftir) Jón Arnór á vítalínuna en nýtir bara annað skotið. Jason var í frákastinu en Páll Axel hafði betur og brotið á honum. Hann nýtir bæði vítin. Munurinn tíu stig.4. leikhluti: Grindavík - KR 89-80 (1:25 eftir) Jakob með þrist. Þorleifur með þrist hinum megin. Jakob með enn annan þrist. Þetta eru allt þristar!4. leikhluti: Grindavík - KR 86-74 (2:24 eftir) Grindavík vinnur boltann eftir mikinn klaufagang í sókn KR. Brenton setti niður þrist. Helgi svaraði með öðrum þristi en þá kom Páll Axel með enn annan þrist fyrir Grindavík. Ótrúlegur gangur í þessum leik. Fannar út með fimm villur.4. leikhluti: Grindavík - KR 80-71 (3:37 eftir) KR vinnur boltann. Jón Arnór með sína elleftu stoðsendingu í leiknum er hann gefur glæsilega sendingu á Jason sem treður. Þorleifur svarar hinum megin en hann hefur átt stórgóðan leik, sér í lagi eftir að Helgi Jónas fór meiddur af velli fyrr í leiknum.4. leikhluti: Grindavík - KR 78-69 (4:36 eftir) Grindavík kemst níu stigum yfir og vinnur svo frákast eftir að síðara vítið hjá Þorleifi klikkar. Tíminn er að hlaupa frá KR-ingum en þetta er svo sem fljótt að breytast.4. leikhluti: Grindavík - KR 75-69 (5:45 eftir) Páll Kristinsson farinn af velli með fimm villur. Tveir aðrir Grindvíkingar með fjórar villur - Arnar Freyr og Guðlaugur. Fannar með fjórar villur hjá KR.4. leikhluti: Grindavík - KR 73-66 (7:55 eftir) Nú er Grindavík að skjóta sig í gang. Fyrst Þorleifur með þrist og svo Brenton. KR tekur leikhlé.4. leikhluti: Grindavík - KR 67-66 Brynjar setur niður þrist og munurinn aðeins eitt stig. Grindavík virðist ekki vera að spila vel undir þessari pressu frá KR-ingum þessar mínúturnar. 3. leikhluta lokið: Grindavík - KR 67-63 Tvær sekúndur eftir og KR með boltann í innkasti. Jsaon fær hann og setur niður góða körfu. Munurinn því einungis fjögur stig en fyrir mjög stuttu síðan var munurinn tíu stig.3. leikhluti: Grindavík - KR 67-61 Arnar Freyr dæmdur brotlegur er Jason Dourasseau fellur í gólfið. Óíþróttamannsleg villa, Jason setur niður bæði vítin og KR fær boltann aftur.3. leikhluti: Grindavík - KR 65-55 Guðlaugur setur niður þrist úr vonlausri stöðu þegar skotklukkan var að renna út. Tíu stiga munur. Guðlaugur búinn að vera öflugur og er með ellefu stig.3. leikhluti: Grindavík - KR 62-55 KR-ingar ekki að spila sinn besta leik þessa stundina. Jason Dourisseau er hins vegar búinn að vera magnaður í þessum leik og gefur ekkert eftir. Grindavík refsar grimmt fyrir mistök KR-inga í leiknum og hefur tekið sjö stiga forystu í leiknum.3. leikhluti: Grindavík - KR 54-48 Síðari hálfleikur hefur farið rólega af stað. Lítið skorað en mikil barátta í teignum. Menn enn að jafna sig eftir rosalegan fyrri hálfleik og ef til vill að hvíla kraftana fyrir lokasprettinn.3. leikhluti: Grindavík - KR 50-43 Grindavík með fyrstu körfuna í síðari hálfleik.Fyrri hálfleikur: Grindavík - KR 48-43 Ótrúlegur fyrri hálfleikur að baki. KR bætti varnarleikinn sinn undir lokin og það dró saman með liðunum eftir að Grindavík komst í átta stiga forystu. En ótrúlegir taktar, afar umdeild dómgæsla og gríðarlegur hraði hefur einkennt þennan leik.Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 12 Helgi Jónas Guðfinsson 9 Guðlaugur Eyjólfsson 8 Páll Kristinsson 7 Nick Bradford 6 Þorleifur Ólafsson 6Stig KR: Helgi Már Magnússon11 Jón Arnór Stefánsson 10 Jason Dourisseau 9 (10 fráköst) Fannar Ólafsson 8 Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3 Darri Hilmarsson 22. leikhluti: Grindavík - KR 37-34 Grindavík hefur verið að síga hægt og rólega fram úr. Liðið hefur verið að spila öflugan varnarleik og KR neyðst að taka erfið skot.2. leikhluti: Grindavík - KR 28-28 Þorleifur setti þrist í upphafi leikhlutans fyrir Grindavík en Jón Arnór svaraði með með öðrum þristi. Nick Bradford hvíldur en hann hefur látið mikið til sín taka í leiknum til þessa.1. leikhluta lokið: Grindavík - KR 25-21 Gæsahúð. Fyrst stelur Brenton boltanum og treður glæsilega líkt og Jason í fyrstu körfu leiksins. Svo vinnur Grindavík boltann þegar lítið er eftir. Brenton bíður fyrir utan, tekur þristinn með mann í sér á lokasekúndunum og setur hann niður. 11-2 sprettur hjá heimamönnum. Hreint ótrúlegum fyrsta leikhluta er lokið. Þvílíkur leikur.1. leikhluti: Grindavík - KR 14-19 Ótrúleg tilþrif. Glæsileg sending hjá Jóni Arnóri á Fannar sem treður með stæl. Jón Arnór stelur svo boltanum af Grindavík í næstu sókn heimamanna.1. leikhluti: Grindavík - KR 12-17 Mikil og flott tilþrif í upphafi leiks. KR komst í 11-4 með þrist frá Helga Má en Brenton svaraði fyrir Grindavík með körfu og villu þar sem hann setti vítið einnig niður. KR er í smá villuvandræðum. Aðeins fimm mínútur liðnar og Jakob og Fannar strax komnir með tvær villur hvor. Jón Arnór eina.1. leikhluti: Grindavík - KR 4-6 Fyrstu stig Grindavíkur koma eftir rúmar tvær mínútur. Það er búinn að vera mikill hraði í leiknum en hörkuvarnarleik líka.1. leikhluti: Grindavík - KR 0-2KR vann uppkastið en misnotaði fyrsta skot leiksins. Jason Dourisseau stal svo boltanum í fyrstu sókn Grindavíkur, hljóp upp völlinn og tróð með tilþrifun. Góð byrjun á leiknum.19.11 Velkomin til leiksEftir fáeinar mínútur hefst leikur Grindavíkur og KR. Þetta er lykilleikur í einvíginu enda verður verkefnið illráðanlegt ef KR kemst í 2-0 í kvöld og getur þar af leiðandi orðið meistari á heimavelli á skírdag.Það er því að miklu að keppa fyrir heimamenn sem munu væntanlega leggja allt í sölurnar í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira