Óþarfa áhyggjur Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 26. janúar 2009 06:00 Í fæðingarhríðum Nýja-Íslands virðast hörmungarnar engan enda ætla að taka. Athygli okkar flögrar á milli sökudólganna sem hafa svikið okkur í laumi í langan tíma. Auðmannanna sem hafa það eina markmið að svíða til sín allt okkar strit. Bankanna sem voru í sama leiðangri á bak við svo hjartnæmar ímyndarauglýsingar að jafnvel harðsvíruðustu naglar klökknuðu. Hins grátbroslega seðlabankastjóra, „fjármálaeftirlitsins", að ógleymdum forseta og ráðherrum sem fannst svo geðveikt gaman að vera þotulið. Yfir og allt um kring trónir krumla alþjóðlegrar fjármálakreppu sem ætlar að kreista líftóruna úr okkur öllum. Og við sem létum telja okkur trú um ævintýrið um að lifa, ef ekki hamingjusöm, þá að minnsta kosti svolítið stöndug til æviloka, en sitjum nú uppi í rústunum með stjarnfræðilegar afborganir af einhverju sem aldrei var raunverulegt. Á tímabili höfðum við jafnvel látið okkur dreyma útópíska drauma um alls kyns fínerí eins og ósnortna náttúru og jafnrétti kynjanna. Ó, ef við hefðum bara haft vit á að njóta þeirra vandamála sem á tímabili virtust ærin og aðkallandi en eru nú horfin á bak við þykkt lag af afkomuótta. Í öllum aðstæðum eiga að leynast tækifæri en í okkar stjórnlausu hremmingum eru þau hreint ekki áberandi. Einmitt þegar við erum rétt nýbyrjuð að reyna að átta okkur á helstu staðreyndum kemur í ljós að þær eru enn verri en við héldum í gær. Ef allt fer sem horfir verður þetta árið sem hlýnun jarðar bræðir jöklana í hvelli, Hekla gýs og fuglaflensan nær sér almennilega á strik. Til að drepast ekki alveg úr svartsýni við þessar hroðalegu kringumstæður er friðsamlegt andóf á almannafæri auðvitað mikilvægt lýðræðislegt innlegg. Í pásum er samt upplagt að slökkva stundum á fréttatímunum, borða ótal rjómakökur, detta íða á þorrablótinu, lesa allar rauðu ástarsögurnar og skreppa til spákonu sem hefur á sér orð um dæmalaust næmi. Hún skautaði glaðlega fram hjá kreppunni og vatt sér strax í ástir, barneignir, ferðalög og peninga. Samkvæmt hennar áætlunum munu öll þessi grundvallaratriði blómstra í lífi mínu ævilangt, ég þarf ekki að hafa nokkrar áhyggjur eftir allt saman. Mér líður strax miklu betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Í fæðingarhríðum Nýja-Íslands virðast hörmungarnar engan enda ætla að taka. Athygli okkar flögrar á milli sökudólganna sem hafa svikið okkur í laumi í langan tíma. Auðmannanna sem hafa það eina markmið að svíða til sín allt okkar strit. Bankanna sem voru í sama leiðangri á bak við svo hjartnæmar ímyndarauglýsingar að jafnvel harðsvíruðustu naglar klökknuðu. Hins grátbroslega seðlabankastjóra, „fjármálaeftirlitsins", að ógleymdum forseta og ráðherrum sem fannst svo geðveikt gaman að vera þotulið. Yfir og allt um kring trónir krumla alþjóðlegrar fjármálakreppu sem ætlar að kreista líftóruna úr okkur öllum. Og við sem létum telja okkur trú um ævintýrið um að lifa, ef ekki hamingjusöm, þá að minnsta kosti svolítið stöndug til æviloka, en sitjum nú uppi í rústunum með stjarnfræðilegar afborganir af einhverju sem aldrei var raunverulegt. Á tímabili höfðum við jafnvel látið okkur dreyma útópíska drauma um alls kyns fínerí eins og ósnortna náttúru og jafnrétti kynjanna. Ó, ef við hefðum bara haft vit á að njóta þeirra vandamála sem á tímabili virtust ærin og aðkallandi en eru nú horfin á bak við þykkt lag af afkomuótta. Í öllum aðstæðum eiga að leynast tækifæri en í okkar stjórnlausu hremmingum eru þau hreint ekki áberandi. Einmitt þegar við erum rétt nýbyrjuð að reyna að átta okkur á helstu staðreyndum kemur í ljós að þær eru enn verri en við héldum í gær. Ef allt fer sem horfir verður þetta árið sem hlýnun jarðar bræðir jöklana í hvelli, Hekla gýs og fuglaflensan nær sér almennilega á strik. Til að drepast ekki alveg úr svartsýni við þessar hroðalegu kringumstæður er friðsamlegt andóf á almannafæri auðvitað mikilvægt lýðræðislegt innlegg. Í pásum er samt upplagt að slökkva stundum á fréttatímunum, borða ótal rjómakökur, detta íða á þorrablótinu, lesa allar rauðu ástarsögurnar og skreppa til spákonu sem hefur á sér orð um dæmalaust næmi. Hún skautaði glaðlega fram hjá kreppunni og vatt sér strax í ástir, barneignir, ferðalög og peninga. Samkvæmt hennar áætlunum munu öll þessi grundvallaratriði blómstra í lífi mínu ævilangt, ég þarf ekki að hafa nokkrar áhyggjur eftir allt saman. Mér líður strax miklu betur.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun