Gæsabringur með bláberjasósu 10. mars 2009 00:01 1 gæsabringa eða bringa af öðrum villtum fugli á mann bláber salt og piparBrúnið kjötið vel við háan hita og bætið berjunum við í lokin. Látið kjötið svo kólna við stofuhita áður en það er sett inn í ofn í eldföstu móti og eldað við 180°C í 10-13 mínútur (fer svolítið eftir stærð). Gott er að láta fuglinn standa aðeins áður en hann er skorinn.Sósa½ l andasoð 1 dl púrtvín 2 dl rjómi 1 dl bláberjasulta 1 dl bláber salt og pipar Búið til gott soð, blandið víninu saman við og látið aðeins sjóða niður. Blandið þá rjómanum saman við og látið suðuna koma upp. Bætið því næst sultunni og bláberjunum út í og smakkið til með salti og pipar. Gott er að setja smá gráðaost í sósuna.Bakaðar haselbach-kartöflurAfhýðið kartöflurnar og setjið í þar til gert form. Skerið kartöflurnar í þunnar skífur. Bræðið smjör og hellið yfir og stráið einnig salti yfir. Bakið kartöflurnar við 200°C í eina klukkustund. Þegar 20 mínútur eru eftir af tímanum stráið þá parmesanosti yfir. Gott er að ausa smjöri yfir tvisvar á meðan á elduninni stendur. Með þessu höfum við perur og perlulauk. Afhýðið perurnar og skerið í báta. Afhýðið einnig laukinn. Setjið u.þ.b. 3 msk. af smjöri á pönnu og steikið perurnar með lauknum í 3-4 mínútur. Stráið þá 3-4 msk. af sykri yfir til að gera smá karamellu. Vín með aðalréttVín: Bolla La Poiane. Valpolicella frá Norður-Ítalíu, mjúkt og margslungið, hentar vel með villibráð og blönduðum kjötréttum. Kryddað, með vott af lakkrís, mosa og vanillu. Hefur góða fyllingu, rúnað, í góðu jafnvægi og er opið með þægilega ristaða endingu. Vínið geymist í allt að 15 ár. Skal borið fram við 18°C og flaskan á að vera opin í 2 tíma áður en vínið er drukkið. Hentar einstaklega vel með aðalréttum eins og rauðu kjöti, grillmat og hreint alveg stórkostlegt með þroskuðum ostum. Glös: Magnum-rauðvínsglös Gæs Jói Fel Sósur Uppskriftir Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið
1 gæsabringa eða bringa af öðrum villtum fugli á mann bláber salt og piparBrúnið kjötið vel við háan hita og bætið berjunum við í lokin. Látið kjötið svo kólna við stofuhita áður en það er sett inn í ofn í eldföstu móti og eldað við 180°C í 10-13 mínútur (fer svolítið eftir stærð). Gott er að láta fuglinn standa aðeins áður en hann er skorinn.Sósa½ l andasoð 1 dl púrtvín 2 dl rjómi 1 dl bláberjasulta 1 dl bláber salt og pipar Búið til gott soð, blandið víninu saman við og látið aðeins sjóða niður. Blandið þá rjómanum saman við og látið suðuna koma upp. Bætið því næst sultunni og bláberjunum út í og smakkið til með salti og pipar. Gott er að setja smá gráðaost í sósuna.Bakaðar haselbach-kartöflurAfhýðið kartöflurnar og setjið í þar til gert form. Skerið kartöflurnar í þunnar skífur. Bræðið smjör og hellið yfir og stráið einnig salti yfir. Bakið kartöflurnar við 200°C í eina klukkustund. Þegar 20 mínútur eru eftir af tímanum stráið þá parmesanosti yfir. Gott er að ausa smjöri yfir tvisvar á meðan á elduninni stendur. Með þessu höfum við perur og perlulauk. Afhýðið perurnar og skerið í báta. Afhýðið einnig laukinn. Setjið u.þ.b. 3 msk. af smjöri á pönnu og steikið perurnar með lauknum í 3-4 mínútur. Stráið þá 3-4 msk. af sykri yfir til að gera smá karamellu. Vín með aðalréttVín: Bolla La Poiane. Valpolicella frá Norður-Ítalíu, mjúkt og margslungið, hentar vel með villibráð og blönduðum kjötréttum. Kryddað, með vott af lakkrís, mosa og vanillu. Hefur góða fyllingu, rúnað, í góðu jafnvægi og er opið með þægilega ristaða endingu. Vínið geymist í allt að 15 ár. Skal borið fram við 18°C og flaskan á að vera opin í 2 tíma áður en vínið er drukkið. Hentar einstaklega vel með aðalréttum eins og rauðu kjöti, grillmat og hreint alveg stórkostlegt með þroskuðum ostum. Glös: Magnum-rauðvínsglös
Gæs Jói Fel Sósur Uppskriftir Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið