Þýfð lögfræði Þórólfur Matthíasson skrifar 12. október 2009 06:00 Þórólfur Matthíasson skrifar um efnahagsmál Sú saga er sögð af Einari Benediktssyni að hann hafi eitt sinn selt erlendum mönnum (enskum?) jörðina Þúfu í Ölfusi. Að kaupum frágengnum hafi hann farið með þeim austur og þegar þeir spurðu um eign sína hafi hann bent á eina þúfuna á jörðinni og snúist á hæli. Í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið er íslenskum stjórnvöldum skylt að haga tryggingu innistæðna í bönkum í samræmi við fyrirmæli í tilskipun Evrópusambandsins 94/19/EC. Samkvæmt tilskipuninni skulu stjórnvöld sjá til þess að fyrstu 20.887 evrurnar á bankareikningum einstaklinga séu tryggðar þó svo banki komist í greiðsluþrot. Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn og nokkrir íslenskir sérfræðingar halda því fram að Ísland hafi uppfyllt sínar skyldur með því að setja lög 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Þau lög kveða á um að fjármálastofnun sem aðild á að sjóðnum skuli greiða sem svarar 1% af innistæðum til sjóðsins. Ofangreindir stjórnmálamenn og sérfræðingar telja að með setningu laga 98/1999 ljúki ábyrgð stjórnvalda gagnvart innistæðutryggingunni í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Með öðrum orðum segja þessir stjórnmálamenn og sérfræðingar að Þúfa sé þúfa og sjóður sé sjóður hver svo sem stærð og greiðslugeta hans sé. Erlendir sérfræðingar og margir innlendir sem ég hef rætt við eru ekki sama sinnis. Þeir segja að selji maður Þúfu dugi ekki að benda á þúfu. Hafi íslenska ríkið undirgengist, með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, að tryggja fyrstu 20.887 evrur á innistæðureikningi í fjármálastofnun þá sé íslenska ríkið ábyrgt fyrir þeirri upphæð óháð því hvaða sjónhverfingar sé reynt að setja á svið að öðru leyti. Evrópudómstóllinn hefur reyndar tekið af öll tvímæli um að ríkisstjórnir einstakra landa innan sambandsins (og innan EES) séu ábyrgar séu tilskipanir ekki lögleiddar bæði að formi og innihaldi, sbr. niðurstöður í máli Francovich gegn Ítalíu frá 1991. Þess ber að lokum að geta að þeir sem best þekkja til orða og æðis Einars Benedikssonar telja að orðaleikurinn um Þúfu og þúfu hafi verið hrekkur en ekki alvara. Hinir erlendu aðilar hafi fengið afhenta þá eign sem þeir keyptu. Enda farnast þeim að jafnaði betur sem heldur gerða samninga en hinum sem leitar allra leiða til að koma sér undan efndum. Höfundur er prófessor í hagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson skrifar um efnahagsmál Sú saga er sögð af Einari Benediktssyni að hann hafi eitt sinn selt erlendum mönnum (enskum?) jörðina Þúfu í Ölfusi. Að kaupum frágengnum hafi hann farið með þeim austur og þegar þeir spurðu um eign sína hafi hann bent á eina þúfuna á jörðinni og snúist á hæli. Í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið er íslenskum stjórnvöldum skylt að haga tryggingu innistæðna í bönkum í samræmi við fyrirmæli í tilskipun Evrópusambandsins 94/19/EC. Samkvæmt tilskipuninni skulu stjórnvöld sjá til þess að fyrstu 20.887 evrurnar á bankareikningum einstaklinga séu tryggðar þó svo banki komist í greiðsluþrot. Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn og nokkrir íslenskir sérfræðingar halda því fram að Ísland hafi uppfyllt sínar skyldur með því að setja lög 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Þau lög kveða á um að fjármálastofnun sem aðild á að sjóðnum skuli greiða sem svarar 1% af innistæðum til sjóðsins. Ofangreindir stjórnmálamenn og sérfræðingar telja að með setningu laga 98/1999 ljúki ábyrgð stjórnvalda gagnvart innistæðutryggingunni í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Með öðrum orðum segja þessir stjórnmálamenn og sérfræðingar að Þúfa sé þúfa og sjóður sé sjóður hver svo sem stærð og greiðslugeta hans sé. Erlendir sérfræðingar og margir innlendir sem ég hef rætt við eru ekki sama sinnis. Þeir segja að selji maður Þúfu dugi ekki að benda á þúfu. Hafi íslenska ríkið undirgengist, með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, að tryggja fyrstu 20.887 evrur á innistæðureikningi í fjármálastofnun þá sé íslenska ríkið ábyrgt fyrir þeirri upphæð óháð því hvaða sjónhverfingar sé reynt að setja á svið að öðru leyti. Evrópudómstóllinn hefur reyndar tekið af öll tvímæli um að ríkisstjórnir einstakra landa innan sambandsins (og innan EES) séu ábyrgar séu tilskipanir ekki lögleiddar bæði að formi og innihaldi, sbr. niðurstöður í máli Francovich gegn Ítalíu frá 1991. Þess ber að lokum að geta að þeir sem best þekkja til orða og æðis Einars Benedikssonar telja að orðaleikurinn um Þúfu og þúfu hafi verið hrekkur en ekki alvara. Hinir erlendu aðilar hafi fengið afhenta þá eign sem þeir keyptu. Enda farnast þeim að jafnaði betur sem heldur gerða samninga en hinum sem leitar allra leiða til að koma sér undan efndum. Höfundur er prófessor í hagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar