Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Árni Sæberg skrifar 25. febrúar 2025 13:35 Smári Rúnar Þorvaldsson er nýr fjármálastjóri Eðalfangs. Eðalfang Smári Rúnar Þorvaldsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Eðalfangs. Eðalfang er íslenskt eignarhaldsfélag sem rekur fyrirtæki í matvælaiðnaði, einkum tengd sjávarafurðum. Félagið á meðal annars Eðalfisk og Norðanfisk, sem sérhæfa sig í vinnslu og dreifingu sjávarafurða, sérstaklega laxaafurða. Í fréttatilkynningu um vistaskiptin segir að Smári Rúnar sé reynslumikill rekstrarráðgjafi og komi til Eðalfangs frá Akrar Consult. Áður hafi hann starfað um árabil hjá Landsbankanum. Smári Rúnar hafi setið í stjórnum ýmissa félaga, svo sem Marel og Promens og sé í dag stjórnarmaður í hugbúnaðarfyrirtækinu Kaptio. Smári Rúnar sé hagfræðingur frá Háskóla Íslands. Tekjur aukist um þriðjung Þá segir að tekjur Eðalfangs-samstæðunnar hafi aukist um 33 prósent á milli áranna 2023 og 2024 og fjórfaldast frá árinu 2020, bæði í gegnum yfirtökur og innri vöxt. Sístækkandi hluti af framleiðslu fyrirtækisins fari á erlenda markaði en laxaafurðir úr vinnslu fyrirtækisins í Borgarnesi séu vinsælar víða um heim. Stóraukin fjárfesting í laxeldi, bæði á landi og í sjó, hafi rennt styrkari stoðum undir hráefnisöflun Eðalfangs. Félagið hafi fjárfest í nýjum flæðilínum og aukinni sjálfvirkni til að auka enn frekar afköst og hagkvæmni vinnslunnar. Innkoma framtakssjóðsins Horn IV slhf. sem kjölfestufjárfestis í lok árs 2022 hafi verið lykill að áframhaldandi uppbyggingu félagsins og stutt við yfirtökur þess á félögum í sambærilegum rekstri. Horn IV slhf. sé í stýringu Landsbréfa. Sterkt að fá inn reynslubolta Haft er eftir Hinrik Erni Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Eðalfangs að það sé sterkt fyrir Eðalfang að fá jafnreyndan mann og Smára Rúnar til liðs við félagið á þeirri vaxtarvegferð sem það sé á. „Í matvælaiðnaði skiptir nýting afurða og hagkvæmni í rekstri öllu máli og fjármálastjórinn leikur þar lykilhlutverk. Við höfum mikla trú á þeirri uppbyggingu sem á nú sér stað víða um land í eldi, bæði í sjó og á landi og sjáum mikil tækifæri í aukinni verðmætasköpun með fullvinnslu eldisafurða hér á landi. Eðalfang verður í lykilstöðu til að styðja við þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í eldi á laxi hér á landi en fáir hafa jafn mikla reynslu í framleiðslu og sölu laxaafurða.“ Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Vistaskipti Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Í fréttatilkynningu um vistaskiptin segir að Smári Rúnar sé reynslumikill rekstrarráðgjafi og komi til Eðalfangs frá Akrar Consult. Áður hafi hann starfað um árabil hjá Landsbankanum. Smári Rúnar hafi setið í stjórnum ýmissa félaga, svo sem Marel og Promens og sé í dag stjórnarmaður í hugbúnaðarfyrirtækinu Kaptio. Smári Rúnar sé hagfræðingur frá Háskóla Íslands. Tekjur aukist um þriðjung Þá segir að tekjur Eðalfangs-samstæðunnar hafi aukist um 33 prósent á milli áranna 2023 og 2024 og fjórfaldast frá árinu 2020, bæði í gegnum yfirtökur og innri vöxt. Sístækkandi hluti af framleiðslu fyrirtækisins fari á erlenda markaði en laxaafurðir úr vinnslu fyrirtækisins í Borgarnesi séu vinsælar víða um heim. Stóraukin fjárfesting í laxeldi, bæði á landi og í sjó, hafi rennt styrkari stoðum undir hráefnisöflun Eðalfangs. Félagið hafi fjárfest í nýjum flæðilínum og aukinni sjálfvirkni til að auka enn frekar afköst og hagkvæmni vinnslunnar. Innkoma framtakssjóðsins Horn IV slhf. sem kjölfestufjárfestis í lok árs 2022 hafi verið lykill að áframhaldandi uppbyggingu félagsins og stutt við yfirtökur þess á félögum í sambærilegum rekstri. Horn IV slhf. sé í stýringu Landsbréfa. Sterkt að fá inn reynslubolta Haft er eftir Hinrik Erni Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Eðalfangs að það sé sterkt fyrir Eðalfang að fá jafnreyndan mann og Smára Rúnar til liðs við félagið á þeirri vaxtarvegferð sem það sé á. „Í matvælaiðnaði skiptir nýting afurða og hagkvæmni í rekstri öllu máli og fjármálastjórinn leikur þar lykilhlutverk. Við höfum mikla trú á þeirri uppbyggingu sem á nú sér stað víða um land í eldi, bæði í sjó og á landi og sjáum mikil tækifæri í aukinni verðmætasköpun með fullvinnslu eldisafurða hér á landi. Eðalfang verður í lykilstöðu til að styðja við þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í eldi á laxi hér á landi en fáir hafa jafn mikla reynslu í framleiðslu og sölu laxaafurða.“
Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Vistaskipti Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent