Körfubolti

Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Klay Thompson hitti vel fyrir Dallas Mavericks í sigrinum á Sacramento Kings í nótt.
Klay Thompson hitti vel fyrir Dallas Mavericks í sigrinum á Sacramento Kings í nótt. Getty/Ezra Shaw

Dallas Mavericks og Miami Heat tryggðu sér í nótt bæði sæti í úrslitaleik um síðasta sætið sem er í boði í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Sacramento Kings og Chicago Bulls eru aftur á móti komin í sumarfrí.

Dallas Mavericks vann 120-106 sigur á Sacramento Kings á útivelli og mætir Memphis Grizzlies í úrslitaleiknum um áttunda sætið í Vesturdeildinni.

Anthony Davis var atkvæðasmæstur í Dallas liðinu eð 27 stig en Klay Thompson átti líka flottan leik fyrir Dallas, skoraði 23 stig og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum.

DeMar DeRozan skoraði 33 stig fyrir Sacramento Kings og Zach LaVine var með 20 stig og 9 stoðsendingar.

Miami Heat vann 109-90 sigur á Chicago Bulls í samskonar leik í Austurdeildinni. Chicago endaði ofar í deildinni og var á heimavelli í þessum leik en Miami lét það ekki stoppa sig.

Miami Heat mætir Atlanta Hawks í úrslitaleiknum um áttunda sætið í Austurdeildinni.

Tyler Herro skoraði 38 stig fyrir Miami, Andrew Wiggins var með 20 stig og Bam Adebayo bætti við 15 stigum og 12 fráköstum. Josh Giddey skoraði 25 stig fyrir Chicago og Coby White var með 17 stig.

Bæði Golden State Warriors og Orlando Magic höfðu áður tryggt sér sjöunda sætið í sínum deildum.

Liðið sem vinnur leikinn um áttunda sætið í Vesturdeildinni mætir Oklahoma City Thunder í úrslitakeppninni en liðið sem vinnur leikinn um áttunda sætið í Austurdeildinni mætir Cleveland Cavaliers.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×