Gunnleifur: Þetta kemur á endanum en getur tekið smá tíma Ómar Þorgeirsson skrifar 22. júlí 2009 07:00 Gunnleifur Gunnleifsson. Mynd/Vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú staddur í Noregi þar sem hann er við æfingar hjá Lilleström. Gunnleifur hafði farið á tvær æfingar með norska félaginu þegar Vísir tók stöðuna á honum í gær. „Ég er náttúrulega bara nýkominn til félagsins en þetta hefur bara gengið fínt og þetta er rosalega flott allt hjá þeim. Ég veit í raun og veru mjög lítið um framhaldið. Forráðamenn Lilleström stjórna þessu alveg og ég sé bara til hvernig þetta verður og held bara mínu striki eins og alltaf. Maður veit annars aldrei í þessu, hvernig þetta fer allt saman en ég er bara rólegur," segir Gunnleifur sem viðurkennir jafnframt að fleiri félög frá Noregi hafi sýnt sér áhuga. Gunnleifur er, eins og staðan er í dag, leikmaður HK og ætti að vera leikfær með Kópavogsliðinu í 1. deildinni en málið er örlítið flóknara en það. Markvörðurinn snjalli lék sem kunnugt er á láni hjá FC Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en félagið hefur verið afar óliðlegt í að skrifa undir félagsskipti Gunnleifs aftur yfir í HK og hefur allt á hornum sér. Þess má geta að Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson lék einnig þar og á við svipað vandamál að stríða við forráðamenn FC Vaduz eftir að félagið féll um deild. „Forráðamenn FC Vaduz eru búnir að vera með ótrúleg leiðindi. Ég var náttúrulega bara lánsmaður hjá þeim en þegar ég er að fara fram á að þeir sendi mér pappíra til þess að ég geti fengið leikheimild aftur með HK þá fæ ég bara senda reikninga sem þeir telja sig eiga inni hjá mér. Þar er til að mynda lækniskostnaður fyrir sjálfan mig upp á einhverjar 40 þúsund krónur eftir að ég meiddist í landsleiknum gegn Skotum og fleira í þeim dúr. Svona eru bara sumir og maður verður bara að eiga við það. Umboðsmaður minn og lögfræðingur eru að vinna í þessum málum og KSÍ er einnig búið að reyna að hjálpa mér. Þetta kemur á endanum en getur tekið einhvern smá tíma," segir Gunnleifur vongóður. Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú staddur í Noregi þar sem hann er við æfingar hjá Lilleström. Gunnleifur hafði farið á tvær æfingar með norska félaginu þegar Vísir tók stöðuna á honum í gær. „Ég er náttúrulega bara nýkominn til félagsins en þetta hefur bara gengið fínt og þetta er rosalega flott allt hjá þeim. Ég veit í raun og veru mjög lítið um framhaldið. Forráðamenn Lilleström stjórna þessu alveg og ég sé bara til hvernig þetta verður og held bara mínu striki eins og alltaf. Maður veit annars aldrei í þessu, hvernig þetta fer allt saman en ég er bara rólegur," segir Gunnleifur sem viðurkennir jafnframt að fleiri félög frá Noregi hafi sýnt sér áhuga. Gunnleifur er, eins og staðan er í dag, leikmaður HK og ætti að vera leikfær með Kópavogsliðinu í 1. deildinni en málið er örlítið flóknara en það. Markvörðurinn snjalli lék sem kunnugt er á láni hjá FC Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en félagið hefur verið afar óliðlegt í að skrifa undir félagsskipti Gunnleifs aftur yfir í HK og hefur allt á hornum sér. Þess má geta að Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson lék einnig þar og á við svipað vandamál að stríða við forráðamenn FC Vaduz eftir að félagið féll um deild. „Forráðamenn FC Vaduz eru búnir að vera með ótrúleg leiðindi. Ég var náttúrulega bara lánsmaður hjá þeim en þegar ég er að fara fram á að þeir sendi mér pappíra til þess að ég geti fengið leikheimild aftur með HK þá fæ ég bara senda reikninga sem þeir telja sig eiga inni hjá mér. Þar er til að mynda lækniskostnaður fyrir sjálfan mig upp á einhverjar 40 þúsund krónur eftir að ég meiddist í landsleiknum gegn Skotum og fleira í þeim dúr. Svona eru bara sumir og maður verður bara að eiga við það. Umboðsmaður minn og lögfræðingur eru að vinna í þessum málum og KSÍ er einnig búið að reyna að hjálpa mér. Þetta kemur á endanum en getur tekið einhvern smá tíma," segir Gunnleifur vongóður.
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Sjá meira