Evrópskir bankar stækka og sá fræjum að næstu kreppu 2. desember 2009 12:48 Evrópskir bankar eru að koma undan kreppunni stærri en nokkru sinni fyrr og þar með eru þeir komnir í gang með að sá fræjum að næstu kreppu. Stærð þeirra ógnar orðið efnahag heimalanda þeirra.Í ítarlegri umfjöllun um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að BNP Paribas, Barclays Plc og Banco Santander SA séu meðal a.m.k. 353 evrópskra fjármálastofnanna sem orðnar eru stærri en þær voru í ársbyrjun 2007. Eignir fimmtán evrópskra banka eru nú meiri en nemur efnahag heimalanda þeirra. Fyrir þremur árum voru þeir tíu talsins í þessum hópi.Sérfræðingar sem Bloomberg ræðir við um málið segja að verið sé að sá fræjum að næstu kreppu með þessari þróun sem átt hefur sér stað síðustu tvö árinSamkvæmt úttekt Bloomberg hafa evrópskir bankar stækkað um 25% frá upphafi ársins 2007 á meðan bandarískir bankar hafa stækkað um 20% á sama tímabili.Tom Kirchmaier hjá London School of Economics segir að fjármálakreppan hafi sýnt fram á að stórar fjármálastofnanir eru ógn við það þjóðfélag sem þær tilheyra, sérstaklega í minni löndum Evrópu.„Að mínu mati er skynsamlegt að skipta þessum bönkum niður í minni einingar," segir Kirchmaier. „Ef við lendum í öðru efnahagsáfalli efast ég verulega um að minni löndin séu í standi til að lifa slíkt af."Bæði Bretland og Ísland eru tekin sem dæmi í úttekt Bloomberg um hvaða hætta þjóðfélögum stafi af of stóru bankakerfi. Á Íslandi leiddi þetta að lokum til algers efnahagshruns og í Bretlandi berjast menn nú í bökkum með vaxandi atvinnuleysi og skattahækkunum til að mæta afleiðingum af því að hafa neyðst til Þess að bjarga bankakerfi sínu með gríðarlegum opinberum fjárútlátum. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Evrópskir bankar eru að koma undan kreppunni stærri en nokkru sinni fyrr og þar með eru þeir komnir í gang með að sá fræjum að næstu kreppu. Stærð þeirra ógnar orðið efnahag heimalanda þeirra.Í ítarlegri umfjöllun um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að BNP Paribas, Barclays Plc og Banco Santander SA séu meðal a.m.k. 353 evrópskra fjármálastofnanna sem orðnar eru stærri en þær voru í ársbyrjun 2007. Eignir fimmtán evrópskra banka eru nú meiri en nemur efnahag heimalanda þeirra. Fyrir þremur árum voru þeir tíu talsins í þessum hópi.Sérfræðingar sem Bloomberg ræðir við um málið segja að verið sé að sá fræjum að næstu kreppu með þessari þróun sem átt hefur sér stað síðustu tvö árinSamkvæmt úttekt Bloomberg hafa evrópskir bankar stækkað um 25% frá upphafi ársins 2007 á meðan bandarískir bankar hafa stækkað um 20% á sama tímabili.Tom Kirchmaier hjá London School of Economics segir að fjármálakreppan hafi sýnt fram á að stórar fjármálastofnanir eru ógn við það þjóðfélag sem þær tilheyra, sérstaklega í minni löndum Evrópu.„Að mínu mati er skynsamlegt að skipta þessum bönkum niður í minni einingar," segir Kirchmaier. „Ef við lendum í öðru efnahagsáfalli efast ég verulega um að minni löndin séu í standi til að lifa slíkt af."Bæði Bretland og Ísland eru tekin sem dæmi í úttekt Bloomberg um hvaða hætta þjóðfélögum stafi af of stóru bankakerfi. Á Íslandi leiddi þetta að lokum til algers efnahagshruns og í Bretlandi berjast menn nú í bökkum með vaxandi atvinnuleysi og skattahækkunum til að mæta afleiðingum af því að hafa neyðst til Þess að bjarga bankakerfi sínu með gríðarlegum opinberum fjárútlátum.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira