Páll Axel verður ekki með Grindavík í kvöld 23. mars 2009 15:55 Páll Axel er hér á fullri ferð í síðari leiknum gegn ÍR í Seljaskóla í fyrstu umferðinni Mynd/Rósa Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur orðið fyrir blóðtöku á versta mögulega tíma. Páll Axel Vilbergsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með liðinu í fyrsta leiknum gegn Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í Grindavík í kvöld. Hnéð hefur verið að stríða Páli að undanförnu og var hann með tognuð liðbönd, en á æfingu á föstudaginn tóku sig upp ný meiðsli í hnénu sem gera það að verkum að stórskyttan getur ekki spilað í kvöld. "Það gerðist eitthvað í hnénu á mér á föstudaginn og ég er bara óleikfær eftir það. Ég fór í sprautu í morgun en það virkaði ekkert og ég er enn með verk. Ég fer í myndatöku í fyrramálið þar sem kemur vonandi í ljós hvað þetta er," sagði Páll Axel í samtali við Vísi. Hann er vitanlega skúffaður yfir tímasetningu meiðslanna. "Ég er svo sem ekkert smeykur við hvað þetta er, því ég held að þetta sé ekki alvarlegt, en tímasetningin er fáránleg," sagði Páll Axel, sem sagði ómögulegt að segja til um framhaldið fyrr en eftir myndatöku. Páll Axel er annar Grindvíkingurinn sem lendir í basli með meiðsli á stuttum tíma, en skemmst er að minnast hrakfara Nick Bradford þegar hann fór til læknis fyrir nokkrum dögum. Páll segir Bradford á góðum batavegi. "Nick er allur að koma til. Hann hvíldi sig vel eftir þetta og hefur tekið þátt í æfingum með okkur. Það hefði verið verst ef þeir hefðu þurft að víra saman á honum kjálkann, því þá hefði hann ekki geta rifið kjaft. Þá er alveg eins hægt að hafa hann uppi í stúku. Hann var meira að segja búinn að búa sig undir það versta og skrifa miða handa okkur svo við gætum rifið kjaft fyrir hann ef á þyrfti að halda," sagði Páll Axel léttur í bragði. Dominos-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur orðið fyrir blóðtöku á versta mögulega tíma. Páll Axel Vilbergsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með liðinu í fyrsta leiknum gegn Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í Grindavík í kvöld. Hnéð hefur verið að stríða Páli að undanförnu og var hann með tognuð liðbönd, en á æfingu á föstudaginn tóku sig upp ný meiðsli í hnénu sem gera það að verkum að stórskyttan getur ekki spilað í kvöld. "Það gerðist eitthvað í hnénu á mér á föstudaginn og ég er bara óleikfær eftir það. Ég fór í sprautu í morgun en það virkaði ekkert og ég er enn með verk. Ég fer í myndatöku í fyrramálið þar sem kemur vonandi í ljós hvað þetta er," sagði Páll Axel í samtali við Vísi. Hann er vitanlega skúffaður yfir tímasetningu meiðslanna. "Ég er svo sem ekkert smeykur við hvað þetta er, því ég held að þetta sé ekki alvarlegt, en tímasetningin er fáránleg," sagði Páll Axel, sem sagði ómögulegt að segja til um framhaldið fyrr en eftir myndatöku. Páll Axel er annar Grindvíkingurinn sem lendir í basli með meiðsli á stuttum tíma, en skemmst er að minnast hrakfara Nick Bradford þegar hann fór til læknis fyrir nokkrum dögum. Páll segir Bradford á góðum batavegi. "Nick er allur að koma til. Hann hvíldi sig vel eftir þetta og hefur tekið þátt í æfingum með okkur. Það hefði verið verst ef þeir hefðu þurft að víra saman á honum kjálkann, því þá hefði hann ekki geta rifið kjaft. Þá er alveg eins hægt að hafa hann uppi í stúku. Hann var meira að segja búinn að búa sig undir það versta og skrifa miða handa okkur svo við gætum rifið kjaft fyrir hann ef á þyrfti að halda," sagði Páll Axel léttur í bragði.
Dominos-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira