Þorsteini Pálssyni svarað Árni Finnsson skrifar 3. febrúar 2009 06:00 Þorsteinn Pálsson skrifar í leiðara Fréttablaðsins þann 30. janúar, að „Rök þeirra gegn hvalveiðum byggjast hins vegar á því að Ísland verði að fylgja alþjóðapólitískum rétttrúnaði án tillits til fullveldisréttinda, vísindalegrar ráðgjafar um sjálfbæra nýtingu og heimilda að þjóðarétti. Öll er sú rökfærsla þverstæðukennd.“ Hér verður Þorsteini fótaskortur. Það var einmitt þessi „alþjóðapólitísk[i] rétttrúnaður“ sem Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson blésu á þegar Smuguveiðarnar voru til umfjöllunar árið 1993. Þorsteinn Pálsson, þá sjávarútvegsráðherra, var hins vegar andvígur Smuguveiðum enda fylgjandi „alþjóðapólitískum rétttrúnaði“ með vísan til skuldbindinga Íslands samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, að ógleymdum þeim málstað sem Íslendingar þá fylgdu í samningum um Úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því miður varð Þorsteinn að láta í minni pokann fyrir Davíð og Jóni Baldvin. Vert er minna á að Hafréttarsáttmálinn veitir Íslandi 200 mílna fiskveiðilögsögu en ekki lögsögu yfir hvölum. Samkvæmt 65. grein sáttmálans eru sjávarspendýr undanskilin rétti strandríkja til nýtingar og er sérstaklega kveðið á um að ríki skuli eiga samvinnu um verndun og nýtingu sjávarspendýra, einkum hvala. Þorsteinn Pálsson var sjávarútvegsráðherra lungann úr 10. áratug síðustu aldar. Á þeim tíma fleygði hann og íslensk stjórnvöld hundruðum milljóna króna í tilraunir til að koma á nýju hvalveiðiráði (NAMMCO), stofnun sem Þorsteinn vissi mæta vel að myndi aldrei öðlast viðurkenningu alþjóðasamfélagins. Sennilega er það þess vegna sem ritstjórinn rökfasti reynir enn að verja hvalveiðar. Annað er að Evrópusinninn Þorsteinn Pálsson fagnar mjög pungsparki fráfarandi sjávarútvegsráðherra í Evrópusinna, hvort heldur er innan nýrrar ríkisstjórnar eða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir tvo mánuði. Komi svo á daginn – sem verður að teljast líklegt – að ekki reynist unnt að selja hvalkjötið í Japan fyrr en seint og síðar meir – og þá við lágu verði – er hætt við að barátta Þorsteins fyrir hagnýtingu hvala með sprengiskutli verði Íslendingum bara til vandræða í samningum um aðild að ESB. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson skrifar í leiðara Fréttablaðsins þann 30. janúar, að „Rök þeirra gegn hvalveiðum byggjast hins vegar á því að Ísland verði að fylgja alþjóðapólitískum rétttrúnaði án tillits til fullveldisréttinda, vísindalegrar ráðgjafar um sjálfbæra nýtingu og heimilda að þjóðarétti. Öll er sú rökfærsla þverstæðukennd.“ Hér verður Þorsteini fótaskortur. Það var einmitt þessi „alþjóðapólitísk[i] rétttrúnaður“ sem Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson blésu á þegar Smuguveiðarnar voru til umfjöllunar árið 1993. Þorsteinn Pálsson, þá sjávarútvegsráðherra, var hins vegar andvígur Smuguveiðum enda fylgjandi „alþjóðapólitískum rétttrúnaði“ með vísan til skuldbindinga Íslands samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, að ógleymdum þeim málstað sem Íslendingar þá fylgdu í samningum um Úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því miður varð Þorsteinn að láta í minni pokann fyrir Davíð og Jóni Baldvin. Vert er minna á að Hafréttarsáttmálinn veitir Íslandi 200 mílna fiskveiðilögsögu en ekki lögsögu yfir hvölum. Samkvæmt 65. grein sáttmálans eru sjávarspendýr undanskilin rétti strandríkja til nýtingar og er sérstaklega kveðið á um að ríki skuli eiga samvinnu um verndun og nýtingu sjávarspendýra, einkum hvala. Þorsteinn Pálsson var sjávarútvegsráðherra lungann úr 10. áratug síðustu aldar. Á þeim tíma fleygði hann og íslensk stjórnvöld hundruðum milljóna króna í tilraunir til að koma á nýju hvalveiðiráði (NAMMCO), stofnun sem Þorsteinn vissi mæta vel að myndi aldrei öðlast viðurkenningu alþjóðasamfélagins. Sennilega er það þess vegna sem ritstjórinn rökfasti reynir enn að verja hvalveiðar. Annað er að Evrópusinninn Þorsteinn Pálsson fagnar mjög pungsparki fráfarandi sjávarútvegsráðherra í Evrópusinna, hvort heldur er innan nýrrar ríkisstjórnar eða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir tvo mánuði. Komi svo á daginn – sem verður að teljast líklegt – að ekki reynist unnt að selja hvalkjötið í Japan fyrr en seint og síðar meir – og þá við lágu verði – er hætt við að barátta Þorsteins fyrir hagnýtingu hvala með sprengiskutli verði Íslendingum bara til vandræða í samningum um aðild að ESB. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun