Gervigrasvöllur í Vesturbæinn 6. júní 2009 06:00 Stórátak hefur verið gert í endurbótum á skólalóðum og leikskólalóðum Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu. Hluti af þessu átaki hefur falist í lagningu nýrra sparkvalla, gjarnan með gervigrasi, sem njóta mikilla vinsælda yngstu kynslóðarinnar. Í dag, laugardag, kl. 12 verður því fagnað á Stýró-vellinum við Öldugötu að löng bið barna og ungmenna í Gamla Vesturbænum eftir „mjúkum" sparkvelli er nú loks á enda þar sem hann hefur nú verið lagður gervigrasi. Öllum er velkomið að vera viðstaddir vígslu vallarins, sem verður í tengslum við hátíðarhöld KR-dagsins og munu ungir KR-ingar sjá um hana ásamt borgarfulltrúum. Um árabil hafa íbúar í Gamla Vesturbænum kvartað yfir lélegri aðstöðu til íþrótta og leikja í hverfinu. Sparkvöllum hafði fækkað mjög í hverfinu og einungis tveir malbikaðir vellir eftir, annar á lóð Vesturbæjarskóla, hinn við Öldugötu. Gamli Vesturbærinn var um árabil eina hverfi borgarinnar, þar sem ungviðið hafði ekki aðgang að sparkvelli með mjúku yfirborði, þ.e. með grasi eða gervigrasi. Sýnt hefur verið fram á að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi er mun minni meðal barna og ungmenna norðan Hringbrautar en sunnan hennar. Skýringin er auðvitað sú að íþróttasvæði KR er við Frostaskjól, í töluverðri fjarlægð frá Gamla Vesturbænum, og þá er hin umferðarþunga Hringbraut farartálmi fyrir yngstu börnin. Vegna þessa er sérstaklega mikilvægt að leggja áherslu á að bæta leikja- og íþróttaaðstöðu í hverfinu. Á síðasta kjörtímabili lagði undirritaður fram nokkrar tillögur í nefndum og ráðum borgarinnar um að lagning „mjúks" sparkvallar í Vesturbænum yrði sett í forgang. Voru þær tillögur ýmist felldar af fulltrúum R-listans eða vísað til frekari skoðunar sem aldrei bar árangur. Á sl. ári var málið tekið upp að nýju með samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs og það hefur nú borið þennan ánægjulega árangur. Í vetur hófust endurbætur á skólalóð Vesturbæjarskóla og er nú unnið að undirbúningi þess að koma þar fyrir svokölluðum battavelli fyrir knattspyrnu og bæta körfuboltaaðstöðu. Þá hafa umferðarsérfræðingar borgarinnar það til skoðunar hvernig bæta megi göngutengsl yfir Hringbraut í því skyni að stuðla að greiðari aðgangi að KR-svæðinu við Frostaskjól. Ég óska Vesturbæingum til hamingju með endurbættan sparkvöll og hvet þá til að taka þátt í hátíðarhöldum KR-dagsins. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stórátak hefur verið gert í endurbótum á skólalóðum og leikskólalóðum Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu. Hluti af þessu átaki hefur falist í lagningu nýrra sparkvalla, gjarnan með gervigrasi, sem njóta mikilla vinsælda yngstu kynslóðarinnar. Í dag, laugardag, kl. 12 verður því fagnað á Stýró-vellinum við Öldugötu að löng bið barna og ungmenna í Gamla Vesturbænum eftir „mjúkum" sparkvelli er nú loks á enda þar sem hann hefur nú verið lagður gervigrasi. Öllum er velkomið að vera viðstaddir vígslu vallarins, sem verður í tengslum við hátíðarhöld KR-dagsins og munu ungir KR-ingar sjá um hana ásamt borgarfulltrúum. Um árabil hafa íbúar í Gamla Vesturbænum kvartað yfir lélegri aðstöðu til íþrótta og leikja í hverfinu. Sparkvöllum hafði fækkað mjög í hverfinu og einungis tveir malbikaðir vellir eftir, annar á lóð Vesturbæjarskóla, hinn við Öldugötu. Gamli Vesturbærinn var um árabil eina hverfi borgarinnar, þar sem ungviðið hafði ekki aðgang að sparkvelli með mjúku yfirborði, þ.e. með grasi eða gervigrasi. Sýnt hefur verið fram á að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi er mun minni meðal barna og ungmenna norðan Hringbrautar en sunnan hennar. Skýringin er auðvitað sú að íþróttasvæði KR er við Frostaskjól, í töluverðri fjarlægð frá Gamla Vesturbænum, og þá er hin umferðarþunga Hringbraut farartálmi fyrir yngstu börnin. Vegna þessa er sérstaklega mikilvægt að leggja áherslu á að bæta leikja- og íþróttaaðstöðu í hverfinu. Á síðasta kjörtímabili lagði undirritaður fram nokkrar tillögur í nefndum og ráðum borgarinnar um að lagning „mjúks" sparkvallar í Vesturbænum yrði sett í forgang. Voru þær tillögur ýmist felldar af fulltrúum R-listans eða vísað til frekari skoðunar sem aldrei bar árangur. Á sl. ári var málið tekið upp að nýju með samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs og það hefur nú borið þennan ánægjulega árangur. Í vetur hófust endurbætur á skólalóð Vesturbæjarskóla og er nú unnið að undirbúningi þess að koma þar fyrir svokölluðum battavelli fyrir knattspyrnu og bæta körfuboltaaðstöðu. Þá hafa umferðarsérfræðingar borgarinnar það til skoðunar hvernig bæta megi göngutengsl yfir Hringbraut í því skyni að stuðla að greiðari aðgangi að KR-svæðinu við Frostaskjól. Ég óska Vesturbæingum til hamingju með endurbættan sparkvöll og hvet þá til að taka þátt í hátíðarhöldum KR-dagsins. Höfundur er borgarfulltrúi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun