Formúlu 1 lið stofna eigin mótaröð 19. júní 2009 08:25 FOTA er samtök keppnisliða í Formúlu 1. FOTA, samtök Formúlu 1 liða sendu frá sér tilkynningu þess efnis að stofnuð verði ný mótaröð. Liðin segjast búinn að gefast upp á FIA og vilji sinna sínum málum betur 2010. Meðlimir samtakanna, BMW, Renault, McLaren, Toyota, Brawn, Red Bull, Torro Rosso og Ferrari funduðu í Enstone í Bretlandi í gær og komust að samkomulagi um að hætta í Formúlu 1 eftir þetta ár. Frægustu ökumennirnir styðja hugmynd FOTA. FIA og FOTA hafa deilt hart í fjömliðlum síðustu vikurnar og því hefur FOTA ákveðið að fara þessa leið, en óljóst er hvort um pólítískan þrýsting er að ræða með yfirlýsingu þessari. Lokadagur til umsókna fyrir Formúlu 1 er í dag hjá FIA. Bernie Ecclestone lét að því liggja fyrr í vikunni að hann myndi berjast gegn stofnun nýrrar mótaraðar með kjafti og klóm, en hann á sjóvnarpsréttinn og hefur þénað umtalsverðar upphæðir á honum. Þá hefur hann með samninga við mótshaldara að gera. Það er því mikið hagsmunamál fyrir Ecclestone að ekki verði tvær mótaraðir í gangi. Ecclestone hefur einmitt ákveðið að flytja breska kappaksturinn sem er um helgina á Silverstone á Donington Park á næsta ári vegna samstarfsörðugleika og peningamála. Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
FOTA, samtök Formúlu 1 liða sendu frá sér tilkynningu þess efnis að stofnuð verði ný mótaröð. Liðin segjast búinn að gefast upp á FIA og vilji sinna sínum málum betur 2010. Meðlimir samtakanna, BMW, Renault, McLaren, Toyota, Brawn, Red Bull, Torro Rosso og Ferrari funduðu í Enstone í Bretlandi í gær og komust að samkomulagi um að hætta í Formúlu 1 eftir þetta ár. Frægustu ökumennirnir styðja hugmynd FOTA. FIA og FOTA hafa deilt hart í fjömliðlum síðustu vikurnar og því hefur FOTA ákveðið að fara þessa leið, en óljóst er hvort um pólítískan þrýsting er að ræða með yfirlýsingu þessari. Lokadagur til umsókna fyrir Formúlu 1 er í dag hjá FIA. Bernie Ecclestone lét að því liggja fyrr í vikunni að hann myndi berjast gegn stofnun nýrrar mótaraðar með kjafti og klóm, en hann á sjóvnarpsréttinn og hefur þénað umtalsverðar upphæðir á honum. Þá hefur hann með samninga við mótshaldara að gera. Það er því mikið hagsmunamál fyrir Ecclestone að ekki verði tvær mótaraðir í gangi. Ecclestone hefur einmitt ákveðið að flytja breska kappaksturinn sem er um helgina á Silverstone á Donington Park á næsta ári vegna samstarfsörðugleika og peningamála.
Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira