Þjóðkirkja Íslendinga 7. nóvember 2009 06:00 Það fer ekki hjá því í svo fjölmennri hreyfingu sem Þjóðkirkju Íslendinga að þar verða atburðir og atvik sem valda ágreiningi og skaða eða jafnvel sorg. Þessir atburðir og þau sem bera ábyrgð á þeim vekja athygli og fjölmiðlar gera einatt talsvert úr þeim. Eðlilega eru miklar kröfur gerðar til forystumanna og starfsmanna Þjóðkirkjunnar, meðal annars í einkamálum og siðferðilegum efnum, og ævinlega vekja veikleikar og syndir óblandna athygli og áhuga margra - og stundum beinlínis ánægju. Vissulega er það til umhugsunar og umræðu að fjölmiðlar finni hjá sér hvöt til að birta ekki síður fregnir og upplýsingar um allt það góða og uppbyggilega starf sem stöðugt er unnið á vegum Þjóðkirkju Íslendinga að sönnum þjóðþrifum og raunverulegum siðbótum. Þjóðkirkjan, Rómarkirkjan og aðrir kristnir söfnuðir vinna ótrúlega víðtæk störf að menningu, listum, líkn, umhyggju, uppeldi, fræðslu, ráðgjöf við einstaklinga, heimili og hópa og að öðrum kærleiksverkum. Íslensk menning er afkvæmi Kristninnar og hefur grunnmótun sína frá kirkjunni, allt frá keltneskum áhrifum í byrjun yfir í blómaskeið Rómarkirkjunnar og síðan inn í þá einingu sem evangelíska lúterska kirkjan, sem er Kirkja fagnaðarerindisins, og íslenska þjóðin mótuðu með sér um aldir. Þáttur kirkjunnar í mótun þjóðerniskenndar og í alhliða endurreisn Íslendinga og menningarsókn verður aldrei fullmetinn - einfaldlega vegna þess að þjóð og kirkja voru eitt. Og enn á okkar dögum - í allri fjölbreytninni og fjölmenningunni svonefndu - þetta samfélag órofið. Áður voru ýmsir skráðir í söfnuði kirkjunnar sem vildu þó lítið eða ekkert hafa með kirkju eða Kristni að gera. Nú hefur náðst sá kristilegi árangur í þjóðfélaginu að enginn þarf að finna sig knúinn til slíks lengur. Söfnuðir Þjóðkirkjunnar eru þeim mun samstæðari og sterkari félagseiningar fyrir vikið. Þjóðkirkja Íslendinga hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Þjóðkirkjan hefur að verulegu leyti losnað úr þungu og þrúgandi faðmlagi ríkisvaldsins. Þjóðkirkjan hefur eflst að mun við þetta. Nú orðið er mjög fjölbreytt frjáls starfsemi í flestum kirkjum flesta daga. Þjóðkirkjan hefur breytst úr opinberri stofnun í lifandi almannahreyfingu. Ásamt öðrum kristnum söfnuðum og stofnunum er þetta bæði grundvöllur, veggir, þök og himinn íslensks samfélags, þjóðlífs og menningar. Mjög mikil þátttaka er víða í starfseminni sem fram fer í kirkjum landsins. Þátttaka í messum hefur aukist og þá ekki síst þátttaka almennings í heilagri kvöldmáltíð utan sérstakra kirkjuhátíða. Sígild kristin messa er sungin miklu víðar og oftar en áður tíðkaðist lengi á nýliðinni öld. Þessi reynsla hefur gefið söfnuðum Þjóðkirkjunnar kröftugan byr undir vængi og hlýtur að beina athygli þátttakendanna að þeim tækifærum sem fullt veraldlegt sjálfstæði og sjálfsábyrgð geta falið í sér fyrir Þjóðkirkjuna. Margir kristnir menn munu á því máli að aðeins með slíkum hætti megi móta hér stríðandi kirkju með brennandi anda og logandi áhuga á boðun fagnaðarerindisins öllum mönnum til líknar og endurlausnar, kirkju sem er fær um baráttu í heiminum. Ytra skipulag er vitanlega aukatriði andspænis innblæstri og anda. En ef hæfa er í þessu mati, verður slík breyting besta gjöfin sem framtíðinni verður færð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það fer ekki hjá því í svo fjölmennri hreyfingu sem Þjóðkirkju Íslendinga að þar verða atburðir og atvik sem valda ágreiningi og skaða eða jafnvel sorg. Þessir atburðir og þau sem bera ábyrgð á þeim vekja athygli og fjölmiðlar gera einatt talsvert úr þeim. Eðlilega eru miklar kröfur gerðar til forystumanna og starfsmanna Þjóðkirkjunnar, meðal annars í einkamálum og siðferðilegum efnum, og ævinlega vekja veikleikar og syndir óblandna athygli og áhuga margra - og stundum beinlínis ánægju. Vissulega er það til umhugsunar og umræðu að fjölmiðlar finni hjá sér hvöt til að birta ekki síður fregnir og upplýsingar um allt það góða og uppbyggilega starf sem stöðugt er unnið á vegum Þjóðkirkju Íslendinga að sönnum þjóðþrifum og raunverulegum siðbótum. Þjóðkirkjan, Rómarkirkjan og aðrir kristnir söfnuðir vinna ótrúlega víðtæk störf að menningu, listum, líkn, umhyggju, uppeldi, fræðslu, ráðgjöf við einstaklinga, heimili og hópa og að öðrum kærleiksverkum. Íslensk menning er afkvæmi Kristninnar og hefur grunnmótun sína frá kirkjunni, allt frá keltneskum áhrifum í byrjun yfir í blómaskeið Rómarkirkjunnar og síðan inn í þá einingu sem evangelíska lúterska kirkjan, sem er Kirkja fagnaðarerindisins, og íslenska þjóðin mótuðu með sér um aldir. Þáttur kirkjunnar í mótun þjóðerniskenndar og í alhliða endurreisn Íslendinga og menningarsókn verður aldrei fullmetinn - einfaldlega vegna þess að þjóð og kirkja voru eitt. Og enn á okkar dögum - í allri fjölbreytninni og fjölmenningunni svonefndu - þetta samfélag órofið. Áður voru ýmsir skráðir í söfnuði kirkjunnar sem vildu þó lítið eða ekkert hafa með kirkju eða Kristni að gera. Nú hefur náðst sá kristilegi árangur í þjóðfélaginu að enginn þarf að finna sig knúinn til slíks lengur. Söfnuðir Þjóðkirkjunnar eru þeim mun samstæðari og sterkari félagseiningar fyrir vikið. Þjóðkirkja Íslendinga hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Þjóðkirkjan hefur að verulegu leyti losnað úr þungu og þrúgandi faðmlagi ríkisvaldsins. Þjóðkirkjan hefur eflst að mun við þetta. Nú orðið er mjög fjölbreytt frjáls starfsemi í flestum kirkjum flesta daga. Þjóðkirkjan hefur breytst úr opinberri stofnun í lifandi almannahreyfingu. Ásamt öðrum kristnum söfnuðum og stofnunum er þetta bæði grundvöllur, veggir, þök og himinn íslensks samfélags, þjóðlífs og menningar. Mjög mikil þátttaka er víða í starfseminni sem fram fer í kirkjum landsins. Þátttaka í messum hefur aukist og þá ekki síst þátttaka almennings í heilagri kvöldmáltíð utan sérstakra kirkjuhátíða. Sígild kristin messa er sungin miklu víðar og oftar en áður tíðkaðist lengi á nýliðinni öld. Þessi reynsla hefur gefið söfnuðum Þjóðkirkjunnar kröftugan byr undir vængi og hlýtur að beina athygli þátttakendanna að þeim tækifærum sem fullt veraldlegt sjálfstæði og sjálfsábyrgð geta falið í sér fyrir Þjóðkirkjuna. Margir kristnir menn munu á því máli að aðeins með slíkum hætti megi móta hér stríðandi kirkju með brennandi anda og logandi áhuga á boðun fagnaðarerindisins öllum mönnum til líknar og endurlausnar, kirkju sem er fær um baráttu í heiminum. Ytra skipulag er vitanlega aukatriði andspænis innblæstri og anda. En ef hæfa er í þessu mati, verður slík breyting besta gjöfin sem framtíðinni verður færð.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun