Umfjöllun: Akureyri hélt haus gegn Val og vann verðskuldaðan sigur Hjalti Þór Hreinsson skrifar 3. desember 2009 20:49 Heimir Örn skoraði fimm mörk í sex skotum. Akureyri vann góðan 29-25 sigur á Val í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri hefur þar með unnið fimm leiki í röð og er komið upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Bæði lið voru afar lengi að koma sér í gírinn. Nánar tiltekið um 20 mínútur. Sóknarmistök, feilsendingar, slök markvarsla hjá Akureyri og léleg sókn hjá Val, voru meðal þess sem sáust í Höllinni. Hafþór Einarsson, markmaður Akureyrar, tók svo við sér á meðan Hlynur Morthens kollegi hans hjá Val slakaði á. Þá komst Akureyri yfir í fyrsta sinn, í 9-8, og leiddi út hálfleikinn. Liðið komst mest þremur mörkum yfir, 16-13, en staðan í hálfleik var 16-14. Valsmenn fengu alls sex vítaköst í fyrri hálfleik og nýttu þau öll. Ernir Hrafn Arnarson Valsmaður skoraði aðeins eitt mark í heilum níu skotum í fyrri hálfleik. Valsmenn jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir tíu mínútur en þá sigldi Akureyri fram úr. Inn á kom Hörður Flóki Ólafsson í markið og hann varði átta skot og átti þrjár stoðsendingar á stuttum tíma. Góð vörn og markvarsla lagði grunninn að fimm marka forystu Akureyrar, þegar staðan var 25-20 voru aðeins tíu mínútur til leiksloka. En eins og svo oft áður á það ekki við Akureyri að halda forystu og enn og aftur gerðu þeir leikinn sinn spennandi, án þess að þurfa það. Valsmenn minnkuðu muninn jafnt og þétt og gátu jafnað í 26-26 þegar Hörður varði og Jónatan Magnússon skoraði lykilmark, Akureyri þar með komið tveimur mörkum yfir og aðeins tvær og hálf eftir. Akureyri hélt haus og kláraði leikinn, unnu að lokum örugglega. Lokatölur 29-25. Áhorfendur í Höllinni í kvöld voru vel stemmdir og um 1000 talsins. Hjá heimamönnum dró Jónatan vagninn í fyrri hálfleik og hinn geðþekki bankastarfsmaður reif áhorfendur með liðinu þegar á móti blés. Heimir Örn var góður og Guðlaugur líka. Innkoma Flóka var góð. Hjá Val skutu Ernir og Elvar samtals 32 sinnum á markið og skoruðu þeir 9 mörk. Hlynur varði sæmilega í markinu en hann náði sér aldrei almennilega á strik, mörg skotanna sem hann varði voru slök skylduskot Akureyringa. Vörn Vals var ekki góð og sóknarleikurinn oft á tíðum tilviljunarkenndur og klaufalegur. Liðið fékk til að mynda fjórum sinnum dæmda á sig línu í seinni hálfleik. Akureyringar mega vel við una eftir sigurinn sem kom þeim upp að hlið Vals á toppi deildarinnar.Tölfræði leiksins:Akureyri-Valur 29-25 (16-14)Mörk Akureyrar (skot): Jónatan Magnússon 7 (16), Oddur Grétarsson 6 (9), Heimir Örn Árnason 5 (6), Árni Þór Sigtryggsson 4 (9), Guðlaugur Arnarsson 3 (3), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Hörður F. Sigþórsson 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (16) 50%, Hafþór Einarsson 10 (28) 36%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 3, Heimir, Andri, Guðlaugur).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 14 mín.Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 8/5 (10), Ernir Hrafn Arnarson 5 (18), Elvar Friðriksson 4/1 (14), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Sigfús Páll Sigfússon 3 (3), Orri Freyr Gíslason 2 (2.Varin skot: Hlynur Morthens 16 () 36%, Friðrik Sigmarsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar,).Fiskuð víti: 6 (Ingvar 3, Arnór, Ernir, Orri F.).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Ágætir. Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Akureyri vann góðan 29-25 sigur á Val í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri hefur þar með unnið fimm leiki í röð og er komið upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Bæði lið voru afar lengi að koma sér í gírinn. Nánar tiltekið um 20 mínútur. Sóknarmistök, feilsendingar, slök markvarsla hjá Akureyri og léleg sókn hjá Val, voru meðal þess sem sáust í Höllinni. Hafþór Einarsson, markmaður Akureyrar, tók svo við sér á meðan Hlynur Morthens kollegi hans hjá Val slakaði á. Þá komst Akureyri yfir í fyrsta sinn, í 9-8, og leiddi út hálfleikinn. Liðið komst mest þremur mörkum yfir, 16-13, en staðan í hálfleik var 16-14. Valsmenn fengu alls sex vítaköst í fyrri hálfleik og nýttu þau öll. Ernir Hrafn Arnarson Valsmaður skoraði aðeins eitt mark í heilum níu skotum í fyrri hálfleik. Valsmenn jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir tíu mínútur en þá sigldi Akureyri fram úr. Inn á kom Hörður Flóki Ólafsson í markið og hann varði átta skot og átti þrjár stoðsendingar á stuttum tíma. Góð vörn og markvarsla lagði grunninn að fimm marka forystu Akureyrar, þegar staðan var 25-20 voru aðeins tíu mínútur til leiksloka. En eins og svo oft áður á það ekki við Akureyri að halda forystu og enn og aftur gerðu þeir leikinn sinn spennandi, án þess að þurfa það. Valsmenn minnkuðu muninn jafnt og þétt og gátu jafnað í 26-26 þegar Hörður varði og Jónatan Magnússon skoraði lykilmark, Akureyri þar með komið tveimur mörkum yfir og aðeins tvær og hálf eftir. Akureyri hélt haus og kláraði leikinn, unnu að lokum örugglega. Lokatölur 29-25. Áhorfendur í Höllinni í kvöld voru vel stemmdir og um 1000 talsins. Hjá heimamönnum dró Jónatan vagninn í fyrri hálfleik og hinn geðþekki bankastarfsmaður reif áhorfendur með liðinu þegar á móti blés. Heimir Örn var góður og Guðlaugur líka. Innkoma Flóka var góð. Hjá Val skutu Ernir og Elvar samtals 32 sinnum á markið og skoruðu þeir 9 mörk. Hlynur varði sæmilega í markinu en hann náði sér aldrei almennilega á strik, mörg skotanna sem hann varði voru slök skylduskot Akureyringa. Vörn Vals var ekki góð og sóknarleikurinn oft á tíðum tilviljunarkenndur og klaufalegur. Liðið fékk til að mynda fjórum sinnum dæmda á sig línu í seinni hálfleik. Akureyringar mega vel við una eftir sigurinn sem kom þeim upp að hlið Vals á toppi deildarinnar.Tölfræði leiksins:Akureyri-Valur 29-25 (16-14)Mörk Akureyrar (skot): Jónatan Magnússon 7 (16), Oddur Grétarsson 6 (9), Heimir Örn Árnason 5 (6), Árni Þór Sigtryggsson 4 (9), Guðlaugur Arnarsson 3 (3), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Hörður F. Sigþórsson 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (16) 50%, Hafþór Einarsson 10 (28) 36%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 3, Heimir, Andri, Guðlaugur).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 14 mín.Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 8/5 (10), Ernir Hrafn Arnarson 5 (18), Elvar Friðriksson 4/1 (14), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Sigfús Páll Sigfússon 3 (3), Orri Freyr Gíslason 2 (2.Varin skot: Hlynur Morthens 16 () 36%, Friðrik Sigmarsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar,).Fiskuð víti: 6 (Ingvar 3, Arnór, Ernir, Orri F.).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Ágætir.
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira