Ross Brawn vill ekki nýja mótaröð 16. júní 2009 08:21 Ross Brawn og Jenson Button verða á heimavelli um næstu helgi á Silverstone. mynd: kappakstur.is Ross Brawn, eigandi Brawn liðsins sem er efst í stigamóti keppnisliða og ökumanna í Formúlu 1 fór á fund FIA í gær vegna deilumálsins um reglur á næsta ári. Hann styður aðgerðir FOTA, samtaka keppnisliða, en segist samt ekki vilja nýja mótaröð í trássi við FIA. "Ég vil finna lausn á málunum og finna jafnvægi á milli óska bílaframleiðenda og nýrra og sjálfstæðra liða. Mitt lið hefði ekki orðið að veruleika nema af því meðlimir FOTA studdu mig og Mercedes hjálpaði mér í véla og tæknimálum", sagði Brawn um afstöðu síns liðs í málinu. "FOTA er samtök keppnisliða, ekki bílaframleiðenda. Ég trúi á hugmyndirnar sem menn eru með um framtíð Formúlu 1 og er bjartsýnn á að lausn finnist. Við erum byrjuð að smíða 2010 bílinn og til í slaginn. Það þarf bara að leysa þennan samskiptahnút á milli FOTA og FIA. Ég er ekki meðmæltur því að við stofnum nýja mótaröð, en ef sú yrði raunin að hún yrði stofnuð. Þá yrðu bílarnir svipaðir og við erum að vinna að þessa dagana...", sagði Brawn. Diplómatískt svar, með smá hótunar undirtón mætti alveg lesa í orð kappans sem hefur slegið í gegn í ár með nýja liði sínu. Hann verður á heimavelli á Silverstone brautinni um næstu helgi. Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ross Brawn, eigandi Brawn liðsins sem er efst í stigamóti keppnisliða og ökumanna í Formúlu 1 fór á fund FIA í gær vegna deilumálsins um reglur á næsta ári. Hann styður aðgerðir FOTA, samtaka keppnisliða, en segist samt ekki vilja nýja mótaröð í trássi við FIA. "Ég vil finna lausn á málunum og finna jafnvægi á milli óska bílaframleiðenda og nýrra og sjálfstæðra liða. Mitt lið hefði ekki orðið að veruleika nema af því meðlimir FOTA studdu mig og Mercedes hjálpaði mér í véla og tæknimálum", sagði Brawn um afstöðu síns liðs í málinu. "FOTA er samtök keppnisliða, ekki bílaframleiðenda. Ég trúi á hugmyndirnar sem menn eru með um framtíð Formúlu 1 og er bjartsýnn á að lausn finnist. Við erum byrjuð að smíða 2010 bílinn og til í slaginn. Það þarf bara að leysa þennan samskiptahnút á milli FOTA og FIA. Ég er ekki meðmæltur því að við stofnum nýja mótaröð, en ef sú yrði raunin að hún yrði stofnuð. Þá yrðu bílarnir svipaðir og við erum að vinna að þessa dagana...", sagði Brawn. Diplómatískt svar, með smá hótunar undirtón mætti alveg lesa í orð kappans sem hefur slegið í gegn í ár með nýja liði sínu. Hann verður á heimavelli á Silverstone brautinni um næstu helgi.
Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira