Gleðigjafar mannfólksins 5. febrúar 2009 08:00 Hundamyndin Hotel For Dogs verður frumsýnd hérlendis á morgun. Hún fjallar um krakka sem geyma níu götuhunda í yfirgefnu húsi. Þrjár hundamyndir verða frumsýndar hérlendis á næstunni og verður gaman að sjá hvort Íslendingar séu jafnspenntir fyrir þessum loðnu ferfætlingum og bandarísku kvikmyndagestirnir voru. Hundamyndir hafa löngum notið mikilla vinsælda vestanhafs, enda fátt sem bræðir hjörtu bíógesta jafnauðveldlega og sætir og skemmtilegir hundar. Lassý, Benji og Beethoven eru allt hundar sem flestir ættu að kannast við úr bíómyndum þar sem þessi besti vinur mannsins drýgir oftar en ekki hetjudáð sem hvaða manneskja sem er gæti verið stolt af. Margir muna einnig eftir hunda- og löggumyndinni Turner and Hooch þar sem Tom Hanks lék aðalhlutverkið á móti ófrýnilegum labradorhundi og myndin 101 dalmatíuhundur, með Glenn Close í hlutverki hinnar illgjörnu Cruella De Vil, naut einnig mikilla vinsælda. Nýlega bárust fregnir af því að enn ein hundamyndin, Hotel For Dogs, hefði náð fjórða sætinu yfir vinsælustu myndirnar vestanhafs. Hún verður einmitt frumsýnd hérlendis á morgun og er henni lýst sem gamanmynd fyrir alla fjölskylduna, eins og flestar hundamyndirnar jafnan eru. Fjallar hún um tvo litla krakka með stór hjörtu sem laumast til að hýsa níu götuhunda í yfirgefnu húsi í nágrenninu. Laumuspilið leiðir af sér ótrúlegustu uppákomur sem erfitt er að dylja til lengdar. Meðal leikara eru Don Cheadle og Lisa Kudrow, betur þekkt sem Phoebe úr Friends. Þrátt fyrir vinsældirnar fær hún aðeins 3,6 af 10 mögulegum í einkunn á Imdb.com og 44% á Rottentomatoes.com. Íslenskir bíógestir mega í framhaldinu eiga von á tveimur öðrum hundamyndum. Fyrst kemur hingað Beverly Hills Chihuahua, sem var sýnd vestanhafs í fyrra við miklar vinsældir, þar sem Drew Barrymore og Andy Garcia tala fyrir chihuahua-tík og þýskan fjárhund. Hin myndin, Marley and Me, var sömuleiðis feykivinsæl í N-Ameríku. Fjallar hún á skondinn hátt um par (Jennifer Aniston og Owen Wilson) sem fær sér lítinn hvolp sem verður allsráðandi og óþolandi þegar hann stækkar. Hundamyndir eru greinilega vinsældaformúla sem getur ekki klikkað. Krakkar flykkjast á þær með foreldrum sínum og þannig mun það verða um ókomin ár, svo lengi sem þessir uppátækjasömu ferfætlingar halda áfram að standa fyrir sínu sem gleðigjafar mannfólksins. Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þrjár hundamyndir verða frumsýndar hérlendis á næstunni og verður gaman að sjá hvort Íslendingar séu jafnspenntir fyrir þessum loðnu ferfætlingum og bandarísku kvikmyndagestirnir voru. Hundamyndir hafa löngum notið mikilla vinsælda vestanhafs, enda fátt sem bræðir hjörtu bíógesta jafnauðveldlega og sætir og skemmtilegir hundar. Lassý, Benji og Beethoven eru allt hundar sem flestir ættu að kannast við úr bíómyndum þar sem þessi besti vinur mannsins drýgir oftar en ekki hetjudáð sem hvaða manneskja sem er gæti verið stolt af. Margir muna einnig eftir hunda- og löggumyndinni Turner and Hooch þar sem Tom Hanks lék aðalhlutverkið á móti ófrýnilegum labradorhundi og myndin 101 dalmatíuhundur, með Glenn Close í hlutverki hinnar illgjörnu Cruella De Vil, naut einnig mikilla vinsælda. Nýlega bárust fregnir af því að enn ein hundamyndin, Hotel For Dogs, hefði náð fjórða sætinu yfir vinsælustu myndirnar vestanhafs. Hún verður einmitt frumsýnd hérlendis á morgun og er henni lýst sem gamanmynd fyrir alla fjölskylduna, eins og flestar hundamyndirnar jafnan eru. Fjallar hún um tvo litla krakka með stór hjörtu sem laumast til að hýsa níu götuhunda í yfirgefnu húsi í nágrenninu. Laumuspilið leiðir af sér ótrúlegustu uppákomur sem erfitt er að dylja til lengdar. Meðal leikara eru Don Cheadle og Lisa Kudrow, betur þekkt sem Phoebe úr Friends. Þrátt fyrir vinsældirnar fær hún aðeins 3,6 af 10 mögulegum í einkunn á Imdb.com og 44% á Rottentomatoes.com. Íslenskir bíógestir mega í framhaldinu eiga von á tveimur öðrum hundamyndum. Fyrst kemur hingað Beverly Hills Chihuahua, sem var sýnd vestanhafs í fyrra við miklar vinsældir, þar sem Drew Barrymore og Andy Garcia tala fyrir chihuahua-tík og þýskan fjárhund. Hin myndin, Marley and Me, var sömuleiðis feykivinsæl í N-Ameríku. Fjallar hún á skondinn hátt um par (Jennifer Aniston og Owen Wilson) sem fær sér lítinn hvolp sem verður allsráðandi og óþolandi þegar hann stækkar. Hundamyndir eru greinilega vinsældaformúla sem getur ekki klikkað. Krakkar flykkjast á þær með foreldrum sínum og þannig mun það verða um ókomin ár, svo lengi sem þessir uppátækjasömu ferfætlingar halda áfram að standa fyrir sínu sem gleðigjafar mannfólksins.
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein