Rannsóknargögn lögreglu skilin eftir á víðavangi 27. apríl 2009 18:59 Öll rannsóknargögn lögreglu í Pólstjörnumálinu og öðrum umfangsmiklum lögreglumálum voru skilin eftir á víðavangi. Á meðal þess sem þar var að finna voru ljósmyndir og aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar. Lögmaður, sem stóð í flutningum um helgina, er ábyrgur. Í ruslagámi rétt við Þingvallavatn, sem er mikið notaður af fólki í sumarhúsum á svæðinu, fannst ekkert venjulegt rusl þegar fréttastofa kom á staðinn í morgun. Í staðinn var þar að finna mörg þúsund blaðsíður af rannsóknargöngum, afritum af lögregluskýrslum, ljósmyndum og fleira. Á meðal þeirra gagna sem þarna var að finna voru rannsóknargögn lögreglu úr pólstjörnumálinu svokallaða, einu stærsta fíkniefnamáli síðari tíma. Gögnin í gámnum voru gríðarlega ítarleg og nákvæm og í sumum tilfellum afar persónuleg. Nöfn kennitölur og bankaupplýsingar úr skilnaðarmálum, innheimtumálum og gjaldþrotamálum svo eitthvað sé nefnt. Viðlíka gögn úr öðrum umfangsmiklum sakamálum var einnig að finna í gámnum. Ljósmyndir sem voru í gámnum eru eru gott dæmi um það hvers konar göng þetta eru. Þær eru teknar af óeinkennisklæddum lögreglumönnum í Kaupmannahöfn og sýna höfuðpaurana í Pólstjórnumálinu á meðan smyglið var enn í undirbúningi. Ekki beint eitthvað sem þú vilt skilja eftir á glámbekk, Fréttastofa fann fljótlega út að gögnin eru af lögfræðistofunni Lega og tilheyra flest sakborningum sem lögfræðingar stofunnar hafa varið gegn ákærum undanfarin ár. Framkvæmdastjóri lögmannafélags Íslands sagði málið alvarlegt þegar fréttastofa ræddi við hann í dag. Lögmenn séu bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína. Og hann hafi mögulega verið brotinn í þessu tilfelli. Viðkvæmum gögnum eigi að eyða þannig að tryggt sé að þau komist ekki í rangar hendur. Bjarni Hauksson hjá lögfræðistofunni Lega segir að gögnin hafi lent í ruslagámnum á Þingvöllum fyrir mistök sem urðu í flutningum um helgina. Þau yrðu tafarlaust fjarlægð. Hann sagðist miður sín vegna mistakanna. Pólstjörnumálið Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Öll rannsóknargögn lögreglu í Pólstjörnumálinu og öðrum umfangsmiklum lögreglumálum voru skilin eftir á víðavangi. Á meðal þess sem þar var að finna voru ljósmyndir og aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar. Lögmaður, sem stóð í flutningum um helgina, er ábyrgur. Í ruslagámi rétt við Þingvallavatn, sem er mikið notaður af fólki í sumarhúsum á svæðinu, fannst ekkert venjulegt rusl þegar fréttastofa kom á staðinn í morgun. Í staðinn var þar að finna mörg þúsund blaðsíður af rannsóknargöngum, afritum af lögregluskýrslum, ljósmyndum og fleira. Á meðal þeirra gagna sem þarna var að finna voru rannsóknargögn lögreglu úr pólstjörnumálinu svokallaða, einu stærsta fíkniefnamáli síðari tíma. Gögnin í gámnum voru gríðarlega ítarleg og nákvæm og í sumum tilfellum afar persónuleg. Nöfn kennitölur og bankaupplýsingar úr skilnaðarmálum, innheimtumálum og gjaldþrotamálum svo eitthvað sé nefnt. Viðlíka gögn úr öðrum umfangsmiklum sakamálum var einnig að finna í gámnum. Ljósmyndir sem voru í gámnum eru eru gott dæmi um það hvers konar göng þetta eru. Þær eru teknar af óeinkennisklæddum lögreglumönnum í Kaupmannahöfn og sýna höfuðpaurana í Pólstjórnumálinu á meðan smyglið var enn í undirbúningi. Ekki beint eitthvað sem þú vilt skilja eftir á glámbekk, Fréttastofa fann fljótlega út að gögnin eru af lögfræðistofunni Lega og tilheyra flest sakborningum sem lögfræðingar stofunnar hafa varið gegn ákærum undanfarin ár. Framkvæmdastjóri lögmannafélags Íslands sagði málið alvarlegt þegar fréttastofa ræddi við hann í dag. Lögmenn séu bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína. Og hann hafi mögulega verið brotinn í þessu tilfelli. Viðkvæmum gögnum eigi að eyða þannig að tryggt sé að þau komist ekki í rangar hendur. Bjarni Hauksson hjá lögfræðistofunni Lega segir að gögnin hafi lent í ruslagámnum á Þingvöllum fyrir mistök sem urðu í flutningum um helgina. Þau yrðu tafarlaust fjarlægð. Hann sagðist miður sín vegna mistakanna.
Pólstjörnumálið Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira