Ökumönnum Red Bull frjálst að kljást 17. júlí 2009 09:11 Mark Webber á Red Bull vann síðasta mót, en Sebastian Vettel mótið þar á undan. Þó mikið sé undir hjá Red Bull keppnisliðinu sem hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót, þá segir Christian Horner að Mark Webber og Sebastian Vettel sem frjálst að keppa af fullri hörku við hvorn annan. Liðið á góða möguleika á titlum í ár, eftir gott gengi. "Við styðjum jafnt við bakið á báðum ökumönnum. Það er bara 1,5 stig á milli þeirra og þeir eiga því báðir möguleika á titlinum. Það er langur vegur í að ná í Jenson Button, en ef sú staða kemur upp að aðeins annar ökumanna okkar á möguleika á að skáka honum, þá munu þeir spila með hvor öðrum. Við ætlum okkur það að þeir nái báðum Brawn bílum í mótum, sama hvort það er Button eða Barrichello", sagði Horner. Red Bull vann á Silverstone og Nurburgring og virðist standa framarn en Brawn þessa dagana, eftir að hafa breytt útfærslu bílsins milli móta. "Ökumenn okkar eru á misjöfnum stað í tilverunni, annar eldri en hinn, en þeir hafa unnið mjög vel saman og náð fyrsta og öðru sæti. Skiptst á að sigra. Það eru engin veikleikamerki hjá okkur , en við gætum þess samt að framþróa bílinn og undirbúa okkur af kostgæfni", sagði Horner. Næsta mót er í á Hungaroring í Ungverjalandi um aðra helgi, en sú braut er mjög krókótt og í hægara lagi. Brawn menn telja að bíll sinn virki betur þar en bíll Red Bull. Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þó mikið sé undir hjá Red Bull keppnisliðinu sem hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót, þá segir Christian Horner að Mark Webber og Sebastian Vettel sem frjálst að keppa af fullri hörku við hvorn annan. Liðið á góða möguleika á titlum í ár, eftir gott gengi. "Við styðjum jafnt við bakið á báðum ökumönnum. Það er bara 1,5 stig á milli þeirra og þeir eiga því báðir möguleika á titlinum. Það er langur vegur í að ná í Jenson Button, en ef sú staða kemur upp að aðeins annar ökumanna okkar á möguleika á að skáka honum, þá munu þeir spila með hvor öðrum. Við ætlum okkur það að þeir nái báðum Brawn bílum í mótum, sama hvort það er Button eða Barrichello", sagði Horner. Red Bull vann á Silverstone og Nurburgring og virðist standa framarn en Brawn þessa dagana, eftir að hafa breytt útfærslu bílsins milli móta. "Ökumenn okkar eru á misjöfnum stað í tilverunni, annar eldri en hinn, en þeir hafa unnið mjög vel saman og náð fyrsta og öðru sæti. Skiptst á að sigra. Það eru engin veikleikamerki hjá okkur , en við gætum þess samt að framþróa bílinn og undirbúa okkur af kostgæfni", sagði Horner. Næsta mót er í á Hungaroring í Ungverjalandi um aðra helgi, en sú braut er mjög krókótt og í hægara lagi. Brawn menn telja að bíll sinn virki betur þar en bíll Red Bull.
Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira