Vekja athygli á flokkunarkerfi 10. desember 2009 00:01 Ofbeldisleikur PEGI-merkið neðst í vinstra horni þessa tölvuleiks gefur til kynna að hann sé ekki ætlaður ungmennum undir átján ára aldri. Á næstu dögum verða kynntar niðurstöður SAFT könnunarinnar 2009 sem tengjast tölvuleikjum og farsímum. SAFT, sem stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga hér á landi. Samtökin vekja á því athygli að auki mynddiska séu tölvuleikir ein vinsælasta jólagjöfin til íslenskra barna. Þekkt sé að fullorðnir kunni að rata í vandræði þegar að því komi að velja tölvuleik sem henti aldri viðtakenda og því er bent sérstaklega á að velflestir leikir hafi til að bera sérstakar merkingar sem hjálpa eigi fólki. Merki PEGI-flokkunarkerfisins (e. Pan European Games Information), sem er samevrópskt flokkunarkerfi sem setur aldurstakmörk fyrir gagnvirka leiki og kvikmyndir, er alla jafna að finna á framhlið tölvuleikjanna, neðst í vinstra horni. Með innleiðingu kerfisins í Evrópu var ætlunin að tryggja að ólögráða börn færu ekki í leiki eða hefðu aðgang að myndefni sem ekki væri við þeirra hæfi. Þá nýtur kerfið stuðnings framleiðenda leikjatölva. Í þeim hópi eru framleiðendur þeirra tölva sem útbreiddastar eru, svo sem PlayStation, Xbox og Nintendo, sem og útgefendur og fyrirtæki sem þróa gagnvirkra leiki og myndefni um alla Evrópu.- óká Leikjavísir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Á næstu dögum verða kynntar niðurstöður SAFT könnunarinnar 2009 sem tengjast tölvuleikjum og farsímum. SAFT, sem stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga hér á landi. Samtökin vekja á því athygli að auki mynddiska séu tölvuleikir ein vinsælasta jólagjöfin til íslenskra barna. Þekkt sé að fullorðnir kunni að rata í vandræði þegar að því komi að velja tölvuleik sem henti aldri viðtakenda og því er bent sérstaklega á að velflestir leikir hafi til að bera sérstakar merkingar sem hjálpa eigi fólki. Merki PEGI-flokkunarkerfisins (e. Pan European Games Information), sem er samevrópskt flokkunarkerfi sem setur aldurstakmörk fyrir gagnvirka leiki og kvikmyndir, er alla jafna að finna á framhlið tölvuleikjanna, neðst í vinstra horni. Með innleiðingu kerfisins í Evrópu var ætlunin að tryggja að ólögráða börn færu ekki í leiki eða hefðu aðgang að myndefni sem ekki væri við þeirra hæfi. Þá nýtur kerfið stuðnings framleiðenda leikjatölva. Í þeim hópi eru framleiðendur þeirra tölva sem útbreiddastar eru, svo sem PlayStation, Xbox og Nintendo, sem og útgefendur og fyrirtæki sem þróa gagnvirkra leiki og myndefni um alla Evrópu.- óká
Leikjavísir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira