Er 20% skuldaniðurfelling lausnin? Árni Páll Árnason skrifar 2. mars 2009 06:00 Umræðan Skuldaniðurfelling Við þurfum í kjölfar efnahagshruns að laga skuldabyrði heimila og fyrirtækja að greiðslugetu þeirra og þeirri verðmætasköpun sem líkleg er til að standa undir endurgreiðslu skulda til lengri tíma litið. Vegna almennrar eignabólu í landinu á undanförnum árum er ljóst að verulegar skuldir þarf að afskrifa. Spurning er hvernig það verði best gert. Hugmyndir um almenna skuldaniðurfellingu eru óskynsamlegar og hættulegar efnahagslegum stöðugleika. Slíkar hugmyndir gagnast best þeim sem mest skulda og verðlauna þannig með óeðlilegum hætti óábyrga skuldasöfnun. Þær fela í sér miklar eignatilfærslur, því almenna skuldaniðurfellingu þarf óhjákvæmilega að fjármagna með ríkisframlögum og þannig með sköttum. Það er ekki svo að peningar sem hægt er að nýta í þetta verkefni hafi orðið til úr engu með afslætti frá kröfuhöfum í gömlu bankana við tilfærslu eigna úr gömlum bönkum í nýja. Sá afsláttur er ætlaður til að mæta raunverulegu útlánatapi en ekki til að gera Framsóknarmönnum kleift að gera sumum greiða á kostnað annarra. Ef sá háttur verður hafður á munu erlendir kröfuhafa auðvitað með réttu kalla eftir riftun þeirra skuldaskila sem þeim yrði gert að sæta að þessu leyti. Þá er líka ósvarað spurningunni hvers vegna maður sem skuldar 150 milljónir eigi að fá 30 milljónir af almannafé í meðgjöf, en maður sem skuldar 25 milljónir í hóflegri íbúð að fá 5 milljónir af almannafé? Leið þessi leysir heldur ekki úr vanda þess sem fyrr var nefndur og tryggir ekki úrlausn vanda fólks sem ekki getur greitt af hóflegri íbúð vegna atvinnumissis annarar eða beggja fyrirvinna. Eftir sem áður getur sá hópur staðið frammi fyrir fjöldagjaldþroti. Þess vegna þarf raunverulegt úrræði á borð við greiðsluaðlögun, til að auðvelda sem flestum að standa við skuldbindingar sínar. Eftirgjafarleiðin er því villuleið. Hún kann að henta sendisveinum stóreignahópa í Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en hún gagnast ekki venjulegu fólki. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Umræðan Skuldaniðurfelling Við þurfum í kjölfar efnahagshruns að laga skuldabyrði heimila og fyrirtækja að greiðslugetu þeirra og þeirri verðmætasköpun sem líkleg er til að standa undir endurgreiðslu skulda til lengri tíma litið. Vegna almennrar eignabólu í landinu á undanförnum árum er ljóst að verulegar skuldir þarf að afskrifa. Spurning er hvernig það verði best gert. Hugmyndir um almenna skuldaniðurfellingu eru óskynsamlegar og hættulegar efnahagslegum stöðugleika. Slíkar hugmyndir gagnast best þeim sem mest skulda og verðlauna þannig með óeðlilegum hætti óábyrga skuldasöfnun. Þær fela í sér miklar eignatilfærslur, því almenna skuldaniðurfellingu þarf óhjákvæmilega að fjármagna með ríkisframlögum og þannig með sköttum. Það er ekki svo að peningar sem hægt er að nýta í þetta verkefni hafi orðið til úr engu með afslætti frá kröfuhöfum í gömlu bankana við tilfærslu eigna úr gömlum bönkum í nýja. Sá afsláttur er ætlaður til að mæta raunverulegu útlánatapi en ekki til að gera Framsóknarmönnum kleift að gera sumum greiða á kostnað annarra. Ef sá háttur verður hafður á munu erlendir kröfuhafa auðvitað með réttu kalla eftir riftun þeirra skuldaskila sem þeim yrði gert að sæta að þessu leyti. Þá er líka ósvarað spurningunni hvers vegna maður sem skuldar 150 milljónir eigi að fá 30 milljónir af almannafé í meðgjöf, en maður sem skuldar 25 milljónir í hóflegri íbúð að fá 5 milljónir af almannafé? Leið þessi leysir heldur ekki úr vanda þess sem fyrr var nefndur og tryggir ekki úrlausn vanda fólks sem ekki getur greitt af hóflegri íbúð vegna atvinnumissis annarar eða beggja fyrirvinna. Eftir sem áður getur sá hópur staðið frammi fyrir fjöldagjaldþroti. Þess vegna þarf raunverulegt úrræði á borð við greiðsluaðlögun, til að auðvelda sem flestum að standa við skuldbindingar sínar. Eftirgjafarleiðin er því villuleið. Hún kann að henta sendisveinum stóreignahópa í Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en hún gagnast ekki venjulegu fólki. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar