Sækist eftir forystusæti í Reykjavík 20. febrúar 2009 15:47 Sigurður Kári Kristjánsson Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður dagana 13. og 14. mars næstkomandi vegna komandi Alþingiskosninga. Sigurður Kári sækist eftir forystusæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og óskar eftir stuðningi í 2.-3. sæti í prófkjörinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Kára sem var kjörinn á Alþingi sem þingmaður Reykvíkinga árið 2003. Sigurður Kári hefur átt sæti í menntamálanefnd Alþingis frá árinu 2003 og verið formaður menntamálanefndar frá 2005-2009. Þá hefur Sigurður Kári átt sæti í allsherjarnefnd Alþingis frá 2003. Jafnframt sat Sigurður Kári í iðnaðarnefnd Alþingis á tímabilinu 2003-2007 og átti sæti í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrármál 2004-2007 og frá árinu 2009. Með framboði sínu vill Sigurður Kári taka með kröftugum hætti þátt í enduruppbyggingu íslensks samfélags á öllum sviðum. Við þá uppbyggingu telur Sigurður Kári mestu skipta að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar verði til framtíðar og að hagsmunir heimilanna verði hafðir að leiðarljósi í þeirri uppbyggingu, ekki síst þannig að sköttum og álögum á fólkið í landinu verði haldið í algjöru lágmarki. Þá leggur Sigurður Kári afar mikla áherslu á uppbyggingu atvinnulífsins og fjármálakerfisins. Kraftmikil atvinnusköpun, hvort sem er á þeim grunni sem fyrir er eða á grundvelli nýsköpunar, er forsenda þess að hægt verði að berjast gegn atvinnuleysi í landinu. Endurreisn bankakerfisins gegnir þar einnig lykilhlutverki. Ennfremur leggur Sigurður Kári áherslu á ábyrga stjórn efnahagsmála og að mörkuð verði framtíðarstefna í peninga- og gjaldmiðilsmálum á Íslandi. Sigurður Kári telur að reynsla sín, þekking og hugmyndir muni reynast vel við þá enduruppbyggingu. Í störfum sínum á Alþingi hefur Sigurður Kári sem formaður menntamálanefndar lagt mikla áherslu á menntamál, en einnig og ekki síður á atvinnumál, efnahags- og skattamál og gjaldmiðilsmál, auðlindamál og auðlindanýtingu, réttarfars- og stjórnskipunarmál auk Evrópu- og utanríkismála. Á þessi mál og önnur mun Sigurður Kári áfram leggja mikla áherslu í störfum sínum. Sigurður Kári hefur lagt fram fjölmörg frumvörp á Alþingi, þar á meðal frumvarp um fjárhagslegan stuðning íslenska ríkisins við málsókn gegn breskum stjórnvöldum vegna beitingar hryðjuverkalaga, sem samþykkt var sem lög frá Alþingi í desember 2008. Sigurður Kári hefur jafnframt ritað fjölda greina og pistla í blöð, tímarit og á heimasíður sínar, www.sigurdurkari.is og www.sigurdurkari.blog.is. Kosningar 2009 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður dagana 13. og 14. mars næstkomandi vegna komandi Alþingiskosninga. Sigurður Kári sækist eftir forystusæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og óskar eftir stuðningi í 2.-3. sæti í prófkjörinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Kára sem var kjörinn á Alþingi sem þingmaður Reykvíkinga árið 2003. Sigurður Kári hefur átt sæti í menntamálanefnd Alþingis frá árinu 2003 og verið formaður menntamálanefndar frá 2005-2009. Þá hefur Sigurður Kári átt sæti í allsherjarnefnd Alþingis frá 2003. Jafnframt sat Sigurður Kári í iðnaðarnefnd Alþingis á tímabilinu 2003-2007 og átti sæti í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrármál 2004-2007 og frá árinu 2009. Með framboði sínu vill Sigurður Kári taka með kröftugum hætti þátt í enduruppbyggingu íslensks samfélags á öllum sviðum. Við þá uppbyggingu telur Sigurður Kári mestu skipta að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar verði til framtíðar og að hagsmunir heimilanna verði hafðir að leiðarljósi í þeirri uppbyggingu, ekki síst þannig að sköttum og álögum á fólkið í landinu verði haldið í algjöru lágmarki. Þá leggur Sigurður Kári afar mikla áherslu á uppbyggingu atvinnulífsins og fjármálakerfisins. Kraftmikil atvinnusköpun, hvort sem er á þeim grunni sem fyrir er eða á grundvelli nýsköpunar, er forsenda þess að hægt verði að berjast gegn atvinnuleysi í landinu. Endurreisn bankakerfisins gegnir þar einnig lykilhlutverki. Ennfremur leggur Sigurður Kári áherslu á ábyrga stjórn efnahagsmála og að mörkuð verði framtíðarstefna í peninga- og gjaldmiðilsmálum á Íslandi. Sigurður Kári telur að reynsla sín, þekking og hugmyndir muni reynast vel við þá enduruppbyggingu. Í störfum sínum á Alþingi hefur Sigurður Kári sem formaður menntamálanefndar lagt mikla áherslu á menntamál, en einnig og ekki síður á atvinnumál, efnahags- og skattamál og gjaldmiðilsmál, auðlindamál og auðlindanýtingu, réttarfars- og stjórnskipunarmál auk Evrópu- og utanríkismála. Á þessi mál og önnur mun Sigurður Kári áfram leggja mikla áherslu í störfum sínum. Sigurður Kári hefur lagt fram fjölmörg frumvörp á Alþingi, þar á meðal frumvarp um fjárhagslegan stuðning íslenska ríkisins við málsókn gegn breskum stjórnvöldum vegna beitingar hryðjuverkalaga, sem samþykkt var sem lög frá Alþingi í desember 2008. Sigurður Kári hefur jafnframt ritað fjölda greina og pistla í blöð, tímarit og á heimasíður sínar, www.sigurdurkari.is og www.sigurdurkari.blog.is.
Kosningar 2009 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira