Dómararnir gerðu rétt í að reka Ramune útaf 17. febrúar 2009 15:54 Ramune Pekarskyte var á dögunum valin leikmaður umferða 8-14 í N1 deildinni Dómaranefnd HSÍ segir í yfirlýsingu á heimasíðu HSÍ að dómarar leiks Stjörnunnar og Hauka í N1 deild kvenna á dögunum, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, hafi gert rétt í að gefa Haukakonunni Ramune Pekarskyte rautt spjald í leiknum. Ramune fékk rauða spjaldið fyrir að fara með olnbogann á undan sér þegar hún fór upp í skot en Stjörnukonan Alina Petrache fékk olnbogann í andlitið og steinlá. Haukar unnu leikinn 30-27 án Ramune sem fékk rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleiks. Haukarnir töpuðu hinsvegar undanúrslitaleik sömu liða í bikarnum með sex mörkum, 24-30, en Ramune tók út leikbann sitt í þeim leik. Dómaranefnd HSÍ hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu á heimsíðu HSÍ:Frá Dómaranefnd. "Vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Hauka þar sem leikmaður Hauka, Ramune Pekarskyte, fékk útilokun í kjölfar sóknarbrots vill dómaranefnd koma því á framfæri að dómarar leiksins brugðust rétt við tilgreindu atviki og mátu atvikið í samræmi við reglu 8:5b (sjá einnig athugasemd við 8:5b) og beittu útilokun í samræmi við reglu 16:6b."Regla 8:5b Leikmaður sem stofnar heilsu mótherja í hættu þegar hann ræðst gegn honum skal útilokaður (16:6b) einkum ef hann: a) frá hlið eða aftan frá, slær eða togar í skothönd leikmanns sem er að kasta boltanum eða senda hann, b) veldur því að mótherji verður fyrir höggi á höfuð eða háls, c) viljandi veitir mótherja högg á líkama með fæti eða hné eða með einhverjum öðrum hætti, svo sem að bregða fyrir hann fæti. d) hrindir mótherja sem er að hlaupa eða stökkva, eða ræðst þannig að honum að mótherji missir jafnvægið; þetta á einnig við þegar markvörður kemur út fyrir markteig í hraðaupphlaupi mótherja; e) skýtur aukakasti að marki í höfuð varnarmanns og að því gefnu varnarmaður hreyfi sig ekki, eða skýtur í höfuð markvarðar úr vítakasti og að því gefnu að markvörður hreyfi sig ekki.Athugasemd: Brot, þar sem jafnvel lítil líkamleg snerting á sér stað, geta verið hættuleg og haft alvarlegar afleiðingar ef þau eru tímasett þannig að andstæðingurinn er varnarlaus eða getur ekki á von á þeim. Við ákvörðun á útilokun í þessum tilvikum skal skoða áhættuna á því að skaða leikmanninn í stað þess er virðist lítil líkamleg snertingvið hann.Regla 16:6b 16:6 Dæma skal útilokun: b) fyrir brot sem stofna heilsu mótherja í hættu (8:5) Olís-deild kvenna Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Dómaranefnd HSÍ segir í yfirlýsingu á heimasíðu HSÍ að dómarar leiks Stjörnunnar og Hauka í N1 deild kvenna á dögunum, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, hafi gert rétt í að gefa Haukakonunni Ramune Pekarskyte rautt spjald í leiknum. Ramune fékk rauða spjaldið fyrir að fara með olnbogann á undan sér þegar hún fór upp í skot en Stjörnukonan Alina Petrache fékk olnbogann í andlitið og steinlá. Haukar unnu leikinn 30-27 án Ramune sem fékk rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleiks. Haukarnir töpuðu hinsvegar undanúrslitaleik sömu liða í bikarnum með sex mörkum, 24-30, en Ramune tók út leikbann sitt í þeim leik. Dómaranefnd HSÍ hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu á heimsíðu HSÍ:Frá Dómaranefnd. "Vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Hauka þar sem leikmaður Hauka, Ramune Pekarskyte, fékk útilokun í kjölfar sóknarbrots vill dómaranefnd koma því á framfæri að dómarar leiksins brugðust rétt við tilgreindu atviki og mátu atvikið í samræmi við reglu 8:5b (sjá einnig athugasemd við 8:5b) og beittu útilokun í samræmi við reglu 16:6b."Regla 8:5b Leikmaður sem stofnar heilsu mótherja í hættu þegar hann ræðst gegn honum skal útilokaður (16:6b) einkum ef hann: a) frá hlið eða aftan frá, slær eða togar í skothönd leikmanns sem er að kasta boltanum eða senda hann, b) veldur því að mótherji verður fyrir höggi á höfuð eða háls, c) viljandi veitir mótherja högg á líkama með fæti eða hné eða með einhverjum öðrum hætti, svo sem að bregða fyrir hann fæti. d) hrindir mótherja sem er að hlaupa eða stökkva, eða ræðst þannig að honum að mótherji missir jafnvægið; þetta á einnig við þegar markvörður kemur út fyrir markteig í hraðaupphlaupi mótherja; e) skýtur aukakasti að marki í höfuð varnarmanns og að því gefnu varnarmaður hreyfi sig ekki, eða skýtur í höfuð markvarðar úr vítakasti og að því gefnu að markvörður hreyfi sig ekki.Athugasemd: Brot, þar sem jafnvel lítil líkamleg snerting á sér stað, geta verið hættuleg og haft alvarlegar afleiðingar ef þau eru tímasett þannig að andstæðingurinn er varnarlaus eða getur ekki á von á þeim. Við ákvörðun á útilokun í þessum tilvikum skal skoða áhættuna á því að skaða leikmanninn í stað þess er virðist lítil líkamleg snertingvið hann.Regla 16:6b 16:6 Dæma skal útilokun: b) fyrir brot sem stofna heilsu mótherja í hættu (8:5)
Olís-deild kvenna Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira