Slitastjórn Kaupþings ræður PwC til rannsóknarvinnu Gunnar Örn Jónsson skrifar 18. ágúst 2009 13:30 Slitastjórn Kaupþings hefur ráðið endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers (PwC) til að sinna rannsókn á ráðstöfunum bankans áður en hann fór í greiðslustöðvun með sérstakri áherslu á mögulega riftun ráðstafana þrotamanns á grundvelli gjaldþrotaskiptalaga. Síðastliðið haust réð skilanefnd Kaupþings að beiðni Fjármálaeftirlitsins (FME) endurskoðunarfyrirtækið PwC til að kanna hvort bankinn eða aðilar tengdir honum hefðu á síðustu vikunum fyrir fall bankans vikið frá innri reglum hans eða brotið gegn reglum um starfsemi fjármálafyrirtækja, lögum um verðbréfaviðskipti eða almennum hegningarlögum. Ítarlegri úttekt var skilað til FME 30. desember 2008 og hefur sú úttekt þegar orðið grundvöllur frekari rannsókna. Jafnframt hafa embætti sérstaks saksóknara og rannsóknarnefnd Alþingis fengið aðgang að úttektinni. Auk fyrrnefndrar úttektar hefur mikið starf verið unnið af hálfu skilanefndar og starfsfólks hennar sem mun nýtast við undirbúning riftunarmála slitastjórnar. Kaupþing hefur verið í greiðslustöðvun frá 24. nóvember 2008. Slitastjórn bankans var skipuð 25. maí síðastliðinn. Verkefni slitastjórnar er meðal annars að kanna alla löggerninga og ráðstafanir í rekstri bankans í samræmi við riftunarákvæði gjaldþrotaskiptalaga.Viðamikil rannskókn sem nær allt að tvö ár aftur í tímann Um er að ræða viðamikla rannsókn þar sem farið verður yfir bókhald bankans og löggerninga allt að tvö ár aftur í tímann en þess má geta að færslur í bókhaldi bankans voru margar milljónir á mánuði. Helstu ráðstafanir sem koma til skoðunar eru: Lánveitingar, innlán, afleiðuviðskipti, verðbréfaviðskipti, fjármagnshreyfingar milli fyrirtækja og landa, flóknir fjármálagerningar, starfsmannatengdar greiðslur og viðskipti. Sérstaklega verða skoðuð viðskipti við nákomna aðila í skilningi gjaldþrotaskiptalaganna, stærstu hluthafa bankans, helstu stjórnendur, innherja og fleiri. Reiknað er með því að fjöldi starfsmanna PwC komi að rannsókninni sem og starfsmenn slitastjórnar og skilanefndar. Sérfræðiteymi frá PwC á Bretlandi kemur að rannsókninni frá upphafi. Ólafur Garðarson hrl. er aðstoðarmaður greiðslustöðvunar Kaupþings og á sæti í slitastjórn bankans: „Við höldum áfram þeirri vinnu sem skilanefndin hóf í haust. Stefnan er að skoða allt ofan í kjölinn en við gerum okkur grein fyrir því að umfangið er mikið. Samt sem áður er ætlunin að fara fram með fyrstu riftunarmálin í haust. Jafnframt verður eftir atvikum málum vísað til sérstaks saksóknara eða lögregluyfirvalda." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Slitastjórn Kaupþings hefur ráðið endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers (PwC) til að sinna rannsókn á ráðstöfunum bankans áður en hann fór í greiðslustöðvun með sérstakri áherslu á mögulega riftun ráðstafana þrotamanns á grundvelli gjaldþrotaskiptalaga. Síðastliðið haust réð skilanefnd Kaupþings að beiðni Fjármálaeftirlitsins (FME) endurskoðunarfyrirtækið PwC til að kanna hvort bankinn eða aðilar tengdir honum hefðu á síðustu vikunum fyrir fall bankans vikið frá innri reglum hans eða brotið gegn reglum um starfsemi fjármálafyrirtækja, lögum um verðbréfaviðskipti eða almennum hegningarlögum. Ítarlegri úttekt var skilað til FME 30. desember 2008 og hefur sú úttekt þegar orðið grundvöllur frekari rannsókna. Jafnframt hafa embætti sérstaks saksóknara og rannsóknarnefnd Alþingis fengið aðgang að úttektinni. Auk fyrrnefndrar úttektar hefur mikið starf verið unnið af hálfu skilanefndar og starfsfólks hennar sem mun nýtast við undirbúning riftunarmála slitastjórnar. Kaupþing hefur verið í greiðslustöðvun frá 24. nóvember 2008. Slitastjórn bankans var skipuð 25. maí síðastliðinn. Verkefni slitastjórnar er meðal annars að kanna alla löggerninga og ráðstafanir í rekstri bankans í samræmi við riftunarákvæði gjaldþrotaskiptalaga.Viðamikil rannskókn sem nær allt að tvö ár aftur í tímann Um er að ræða viðamikla rannsókn þar sem farið verður yfir bókhald bankans og löggerninga allt að tvö ár aftur í tímann en þess má geta að færslur í bókhaldi bankans voru margar milljónir á mánuði. Helstu ráðstafanir sem koma til skoðunar eru: Lánveitingar, innlán, afleiðuviðskipti, verðbréfaviðskipti, fjármagnshreyfingar milli fyrirtækja og landa, flóknir fjármálagerningar, starfsmannatengdar greiðslur og viðskipti. Sérstaklega verða skoðuð viðskipti við nákomna aðila í skilningi gjaldþrotaskiptalaganna, stærstu hluthafa bankans, helstu stjórnendur, innherja og fleiri. Reiknað er með því að fjöldi starfsmanna PwC komi að rannsókninni sem og starfsmenn slitastjórnar og skilanefndar. Sérfræðiteymi frá PwC á Bretlandi kemur að rannsókninni frá upphafi. Ólafur Garðarson hrl. er aðstoðarmaður greiðslustöðvunar Kaupþings og á sæti í slitastjórn bankans: „Við höldum áfram þeirri vinnu sem skilanefndin hóf í haust. Stefnan er að skoða allt ofan í kjölinn en við gerum okkur grein fyrir því að umfangið er mikið. Samt sem áður er ætlunin að fara fram með fyrstu riftunarmálin í haust. Jafnframt verður eftir atvikum málum vísað til sérstaks saksóknara eða lögregluyfirvalda."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira