Borgaraleg handtaka Jón Þór Ólafsson skrifar 19. september 2009 06:00 Eva Joly segir allar líkur fyrir því að efnahagsbrot hafi verið framin en ríkisstjórnin hundsar færasta ráðgjafann sinn og hindrar rannsókn hrunsins með ónógum fjárframlögum. Í dag, næstum ári frá hruni, er ljóst að ríkisstjórnin mun leyfa flestum bankamönnunum að sleppa og skella skuldum sem þeir stofnuðu til á okkur. Réttlætingin fyrir því að borgararnir taki völdin í sínar hendur er vel greypt í réttlætisvitund og lög Vesturlanda. Borgaraleg handtaka hefur lengi verið lögleg á Vesturlöndum og var 26. mars 1991 bundin í „Lög um meðferð opinbera mála“ á Íslandi. Í 97. grein laganna segir: „1. Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur er á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og öryggi eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum. 2. Sams konar heimild hefur hver sá sem stendur mann að broti sem sætt getur ákæru og varðað getur fangelsi. Afhenda skal hinn handtekna lögreglunni tafarlaust ásamt upplýsingum um ástæðu handtökunnar og hvenær hún fór fram.“ Ef við stöndum fólk í dag að broti sem sætt getur ákæru og varðað getur fangelsi getum við handtekið það. Það er gott að vita því spillingin grasserar enn. En er hægt að grípa til borgaralegrar handtöku núna vegna liðinna atburða? Mögulegt er að túlka lögin þannig að borgari sem stóð einhvern að verknaði sem hann vissi ekki að væri glæpsamlegur, gæti núna þegar hann veit betur framkvæmt borgaralega handtöku, til að ná fram tilgangi laganna: „að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og öryggi eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum.“ Þeir sem þora geta reynt á þetta fyrir dómstólum, því bankamennirnir munu án efa kæra handtökuna. Mikið væri það góður dagur að sjá mennina sem orsökuðu hrunið handtekna og færða til lögreglu með myndavélar fjölmiðla í andlitinu. Þetta færi í heimspressuna og sýndi heiminum að það ábyrgasta sem Íslendingar gera er ekki að borga skuldir bankamannanna. Það ábyrgasta er að láta þá svara til saka.Höfundur er borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eva Joly segir allar líkur fyrir því að efnahagsbrot hafi verið framin en ríkisstjórnin hundsar færasta ráðgjafann sinn og hindrar rannsókn hrunsins með ónógum fjárframlögum. Í dag, næstum ári frá hruni, er ljóst að ríkisstjórnin mun leyfa flestum bankamönnunum að sleppa og skella skuldum sem þeir stofnuðu til á okkur. Réttlætingin fyrir því að borgararnir taki völdin í sínar hendur er vel greypt í réttlætisvitund og lög Vesturlanda. Borgaraleg handtaka hefur lengi verið lögleg á Vesturlöndum og var 26. mars 1991 bundin í „Lög um meðferð opinbera mála“ á Íslandi. Í 97. grein laganna segir: „1. Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur er á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og öryggi eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum. 2. Sams konar heimild hefur hver sá sem stendur mann að broti sem sætt getur ákæru og varðað getur fangelsi. Afhenda skal hinn handtekna lögreglunni tafarlaust ásamt upplýsingum um ástæðu handtökunnar og hvenær hún fór fram.“ Ef við stöndum fólk í dag að broti sem sætt getur ákæru og varðað getur fangelsi getum við handtekið það. Það er gott að vita því spillingin grasserar enn. En er hægt að grípa til borgaralegrar handtöku núna vegna liðinna atburða? Mögulegt er að túlka lögin þannig að borgari sem stóð einhvern að verknaði sem hann vissi ekki að væri glæpsamlegur, gæti núna þegar hann veit betur framkvæmt borgaralega handtöku, til að ná fram tilgangi laganna: „að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og öryggi eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum.“ Þeir sem þora geta reynt á þetta fyrir dómstólum, því bankamennirnir munu án efa kæra handtökuna. Mikið væri það góður dagur að sjá mennina sem orsökuðu hrunið handtekna og færða til lögreglu með myndavélar fjölmiðla í andlitinu. Þetta færi í heimspressuna og sýndi heiminum að það ábyrgasta sem Íslendingar gera er ekki að borga skuldir bankamannanna. Það ábyrgasta er að láta þá svara til saka.Höfundur er borgari.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun