„Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2025 20:52 Stjarnan á enn eftir að fá sitt fyrsta stig í Bestu deild kvenna á tímabilinu. vísir/diego Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir 2-6 tapið fyrir Víkingi í Bestu deild kvenna í kvöld. Hann segir að leikmenn Stjörnunnar verði að taka meiri ábyrgð og liðið þurfi að bæta spilamennsku sína til muna í næstu leikjum. Eftir ágætis byrjun á leiknum hrundi allt hjá Stjörnunni eftir að Linda Líf Boama kom Víkingi yfir á 14. mínútu. Annan leikinn í röð fengu Stjörnukonur á sig sex mörk og þær sitja stigalausar á botni deildarinnar. „Það virðist vera að það hafi þurft ansi lítið til að slá okkur út af laginu. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en svo gerum við of stór mistök, einstaklingsmistök sem kosta rosalega mikið og erum alltof fljótar að brotna,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leikinn. Hann hefði viljað sjá Stjörnukonur bregðast betur við mótlætinu sem þær lentu í kvöld. „Mér fannst við brotna strax og heilt yfir var þetta virkilega slök frammistaða,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan var 1-3 undir í hálfleik og fékk svo mark á sig snemma í seinni hálfleik. „Við ætluðum að rífa okkur í gang og koma með 2-3 markið til að búa til leik úr þessu. En við vinnum ekki fótboltaleiki ef við getum ekki varist föstum leikatriðum. Ég held að við séum búnar að fá á okkur sex mörk úr föstum leikatriðum í fyrstu tveimur leikjunum. Það þurfum að byrja á að stoppa í þau göt,“ sagði Jóhannes Karl. Hann segir að fyrir utan einstaklingsmistök sé Stjörnuliðið alls ekki að spila vel og margt vanti upp á. „Leikur alls liðsins er engan veginn nógu góður. Sérstaklega sóknarlega erum við ekki að halda í boltann og hreyfa hann eins og við viljum gera. En svo er fótbolti þannig að allir þurfa að taka ábyrgð og þegar þú færð á þig mörg mörk úr föstum leikatriðum eins og við erum að gera þurfum við að byrja á að líta inn á við og vera aðeins stærri í því sem við erum að gera, gera þetta saman sem lið og koma þessum boltum í burt. En það er svolítið eins og allir séu að bíða eftir að næsti maður geri það.“ Aðspurður hvort Stjarnan myndi fá liðsauka áður en félagaskiptaglugganum verður lokað kvaðst Jóhannes Karl ekki eiga von á því. Hann vonaðist hins vegar til þess að endurheimta fyrirliðann Önnu Maríu Baldursdóttur í næsta leik sem er gegn Tindastóli á útivelli á sunnudaginn. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Eftir ágætis byrjun á leiknum hrundi allt hjá Stjörnunni eftir að Linda Líf Boama kom Víkingi yfir á 14. mínútu. Annan leikinn í röð fengu Stjörnukonur á sig sex mörk og þær sitja stigalausar á botni deildarinnar. „Það virðist vera að það hafi þurft ansi lítið til að slá okkur út af laginu. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en svo gerum við of stór mistök, einstaklingsmistök sem kosta rosalega mikið og erum alltof fljótar að brotna,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leikinn. Hann hefði viljað sjá Stjörnukonur bregðast betur við mótlætinu sem þær lentu í kvöld. „Mér fannst við brotna strax og heilt yfir var þetta virkilega slök frammistaða,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan var 1-3 undir í hálfleik og fékk svo mark á sig snemma í seinni hálfleik. „Við ætluðum að rífa okkur í gang og koma með 2-3 markið til að búa til leik úr þessu. En við vinnum ekki fótboltaleiki ef við getum ekki varist föstum leikatriðum. Ég held að við séum búnar að fá á okkur sex mörk úr föstum leikatriðum í fyrstu tveimur leikjunum. Það þurfum að byrja á að stoppa í þau göt,“ sagði Jóhannes Karl. Hann segir að fyrir utan einstaklingsmistök sé Stjörnuliðið alls ekki að spila vel og margt vanti upp á. „Leikur alls liðsins er engan veginn nógu góður. Sérstaklega sóknarlega erum við ekki að halda í boltann og hreyfa hann eins og við viljum gera. En svo er fótbolti þannig að allir þurfa að taka ábyrgð og þegar þú færð á þig mörg mörk úr föstum leikatriðum eins og við erum að gera þurfum við að byrja á að líta inn á við og vera aðeins stærri í því sem við erum að gera, gera þetta saman sem lið og koma þessum boltum í burt. En það er svolítið eins og allir séu að bíða eftir að næsti maður geri það.“ Aðspurður hvort Stjarnan myndi fá liðsauka áður en félagaskiptaglugganum verður lokað kvaðst Jóhannes Karl ekki eiga von á því. Hann vonaðist hins vegar til þess að endurheimta fyrirliðann Önnu Maríu Baldursdóttur í næsta leik sem er gegn Tindastóli á útivelli á sunnudaginn.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn